Í von um veika ríkisstjórn Reynir Vilhjálmsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Ég vona að ný ríkisstjórn Íslands verði veik. Það verða sjálfsagt margir hissa og spyrja hvort maðurinn sé með réttu ráði. Með fáeinum rökum vil ég gera grein fyrir þessari von minni. Í fyrsta lagi, hvað meina ég með „veik stjórn“? Annaðhvort er það minnihlutastjórn eða stjórn sem hefur eins eða tveggja manna meirihluta og samanstendur af meira en einum flokki. Hverjir eru kostirnir? Í fyrsta lagi verður slík stjórn að gæta sín að missa ekki tökin á málefnunum. Hún verður að halda sátt innan eigin raða og leita til vara að stuðningi fyrir einstök mál meðal þeirra sem ekki standa að stjórninni. Til þess þarf að fara fram hógvær umræða á Alþingi og stjórnarþingmenn geta ekki slegið um sig með fúkyrðum við andstæðinga. Öfugt mundu stjórnarandstæðingar gæta sín vegna þess að þeir vilja ekki eyðileggja möguleikann á að koma einstökum hugðarefnum fram. Álit almennings á Alþingi mundi aukast vegna þess að þar færu fram hlutlægar umræður þar sem ekki er fyrirfram auðséð hver niðurstaða umfjöllunar verður. Í öðru lagi er einungis veikri ríkisstjórn treystandi til að standa fyrir raunverulegum umbótum. Eins og sakir standa er tæplega hugsanlegt að sterk ríkisstjórn sé ekki studd af sterkustu hagsmunaaðilum þjóðfélagsins. Sterkir hagsmunaaðilar, sama hvað þeir heita, eru ekki líklegir til að breyta núverandi ástandi að nokkrum mun. Hvers vegna ættu þeir að vilja það? Þeir hafa mestan hagnað af að allt sé eins og það er.Þjóðin æðsta valdið Hins vegar bendir margt til að stór hluti kjósenda óski eftir breytingum. Þegar menn vilja breytingar snúa þeir baki við hefðbundnum flokkum og kjósa annað. En þegar menn vilja breytingar eru þeir sjaldan sammála um hvaða hópar eða hvaða menn séu líklegastir til að koma þeim nýjungum fram sem þeir óska. Þetta sjáum við í kosningaúrslitunum. Atkvæðin dreifðust meðal margra flokka. Fyrir álit Alþingis meðal almennings er nú mikilvægt að sem flestir flokkar nái saman um að rökræða þau mál sem mestu máli skipta fyrir opnum tjöldum. Þá er von að umræðan skili einhverjum niðurstöðum. Vilhjálmur II. Þýskalandskeisari kallaði þingið „kjaftastofu“ þegar honum líkað ekki andstaðan við stríðsáform hans. Margir á Íslandi virðast hafa svipaða skoðun á Alþingi. Nú er tækifæri fyrir þingmenn til að reka af sér þetta slyðruorð og standa fast á sínu. Þingmenn skulu greiða atkvæði með já eða nei. Stundum getur verið ástæða til að vera hlutlaus en að greiða ekki atkvæði eða að vera fjarverandi er ekki góður kostur. Þjóðin tekur eftir því og er vonsvikin. Í lýðræði er þjóðin æðsta valdið og þingið er fulltrúi hennar. Ríkisstjórnin er ekki valdboði Alþingis og kemur engu mikilvægu máli fram nema með fulltingi þess. Hún á heldur ekki að geta treyst blindu fylgi „sinna þingflokka“. Þess vegna vil ég veika ríkisstjórn sem veit að þjóðin hefur ekki kosið hana beinni kosningu heldur situr hún í skjóli hluta þingmanna sem taka umboð sitt alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég vona að ný ríkisstjórn Íslands verði veik. Það verða sjálfsagt margir hissa og spyrja hvort maðurinn sé með réttu ráði. Með fáeinum rökum vil ég gera grein fyrir þessari von minni. Í fyrsta lagi, hvað meina ég með „veik stjórn“? Annaðhvort er það minnihlutastjórn eða stjórn sem hefur eins eða tveggja manna meirihluta og samanstendur af meira en einum flokki. Hverjir eru kostirnir? Í fyrsta lagi verður slík stjórn að gæta sín að missa ekki tökin á málefnunum. Hún verður að halda sátt innan eigin raða og leita til vara að stuðningi fyrir einstök mál meðal þeirra sem ekki standa að stjórninni. Til þess þarf að fara fram hógvær umræða á Alþingi og stjórnarþingmenn geta ekki slegið um sig með fúkyrðum við andstæðinga. Öfugt mundu stjórnarandstæðingar gæta sín vegna þess að þeir vilja ekki eyðileggja möguleikann á að koma einstökum hugðarefnum fram. Álit almennings á Alþingi mundi aukast vegna þess að þar færu fram hlutlægar umræður þar sem ekki er fyrirfram auðséð hver niðurstaða umfjöllunar verður. Í öðru lagi er einungis veikri ríkisstjórn treystandi til að standa fyrir raunverulegum umbótum. Eins og sakir standa er tæplega hugsanlegt að sterk ríkisstjórn sé ekki studd af sterkustu hagsmunaaðilum þjóðfélagsins. Sterkir hagsmunaaðilar, sama hvað þeir heita, eru ekki líklegir til að breyta núverandi ástandi að nokkrum mun. Hvers vegna ættu þeir að vilja það? Þeir hafa mestan hagnað af að allt sé eins og það er.Þjóðin æðsta valdið Hins vegar bendir margt til að stór hluti kjósenda óski eftir breytingum. Þegar menn vilja breytingar snúa þeir baki við hefðbundnum flokkum og kjósa annað. En þegar menn vilja breytingar eru þeir sjaldan sammála um hvaða hópar eða hvaða menn séu líklegastir til að koma þeim nýjungum fram sem þeir óska. Þetta sjáum við í kosningaúrslitunum. Atkvæðin dreifðust meðal margra flokka. Fyrir álit Alþingis meðal almennings er nú mikilvægt að sem flestir flokkar nái saman um að rökræða þau mál sem mestu máli skipta fyrir opnum tjöldum. Þá er von að umræðan skili einhverjum niðurstöðum. Vilhjálmur II. Þýskalandskeisari kallaði þingið „kjaftastofu“ þegar honum líkað ekki andstaðan við stríðsáform hans. Margir á Íslandi virðast hafa svipaða skoðun á Alþingi. Nú er tækifæri fyrir þingmenn til að reka af sér þetta slyðruorð og standa fast á sínu. Þingmenn skulu greiða atkvæði með já eða nei. Stundum getur verið ástæða til að vera hlutlaus en að greiða ekki atkvæði eða að vera fjarverandi er ekki góður kostur. Þjóðin tekur eftir því og er vonsvikin. Í lýðræði er þjóðin æðsta valdið og þingið er fulltrúi hennar. Ríkisstjórnin er ekki valdboði Alþingis og kemur engu mikilvægu máli fram nema með fulltingi þess. Hún á heldur ekki að geta treyst blindu fylgi „sinna þingflokka“. Þess vegna vil ég veika ríkisstjórn sem veit að þjóðin hefur ekki kosið hana beinni kosningu heldur situr hún í skjóli hluta þingmanna sem taka umboð sitt alvarlega.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun