Veit samfélagið hvað kvíðaröskunin félagsfælni er? Eymundur Lúter Eymundsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Ég vona að ég geti gefið einhver svör um hvað það þýðir að vera með geðröskun sem heitir félagsfælni. Vona að menn átti sig á alvarleikanum og hvað er mikilvægt að vera með forvarnir í skólum sem og í samfélaginu. Vona að ég geti gefið einstaklingum sem glíma við félagsfælni von um að ýmislegt sé hægt ef maður gefur því tækifæri og tíma. Ég veit að þetta er ekki auðvelt og þá er gott að vita af stuðningi og vita að þú ert ekki ein/einn.Byrja í grunnskólaÉg er að byrja í grunnskóla í fyrsta bekk sem ætti að vera mikið tilhlökkunarefni. En nei, ég hlakka ekki til að hitta aðra, mér líður illa og ég veit ekki af hverju. Ég byrja samt í skólanum, á erfitt með að læra og fer í sérkennslu í lestri. Ég á erfitt með að einbeita mér og kvíði fyrir að standa upp fyrir framan bekkinn og tala. Sem betur fer er ég þokkalegur í íþróttum og fell þar í hópinn en lærdómur situr á hakanum af því að mér líður svo illa í skólanum.Herbergið besti vinurinnÁrin líða. Ég er tólf ára og kvíðinn er orðinn að mikilli fælni. Ég kvíði líka fyrir að mæta á æfingar eða spila leiki. Ég skammast mín fyrir sjálfan mig en þori ekki að tala um líðan mína því ég er hræddur um að lítið yrði gert úr. Ég var jafnframt reiður yfir því hvernig mér leið, reiður í eigin garð. Líðanin er svo ömurleg að mig langar að deyja á hverjum degi. Herbergið er minn besti vinur. Ég veit ekki af hverju ég roðna, klökkna, hef litla einbeitingu, brothætt taugakerfi, ekkert sjálfstraust eða sjálfsvirðingu. Ég leyfi öðrum að gera grín að mér og tek þátt í því sem trúður svo enginn geti séð hvernig mér líður. Með brotna sjálfsmynd og sjálfsvígshugsanir tekur lífið við næstu 26 árin. Árið 2004 fer ég í mína aðra mjaðmaliðaskiptingu sem heppnast ekki nógu vel. Í byrjun árs 2005 býðst mér að fara í verkjaskóla á Kristnesi þar sem ég fer í fræðslu um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það bjargaði lífi mínu. Þarna skildi ég vanlíðanina sem ég hafði borið með mér öll þessi ár. Það að fá ástæður fyrir vanlíðaninni og skilja að ég þurfi ekki að skammast mín og vita að það sé hægt að fá hjálp og öðlast líf varð til þess að nú, árið 2016, hef ég öðlast frelsi og það líf sem ég hef þráð síðan ég var barn. Ég er þátttakandi í lífinu, tengist fólki, fer í skóla og hef öðlast sjálfstraust til að takast á við lífið. Í dag fræði ég aðra um geðraskanir og hjálpa einstaklingum sem og aðstandendum.Börn eru verðmætiEnn þann dag í dag er gert lítið úr geðröskunum. Ég öfunda ekki börn sem eru að hefja sína skólagöngu ef þau fá ekki skilning og stuðning strax í upphafi. Það eru mörg börn og ungmenni í sömu stöðu og ég var en það virðist erfitt fyrir kerfið að sýna þeim sömu virðingu og þeim sem kljást við líkamleg veikindi. Árið er 2016 en kerfið kemur til móts við líkamlega veika en ekki andlega veika. Hvað veldur? Börn eru verðmæti sem þurfa samhug, stuðning frá foreldrum, kerfinu og samfélaginu. Milli 30 og 40 einstaklingar falla fyrir eigin hendi á hverju ári. 500-600 gera tilraun til þess að enda líf sitt. Hvernig stendur á því að við erum ekki með meiri forvarnir? Fjölmiðlar hafa gríðarlega mikið að segja og oft vantar upp á að málum sé fylgt eftir þegar mannréttindi eru brotin á börnum.Ekki verri manneskjaÉg hef ekki áhuga á að lifa eins og líf mitt var og öfunda ekki börn og ungmenni sem fá ekki skilning og stuðning sem þau þurfa. Við þurfum að komast út úr skápnum og byrja á grunninum. Að glíma við andleg veikindi þýðir ekki að ég sé verri manneskja en hver annar. Það þýðir að ég þurfi hjálp og þá er gott að vita hvert má leita. Hvaða valkosti ég hef og hvernig get ég nýtt mér þá til að bæta mín lífsgæði. „Ég hélt að fólk sem væri geðveikt væri eins og í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með geðraskanir.“ Það er þessi vanþekking sem þarf að uppræta með fræðslu og góðri umfjöllun, í skólum og í samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég vona að ég geti gefið einhver svör um hvað það þýðir að vera með geðröskun sem heitir félagsfælni. Vona að menn átti sig á alvarleikanum og hvað er mikilvægt að vera með forvarnir í skólum sem og í samfélaginu. Vona að ég geti gefið einstaklingum sem glíma við félagsfælni von um að ýmislegt sé hægt ef maður gefur því tækifæri og tíma. Ég veit að þetta er ekki auðvelt og þá er gott að vita af stuðningi og vita að þú ert ekki ein/einn.Byrja í grunnskólaÉg er að byrja í grunnskóla í fyrsta bekk sem ætti að vera mikið tilhlökkunarefni. En nei, ég hlakka ekki til að hitta aðra, mér líður illa og ég veit ekki af hverju. Ég byrja samt í skólanum, á erfitt með að læra og fer í sérkennslu í lestri. Ég á erfitt með að einbeita mér og kvíði fyrir að standa upp fyrir framan bekkinn og tala. Sem betur fer er ég þokkalegur í íþróttum og fell þar í hópinn en lærdómur situr á hakanum af því að mér líður svo illa í skólanum.Herbergið besti vinurinnÁrin líða. Ég er tólf ára og kvíðinn er orðinn að mikilli fælni. Ég kvíði líka fyrir að mæta á æfingar eða spila leiki. Ég skammast mín fyrir sjálfan mig en þori ekki að tala um líðan mína því ég er hræddur um að lítið yrði gert úr. Ég var jafnframt reiður yfir því hvernig mér leið, reiður í eigin garð. Líðanin er svo ömurleg að mig langar að deyja á hverjum degi. Herbergið er minn besti vinur. Ég veit ekki af hverju ég roðna, klökkna, hef litla einbeitingu, brothætt taugakerfi, ekkert sjálfstraust eða sjálfsvirðingu. Ég leyfi öðrum að gera grín að mér og tek þátt í því sem trúður svo enginn geti séð hvernig mér líður. Með brotna sjálfsmynd og sjálfsvígshugsanir tekur lífið við næstu 26 árin. Árið 2004 fer ég í mína aðra mjaðmaliðaskiptingu sem heppnast ekki nógu vel. Í byrjun árs 2005 býðst mér að fara í verkjaskóla á Kristnesi þar sem ég fer í fræðslu um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það bjargaði lífi mínu. Þarna skildi ég vanlíðanina sem ég hafði borið með mér öll þessi ár. Það að fá ástæður fyrir vanlíðaninni og skilja að ég þurfi ekki að skammast mín og vita að það sé hægt að fá hjálp og öðlast líf varð til þess að nú, árið 2016, hef ég öðlast frelsi og það líf sem ég hef þráð síðan ég var barn. Ég er þátttakandi í lífinu, tengist fólki, fer í skóla og hef öðlast sjálfstraust til að takast á við lífið. Í dag fræði ég aðra um geðraskanir og hjálpa einstaklingum sem og aðstandendum.Börn eru verðmætiEnn þann dag í dag er gert lítið úr geðröskunum. Ég öfunda ekki börn sem eru að hefja sína skólagöngu ef þau fá ekki skilning og stuðning strax í upphafi. Það eru mörg börn og ungmenni í sömu stöðu og ég var en það virðist erfitt fyrir kerfið að sýna þeim sömu virðingu og þeim sem kljást við líkamleg veikindi. Árið er 2016 en kerfið kemur til móts við líkamlega veika en ekki andlega veika. Hvað veldur? Börn eru verðmæti sem þurfa samhug, stuðning frá foreldrum, kerfinu og samfélaginu. Milli 30 og 40 einstaklingar falla fyrir eigin hendi á hverju ári. 500-600 gera tilraun til þess að enda líf sitt. Hvernig stendur á því að við erum ekki með meiri forvarnir? Fjölmiðlar hafa gríðarlega mikið að segja og oft vantar upp á að málum sé fylgt eftir þegar mannréttindi eru brotin á börnum.Ekki verri manneskjaÉg hef ekki áhuga á að lifa eins og líf mitt var og öfunda ekki börn og ungmenni sem fá ekki skilning og stuðning sem þau þurfa. Við þurfum að komast út úr skápnum og byrja á grunninum. Að glíma við andleg veikindi þýðir ekki að ég sé verri manneskja en hver annar. Það þýðir að ég þurfi hjálp og þá er gott að vita hvert má leita. Hvaða valkosti ég hef og hvernig get ég nýtt mér þá til að bæta mín lífsgæði. „Ég hélt að fólk sem væri geðveikt væri eins og í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með geðraskanir.“ Það er þessi vanþekking sem þarf að uppræta með fræðslu og góðri umfjöllun, í skólum og í samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun