Í von um veika ríkisstjórn Reynir Vilhjálmsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Ég vona að ný ríkisstjórn Íslands verði veik. Það verða sjálfsagt margir hissa og spyrja hvort maðurinn sé með réttu ráði. Með fáeinum rökum vil ég gera grein fyrir þessari von minni. Í fyrsta lagi, hvað meina ég með „veik stjórn“? Annaðhvort er það minnihlutastjórn eða stjórn sem hefur eins eða tveggja manna meirihluta og samanstendur af meira en einum flokki. Hverjir eru kostirnir? Í fyrsta lagi verður slík stjórn að gæta sín að missa ekki tökin á málefnunum. Hún verður að halda sátt innan eigin raða og leita til vara að stuðningi fyrir einstök mál meðal þeirra sem ekki standa að stjórninni. Til þess þarf að fara fram hógvær umræða á Alþingi og stjórnarþingmenn geta ekki slegið um sig með fúkyrðum við andstæðinga. Öfugt mundu stjórnarandstæðingar gæta sín vegna þess að þeir vilja ekki eyðileggja möguleikann á að koma einstökum hugðarefnum fram. Álit almennings á Alþingi mundi aukast vegna þess að þar færu fram hlutlægar umræður þar sem ekki er fyrirfram auðséð hver niðurstaða umfjöllunar verður. Í öðru lagi er einungis veikri ríkisstjórn treystandi til að standa fyrir raunverulegum umbótum. Eins og sakir standa er tæplega hugsanlegt að sterk ríkisstjórn sé ekki studd af sterkustu hagsmunaaðilum þjóðfélagsins. Sterkir hagsmunaaðilar, sama hvað þeir heita, eru ekki líklegir til að breyta núverandi ástandi að nokkrum mun. Hvers vegna ættu þeir að vilja það? Þeir hafa mestan hagnað af að allt sé eins og það er.Þjóðin æðsta valdið Hins vegar bendir margt til að stór hluti kjósenda óski eftir breytingum. Þegar menn vilja breytingar snúa þeir baki við hefðbundnum flokkum og kjósa annað. En þegar menn vilja breytingar eru þeir sjaldan sammála um hvaða hópar eða hvaða menn séu líklegastir til að koma þeim nýjungum fram sem þeir óska. Þetta sjáum við í kosningaúrslitunum. Atkvæðin dreifðust meðal margra flokka. Fyrir álit Alþingis meðal almennings er nú mikilvægt að sem flestir flokkar nái saman um að rökræða þau mál sem mestu máli skipta fyrir opnum tjöldum. Þá er von að umræðan skili einhverjum niðurstöðum. Vilhjálmur II. Þýskalandskeisari kallaði þingið „kjaftastofu“ þegar honum líkað ekki andstaðan við stríðsáform hans. Margir á Íslandi virðast hafa svipaða skoðun á Alþingi. Nú er tækifæri fyrir þingmenn til að reka af sér þetta slyðruorð og standa fast á sínu. Þingmenn skulu greiða atkvæði með já eða nei. Stundum getur verið ástæða til að vera hlutlaus en að greiða ekki atkvæði eða að vera fjarverandi er ekki góður kostur. Þjóðin tekur eftir því og er vonsvikin. Í lýðræði er þjóðin æðsta valdið og þingið er fulltrúi hennar. Ríkisstjórnin er ekki valdboði Alþingis og kemur engu mikilvægu máli fram nema með fulltingi þess. Hún á heldur ekki að geta treyst blindu fylgi „sinna þingflokka“. Þess vegna vil ég veika ríkisstjórn sem veit að þjóðin hefur ekki kosið hana beinni kosningu heldur situr hún í skjóli hluta þingmanna sem taka umboð sitt alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vona að ný ríkisstjórn Íslands verði veik. Það verða sjálfsagt margir hissa og spyrja hvort maðurinn sé með réttu ráði. Með fáeinum rökum vil ég gera grein fyrir þessari von minni. Í fyrsta lagi, hvað meina ég með „veik stjórn“? Annaðhvort er það minnihlutastjórn eða stjórn sem hefur eins eða tveggja manna meirihluta og samanstendur af meira en einum flokki. Hverjir eru kostirnir? Í fyrsta lagi verður slík stjórn að gæta sín að missa ekki tökin á málefnunum. Hún verður að halda sátt innan eigin raða og leita til vara að stuðningi fyrir einstök mál meðal þeirra sem ekki standa að stjórninni. Til þess þarf að fara fram hógvær umræða á Alþingi og stjórnarþingmenn geta ekki slegið um sig með fúkyrðum við andstæðinga. Öfugt mundu stjórnarandstæðingar gæta sín vegna þess að þeir vilja ekki eyðileggja möguleikann á að koma einstökum hugðarefnum fram. Álit almennings á Alþingi mundi aukast vegna þess að þar færu fram hlutlægar umræður þar sem ekki er fyrirfram auðséð hver niðurstaða umfjöllunar verður. Í öðru lagi er einungis veikri ríkisstjórn treystandi til að standa fyrir raunverulegum umbótum. Eins og sakir standa er tæplega hugsanlegt að sterk ríkisstjórn sé ekki studd af sterkustu hagsmunaaðilum þjóðfélagsins. Sterkir hagsmunaaðilar, sama hvað þeir heita, eru ekki líklegir til að breyta núverandi ástandi að nokkrum mun. Hvers vegna ættu þeir að vilja það? Þeir hafa mestan hagnað af að allt sé eins og það er.Þjóðin æðsta valdið Hins vegar bendir margt til að stór hluti kjósenda óski eftir breytingum. Þegar menn vilja breytingar snúa þeir baki við hefðbundnum flokkum og kjósa annað. En þegar menn vilja breytingar eru þeir sjaldan sammála um hvaða hópar eða hvaða menn séu líklegastir til að koma þeim nýjungum fram sem þeir óska. Þetta sjáum við í kosningaúrslitunum. Atkvæðin dreifðust meðal margra flokka. Fyrir álit Alþingis meðal almennings er nú mikilvægt að sem flestir flokkar nái saman um að rökræða þau mál sem mestu máli skipta fyrir opnum tjöldum. Þá er von að umræðan skili einhverjum niðurstöðum. Vilhjálmur II. Þýskalandskeisari kallaði þingið „kjaftastofu“ þegar honum líkað ekki andstaðan við stríðsáform hans. Margir á Íslandi virðast hafa svipaða skoðun á Alþingi. Nú er tækifæri fyrir þingmenn til að reka af sér þetta slyðruorð og standa fast á sínu. Þingmenn skulu greiða atkvæði með já eða nei. Stundum getur verið ástæða til að vera hlutlaus en að greiða ekki atkvæði eða að vera fjarverandi er ekki góður kostur. Þjóðin tekur eftir því og er vonsvikin. Í lýðræði er þjóðin æðsta valdið og þingið er fulltrúi hennar. Ríkisstjórnin er ekki valdboði Alþingis og kemur engu mikilvægu máli fram nema með fulltingi þess. Hún á heldur ekki að geta treyst blindu fylgi „sinna þingflokka“. Þess vegna vil ég veika ríkisstjórn sem veit að þjóðin hefur ekki kosið hana beinni kosningu heldur situr hún í skjóli hluta þingmanna sem taka umboð sitt alvarlega.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar