Borðum mat ekki plat #matekkiplat 17. nóvember 2016 07:00 Matur er okkur nauðsynlegur til vaxtar og þroska en matur er ekki bara matur. Matur er mikilvægur þáttur í menningu okkar. Við skírnir, fermingar, afmæli, þorrablót og árshátíðir, svo eitthvað sé nefnt, eru veitingar stór hluti af viðburðinum. Vinir og fjölskyldur ná saman við máltíðir og styrkja böndin en ekki ætti að vanmeta félagslegt gildi matmálstíma. Matreiðslan sjálf er mikilvæg þar sem margir hjálpast að, hver með verkefni við sitt hæfi. Í asa nútímasamfélags fær þessi samvera að mínu mati oft takmarkaðan forgang. Fólk er gjarnan að flýta sér og notar glufur hér og þar til að nærast. Þá er handhægt að grípa eitthvað fljótlegt sem er í vaxandi mæli einhvers konar próteinstykki eða -drykkur/boost. Þessar vörur kosta yfirleitt sitt en ódýrara væri að kaupa próteinríkar vörur frá náttúrunnar hendi eins og skyr og kjöt. Ég hef ekkert á móti próteindufti eða próteinbættum vörum en mikið magn tel ég óæskilegt. Að grípa í þessar vörur af og til er í góðu lagi, sérstaklega fyrir einstaklinga sem eiga erfitt með að uppfylla próteinþörf sína. Reglulega verð ég vör við að mælt er með mikilli próteinneyslu eða allt að tveimur grömmum eða meira af próteini á dag fyrir hvert kíló líkamsþyngdar. Líkamanum nægja hins vegar 0,8 grömm fyrir hvert kíló til að viðhalda eðlilegum vexti og þroska. Þessar leiðbeiningar eru ekki aðeins ætlaðar íþróttafólki í mikilli æfingu eða vöðvauppbyggingu heldur jafnvel unglingum eða öðrum einstaklingum sem æfa sér til heilsu og gamans. Fyrir 70 kílóa manneskju þýðir það að hún ætti að borða 140 g af próteini á dag. Til þess að ná því þyrfti hún til dæmis að borða fimm kjúklingabringur (120 g bringa) eða u.þ.b. 20 egg á dag. Til þess að ná þessu magni notast sumir við próteinduft og/eða aðrar próteinbættar vörur sem verður þá til þess að minna er borðað af fjölbreyttum og næringarríkum mat.Getur gert fæðuna einhæfa Í ráðleggingum um mataræði frá Embætti landlæknis, sem ég mæli með að fólk lesi og finna má m.a. á Facebook-síðunni Ráðleggingar um mataræði, er mælt með því að próteinrík matvæli séu þriðjungur af þeim matarskammti sem fer á diskinn ásamt grænmeti, ávöxtum, heilkornavörum, kartöflum, grófu brauði og/eða fleiru. Mjög mikil próteinneysla getur gengið á hlut annarra næringarefna og gert fæðuna einhæfa. Með því að borða fjölbreyttan hollan mat í hæfilegu magni sjáum við til þess að líkaminn fái þau næringarefni sem honum eru nauðsynleg. Þannig stuðlum við að heilsusamlegu holdafari, minnkum líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum ásamt því að stuðla að vellíðan og góðri heilsu. Njótum þess að borða fjölbreytta, næringarríka og bragðgóða fæðu án samviskubits. Leggjum upp úr matartíma í rólegheitum með fjölskyldu og vinum. Miðlum góðri matarmenningu til næstu kynslóða og höldum heilbrigðu sambandi við mat.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Í von um veika ríkisstjórn Ég vona að ný ríkisstjórn Íslands verði veik. Það verða sjálfsagt margir hissa og spyrja hvort maðurinn sé með réttu ráði. 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Matur er okkur nauðsynlegur til vaxtar og þroska en matur er ekki bara matur. Matur er mikilvægur þáttur í menningu okkar. Við skírnir, fermingar, afmæli, þorrablót og árshátíðir, svo eitthvað sé nefnt, eru veitingar stór hluti af viðburðinum. Vinir og fjölskyldur ná saman við máltíðir og styrkja böndin en ekki ætti að vanmeta félagslegt gildi matmálstíma. Matreiðslan sjálf er mikilvæg þar sem margir hjálpast að, hver með verkefni við sitt hæfi. Í asa nútímasamfélags fær þessi samvera að mínu mati oft takmarkaðan forgang. Fólk er gjarnan að flýta sér og notar glufur hér og þar til að nærast. Þá er handhægt að grípa eitthvað fljótlegt sem er í vaxandi mæli einhvers konar próteinstykki eða -drykkur/boost. Þessar vörur kosta yfirleitt sitt en ódýrara væri að kaupa próteinríkar vörur frá náttúrunnar hendi eins og skyr og kjöt. Ég hef ekkert á móti próteindufti eða próteinbættum vörum en mikið magn tel ég óæskilegt. Að grípa í þessar vörur af og til er í góðu lagi, sérstaklega fyrir einstaklinga sem eiga erfitt með að uppfylla próteinþörf sína. Reglulega verð ég vör við að mælt er með mikilli próteinneyslu eða allt að tveimur grömmum eða meira af próteini á dag fyrir hvert kíló líkamsþyngdar. Líkamanum nægja hins vegar 0,8 grömm fyrir hvert kíló til að viðhalda eðlilegum vexti og þroska. Þessar leiðbeiningar eru ekki aðeins ætlaðar íþróttafólki í mikilli æfingu eða vöðvauppbyggingu heldur jafnvel unglingum eða öðrum einstaklingum sem æfa sér til heilsu og gamans. Fyrir 70 kílóa manneskju þýðir það að hún ætti að borða 140 g af próteini á dag. Til þess að ná því þyrfti hún til dæmis að borða fimm kjúklingabringur (120 g bringa) eða u.þ.b. 20 egg á dag. Til þess að ná þessu magni notast sumir við próteinduft og/eða aðrar próteinbættar vörur sem verður þá til þess að minna er borðað af fjölbreyttum og næringarríkum mat.Getur gert fæðuna einhæfa Í ráðleggingum um mataræði frá Embætti landlæknis, sem ég mæli með að fólk lesi og finna má m.a. á Facebook-síðunni Ráðleggingar um mataræði, er mælt með því að próteinrík matvæli séu þriðjungur af þeim matarskammti sem fer á diskinn ásamt grænmeti, ávöxtum, heilkornavörum, kartöflum, grófu brauði og/eða fleiru. Mjög mikil próteinneysla getur gengið á hlut annarra næringarefna og gert fæðuna einhæfa. Með því að borða fjölbreyttan hollan mat í hæfilegu magni sjáum við til þess að líkaminn fái þau næringarefni sem honum eru nauðsynleg. Þannig stuðlum við að heilsusamlegu holdafari, minnkum líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum ásamt því að stuðla að vellíðan og góðri heilsu. Njótum þess að borða fjölbreytta, næringarríka og bragðgóða fæðu án samviskubits. Leggjum upp úr matartíma í rólegheitum með fjölskyldu og vinum. Miðlum góðri matarmenningu til næstu kynslóða og höldum heilbrigðu sambandi við mat.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í von um veika ríkisstjórn Ég vona að ný ríkisstjórn Íslands verði veik. Það verða sjálfsagt margir hissa og spyrja hvort maðurinn sé með réttu ráði. 17. nóvember 2016 07:00
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar