Veit samfélagið hvað kvíðaröskunin félagsfælni er? Eymundur Lúter Eymundsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Ég vona að ég geti gefið einhver svör um hvað það þýðir að vera með geðröskun sem heitir félagsfælni. Vona að menn átti sig á alvarleikanum og hvað er mikilvægt að vera með forvarnir í skólum sem og í samfélaginu. Vona að ég geti gefið einstaklingum sem glíma við félagsfælni von um að ýmislegt sé hægt ef maður gefur því tækifæri og tíma. Ég veit að þetta er ekki auðvelt og þá er gott að vita af stuðningi og vita að þú ert ekki ein/einn.Byrja í grunnskólaÉg er að byrja í grunnskóla í fyrsta bekk sem ætti að vera mikið tilhlökkunarefni. En nei, ég hlakka ekki til að hitta aðra, mér líður illa og ég veit ekki af hverju. Ég byrja samt í skólanum, á erfitt með að læra og fer í sérkennslu í lestri. Ég á erfitt með að einbeita mér og kvíði fyrir að standa upp fyrir framan bekkinn og tala. Sem betur fer er ég þokkalegur í íþróttum og fell þar í hópinn en lærdómur situr á hakanum af því að mér líður svo illa í skólanum.Herbergið besti vinurinnÁrin líða. Ég er tólf ára og kvíðinn er orðinn að mikilli fælni. Ég kvíði líka fyrir að mæta á æfingar eða spila leiki. Ég skammast mín fyrir sjálfan mig en þori ekki að tala um líðan mína því ég er hræddur um að lítið yrði gert úr. Ég var jafnframt reiður yfir því hvernig mér leið, reiður í eigin garð. Líðanin er svo ömurleg að mig langar að deyja á hverjum degi. Herbergið er minn besti vinur. Ég veit ekki af hverju ég roðna, klökkna, hef litla einbeitingu, brothætt taugakerfi, ekkert sjálfstraust eða sjálfsvirðingu. Ég leyfi öðrum að gera grín að mér og tek þátt í því sem trúður svo enginn geti séð hvernig mér líður. Með brotna sjálfsmynd og sjálfsvígshugsanir tekur lífið við næstu 26 árin. Árið 2004 fer ég í mína aðra mjaðmaliðaskiptingu sem heppnast ekki nógu vel. Í byrjun árs 2005 býðst mér að fara í verkjaskóla á Kristnesi þar sem ég fer í fræðslu um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það bjargaði lífi mínu. Þarna skildi ég vanlíðanina sem ég hafði borið með mér öll þessi ár. Það að fá ástæður fyrir vanlíðaninni og skilja að ég þurfi ekki að skammast mín og vita að það sé hægt að fá hjálp og öðlast líf varð til þess að nú, árið 2016, hef ég öðlast frelsi og það líf sem ég hef þráð síðan ég var barn. Ég er þátttakandi í lífinu, tengist fólki, fer í skóla og hef öðlast sjálfstraust til að takast á við lífið. Í dag fræði ég aðra um geðraskanir og hjálpa einstaklingum sem og aðstandendum.Börn eru verðmætiEnn þann dag í dag er gert lítið úr geðröskunum. Ég öfunda ekki börn sem eru að hefja sína skólagöngu ef þau fá ekki skilning og stuðning strax í upphafi. Það eru mörg börn og ungmenni í sömu stöðu og ég var en það virðist erfitt fyrir kerfið að sýna þeim sömu virðingu og þeim sem kljást við líkamleg veikindi. Árið er 2016 en kerfið kemur til móts við líkamlega veika en ekki andlega veika. Hvað veldur? Börn eru verðmæti sem þurfa samhug, stuðning frá foreldrum, kerfinu og samfélaginu. Milli 30 og 40 einstaklingar falla fyrir eigin hendi á hverju ári. 500-600 gera tilraun til þess að enda líf sitt. Hvernig stendur á því að við erum ekki með meiri forvarnir? Fjölmiðlar hafa gríðarlega mikið að segja og oft vantar upp á að málum sé fylgt eftir þegar mannréttindi eru brotin á börnum.Ekki verri manneskjaÉg hef ekki áhuga á að lifa eins og líf mitt var og öfunda ekki börn og ungmenni sem fá ekki skilning og stuðning sem þau þurfa. Við þurfum að komast út úr skápnum og byrja á grunninum. Að glíma við andleg veikindi þýðir ekki að ég sé verri manneskja en hver annar. Það þýðir að ég þurfi hjálp og þá er gott að vita hvert má leita. Hvaða valkosti ég hef og hvernig get ég nýtt mér þá til að bæta mín lífsgæði. „Ég hélt að fólk sem væri geðveikt væri eins og í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með geðraskanir.“ Það er þessi vanþekking sem þarf að uppræta með fræðslu og góðri umfjöllun, í skólum og í samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vona að ég geti gefið einhver svör um hvað það þýðir að vera með geðröskun sem heitir félagsfælni. Vona að menn átti sig á alvarleikanum og hvað er mikilvægt að vera með forvarnir í skólum sem og í samfélaginu. Vona að ég geti gefið einstaklingum sem glíma við félagsfælni von um að ýmislegt sé hægt ef maður gefur því tækifæri og tíma. Ég veit að þetta er ekki auðvelt og þá er gott að vita af stuðningi og vita að þú ert ekki ein/einn.Byrja í grunnskólaÉg er að byrja í grunnskóla í fyrsta bekk sem ætti að vera mikið tilhlökkunarefni. En nei, ég hlakka ekki til að hitta aðra, mér líður illa og ég veit ekki af hverju. Ég byrja samt í skólanum, á erfitt með að læra og fer í sérkennslu í lestri. Ég á erfitt með að einbeita mér og kvíði fyrir að standa upp fyrir framan bekkinn og tala. Sem betur fer er ég þokkalegur í íþróttum og fell þar í hópinn en lærdómur situr á hakanum af því að mér líður svo illa í skólanum.Herbergið besti vinurinnÁrin líða. Ég er tólf ára og kvíðinn er orðinn að mikilli fælni. Ég kvíði líka fyrir að mæta á æfingar eða spila leiki. Ég skammast mín fyrir sjálfan mig en þori ekki að tala um líðan mína því ég er hræddur um að lítið yrði gert úr. Ég var jafnframt reiður yfir því hvernig mér leið, reiður í eigin garð. Líðanin er svo ömurleg að mig langar að deyja á hverjum degi. Herbergið er minn besti vinur. Ég veit ekki af hverju ég roðna, klökkna, hef litla einbeitingu, brothætt taugakerfi, ekkert sjálfstraust eða sjálfsvirðingu. Ég leyfi öðrum að gera grín að mér og tek þátt í því sem trúður svo enginn geti séð hvernig mér líður. Með brotna sjálfsmynd og sjálfsvígshugsanir tekur lífið við næstu 26 árin. Árið 2004 fer ég í mína aðra mjaðmaliðaskiptingu sem heppnast ekki nógu vel. Í byrjun árs 2005 býðst mér að fara í verkjaskóla á Kristnesi þar sem ég fer í fræðslu um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það bjargaði lífi mínu. Þarna skildi ég vanlíðanina sem ég hafði borið með mér öll þessi ár. Það að fá ástæður fyrir vanlíðaninni og skilja að ég þurfi ekki að skammast mín og vita að það sé hægt að fá hjálp og öðlast líf varð til þess að nú, árið 2016, hef ég öðlast frelsi og það líf sem ég hef þráð síðan ég var barn. Ég er þátttakandi í lífinu, tengist fólki, fer í skóla og hef öðlast sjálfstraust til að takast á við lífið. Í dag fræði ég aðra um geðraskanir og hjálpa einstaklingum sem og aðstandendum.Börn eru verðmætiEnn þann dag í dag er gert lítið úr geðröskunum. Ég öfunda ekki börn sem eru að hefja sína skólagöngu ef þau fá ekki skilning og stuðning strax í upphafi. Það eru mörg börn og ungmenni í sömu stöðu og ég var en það virðist erfitt fyrir kerfið að sýna þeim sömu virðingu og þeim sem kljást við líkamleg veikindi. Árið er 2016 en kerfið kemur til móts við líkamlega veika en ekki andlega veika. Hvað veldur? Börn eru verðmæti sem þurfa samhug, stuðning frá foreldrum, kerfinu og samfélaginu. Milli 30 og 40 einstaklingar falla fyrir eigin hendi á hverju ári. 500-600 gera tilraun til þess að enda líf sitt. Hvernig stendur á því að við erum ekki með meiri forvarnir? Fjölmiðlar hafa gríðarlega mikið að segja og oft vantar upp á að málum sé fylgt eftir þegar mannréttindi eru brotin á börnum.Ekki verri manneskjaÉg hef ekki áhuga á að lifa eins og líf mitt var og öfunda ekki börn og ungmenni sem fá ekki skilning og stuðning sem þau þurfa. Við þurfum að komast út úr skápnum og byrja á grunninum. Að glíma við andleg veikindi þýðir ekki að ég sé verri manneskja en hver annar. Það þýðir að ég þurfi hjálp og þá er gott að vita hvert má leita. Hvaða valkosti ég hef og hvernig get ég nýtt mér þá til að bæta mín lífsgæði. „Ég hélt að fólk sem væri geðveikt væri eins og í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með geðraskanir.“ Það er þessi vanþekking sem þarf að uppræta með fræðslu og góðri umfjöllun, í skólum og í samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar