Tvær ólíkar myndir Gunnar Jóhannesson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Richard Dawkins er einn af herskáustu og jafnframt áhrifamestu guðleysingjum samtímans. Tíu ár eru liðin síðan hann, ásamt nokkrum öðrum skoðanabræðrum, steig fram og ýtti hinu svokallaða ný-guðleysi úr vör. Að mati Dawkins er „hin vísindalega heimsmynd svo miklu meira spennandi, ljóðrænni og uppfull af undrum, en nokkuð af því sem hinir fátæklegu órar trúarinnar geta dregið fram.“ Í einni af bókum sínum lýsir Dawkins því sem hans guðlausa heimssýn hans felur í sér: „Í alheimi blindra efnislegra lögmála náttúrunnar og erfðafræðilegrar fjölföldunar verða sumir hart leiknir en aðrir hafa heppnina með sér, og þú finnur hvorki ástæðu á bak við það né réttlæti. Alheimurinn, eins og hann blasir við, er einmitt eins og við má búast, ef það er þegar öllu er á botninn hvolft engin hönnun, enginn tilgangur, ekkert illt og ekkert gott, aðeins blint miskunnarlaust tómlæti. DNA veit ekkert og lætur sig ekkert varða. DNA einfaldlega er og við dönsum í takt við það.“ Hér er lýst rökrænni niðurstöðu gefinna forsenda: Guðlaus veruleiki er blindur, miskunnarlaus, merkingarlaus, tilgangslaus, þegar öllu er á botninn hvolft. Er það spennandi, ljóðræn og auðgandi sýn á lífið? Útskýrir hún, eða fellur hún að, upplifun þinni og reynslu af lífinu og sjálfum þér? Hefur tilvistin, lífið, enga merkingu, gildi eða tilgang þegar allt kemur til alls? Er það marklaust? Erum við ekkert annað en viljalaust efni á valdi blindra lögmála? Ef Guð er ekki til er erfitt að mæla gegn þeirri ályktun. Kristin trú felur í sér andstæða sýn og dregur upp allt aðra mynd af lífinu og tilverunni. Lífið er ekki óútskýranleg tilviljun án merkingar, gildis og tilgangs. Það ert þú ekki heldur. Lífið, þar á meðal þú og ég, hugsanir okkar og orð, tilfinningar og gjörðir, er ekki afleiðingar af hugsunarlausu efni og blindum lögmálum náttúrunnar. Nei!Þýðingarmikil spurningÞvert á móti bendir alheimurinn á, og endurspeglar, þá hugsun, hugvit og vilja, sem teygir sig út fyrir það sem er tímanlegt, efnislegt og náttúrulegt, og allt á rót sína að rekja til. Eins og málverkið bendir á listamanninn ber tilvist alheimsins sjálfs höfundi sínum vitni, persónulegum Guði, sem allt hefur skapað og heldur öllu í hendi sér og stefnir að því marki sem hann hefur ákvarðað. Það er Guð sem lætur sig sköpun sína varða og hefur sjálfur gerst hluti af henni, stigið á svið sögunnar; Guð sem segir við hvern og einn: Óttast þú ekki því að ég frelsa þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. (Jes 43.1) Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita ykkur hvíld. (Matt 11.28) Ég er kominn til þess að þið hafið líf, líf í fyllstu gnægð. (Jóh 10.10) Að vera kristinnar trúar útilokar ekki að horft sé á lífið í ljósi vísindalegrar þekkingar. En sú heimssýn sem grundvallast á kristinni guðstrú útilokar þá náttúruhyggju sem guðleysi felur í sér. Hvor heimssýnin er skynsamlegri, hvor fellur betur að þekkingu okkar á og upplifun okkar af lífinu, er gríðarstór og þýðingarmikil spurning - spurning sem allir dvelja við með einum eða öðrum hætti í sínu lífi. Að nálgast þá spurningu af opnum huga gæti leitt af sér óvænt svör, og opnað mörgum dyr sem hingað til hafa verið lokaðar. En burtséð frá því hvernig þeirri spurningu er svarað er ekki vafi í mínum huga hvor heimssýnin það er sem kallar fram undrun og auðgar, gleður og hressir andann og vekur með honum von.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Richard Dawkins er einn af herskáustu og jafnframt áhrifamestu guðleysingjum samtímans. Tíu ár eru liðin síðan hann, ásamt nokkrum öðrum skoðanabræðrum, steig fram og ýtti hinu svokallaða ný-guðleysi úr vör. Að mati Dawkins er „hin vísindalega heimsmynd svo miklu meira spennandi, ljóðrænni og uppfull af undrum, en nokkuð af því sem hinir fátæklegu órar trúarinnar geta dregið fram.“ Í einni af bókum sínum lýsir Dawkins því sem hans guðlausa heimssýn hans felur í sér: „Í alheimi blindra efnislegra lögmála náttúrunnar og erfðafræðilegrar fjölföldunar verða sumir hart leiknir en aðrir hafa heppnina með sér, og þú finnur hvorki ástæðu á bak við það né réttlæti. Alheimurinn, eins og hann blasir við, er einmitt eins og við má búast, ef það er þegar öllu er á botninn hvolft engin hönnun, enginn tilgangur, ekkert illt og ekkert gott, aðeins blint miskunnarlaust tómlæti. DNA veit ekkert og lætur sig ekkert varða. DNA einfaldlega er og við dönsum í takt við það.“ Hér er lýst rökrænni niðurstöðu gefinna forsenda: Guðlaus veruleiki er blindur, miskunnarlaus, merkingarlaus, tilgangslaus, þegar öllu er á botninn hvolft. Er það spennandi, ljóðræn og auðgandi sýn á lífið? Útskýrir hún, eða fellur hún að, upplifun þinni og reynslu af lífinu og sjálfum þér? Hefur tilvistin, lífið, enga merkingu, gildi eða tilgang þegar allt kemur til alls? Er það marklaust? Erum við ekkert annað en viljalaust efni á valdi blindra lögmála? Ef Guð er ekki til er erfitt að mæla gegn þeirri ályktun. Kristin trú felur í sér andstæða sýn og dregur upp allt aðra mynd af lífinu og tilverunni. Lífið er ekki óútskýranleg tilviljun án merkingar, gildis og tilgangs. Það ert þú ekki heldur. Lífið, þar á meðal þú og ég, hugsanir okkar og orð, tilfinningar og gjörðir, er ekki afleiðingar af hugsunarlausu efni og blindum lögmálum náttúrunnar. Nei!Þýðingarmikil spurningÞvert á móti bendir alheimurinn á, og endurspeglar, þá hugsun, hugvit og vilja, sem teygir sig út fyrir það sem er tímanlegt, efnislegt og náttúrulegt, og allt á rót sína að rekja til. Eins og málverkið bendir á listamanninn ber tilvist alheimsins sjálfs höfundi sínum vitni, persónulegum Guði, sem allt hefur skapað og heldur öllu í hendi sér og stefnir að því marki sem hann hefur ákvarðað. Það er Guð sem lætur sig sköpun sína varða og hefur sjálfur gerst hluti af henni, stigið á svið sögunnar; Guð sem segir við hvern og einn: Óttast þú ekki því að ég frelsa þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. (Jes 43.1) Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita ykkur hvíld. (Matt 11.28) Ég er kominn til þess að þið hafið líf, líf í fyllstu gnægð. (Jóh 10.10) Að vera kristinnar trúar útilokar ekki að horft sé á lífið í ljósi vísindalegrar þekkingar. En sú heimssýn sem grundvallast á kristinni guðstrú útilokar þá náttúruhyggju sem guðleysi felur í sér. Hvor heimssýnin er skynsamlegri, hvor fellur betur að þekkingu okkar á og upplifun okkar af lífinu, er gríðarstór og þýðingarmikil spurning - spurning sem allir dvelja við með einum eða öðrum hætti í sínu lífi. Að nálgast þá spurningu af opnum huga gæti leitt af sér óvænt svör, og opnað mörgum dyr sem hingað til hafa verið lokaðar. En burtséð frá því hvernig þeirri spurningu er svarað er ekki vafi í mínum huga hvor heimssýnin það er sem kallar fram undrun og auðgar, gleður og hressir andann og vekur með honum von.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar