Skemmtum okkur saman en ekki hvert á kostnað annars Orri Hauksson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Ótti við aukna samkeppni einkennir skrif Erlings Freys Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 16. nóvember. Erling gerir tilkall til sjónvarpsefnis Símans með valdboði en ekki viðskiptum. GR er í eigu skattgreiðenda á höfuðborgarsvæðinu í gegnum eignarhald Orkuveitu Reykjavíkur, sem er einkaleyfisvarin opinber stofnun samkvæmt lögum. GR hefur undanfarin ár varið á þriðja tug milljarða til fjárfestinga í samkeppni við einkafjármagn í landinu. Orkugjöld hafa snarhækkað, en hluta þeirrar hækkunar hefur verið varið til framangreindrar niðurgreiðslu á óskyldum samkeppnisrekstri.Ísland í fremstu röð í heiminum Síminn hóf að leggja ljósleiðara fyrir rúmum þrjátíu árum. Míla, dótturfélag Símans, á lagnakerfi undir öllu höfuðborgarsvæðinu. Á næstu tveimur árum lýkur fyrirtækið við að tengja ljósleiðara inn í nær öll hús á þessu svæði. Framkvæmdin sem kostar brot af því fé, sem íbúar svæðisins hafa óspurðir verið látnir verja í framkvæmdir hins opinbera félags GR, gegnum hækkuð orkugjöld, hámarksútsvar og endurtekið umhverfisrask. Ísland er í þriðja sæti í heiminum í svokölluðum ICT Development Index, alþjóðlegri vísitölu Sameinuðu þjóðanna, sem mælir m.a. tölvunotkun, gæði fjarskiptakerfa og aðgang almennings að nettengdri tækni. Síminn á ríkan þátt í þeirri góðu stöðu landsins. Fjarskiptagjöld til neytenda eru lág í alþjóðlegum samanburði. Því er fráleitur atvinnurógur framkvæmdastjóra GR að Síminn hafi staðið fyrir tæknilegri stöðnun á Íslandi.Einokunarfyrirtæki takmarkar aðgang GR gengst við því að bjóða eingöngu eina aðgangsleið að fjarskiptakerfum sínum, óháð þörfum þjónustuveitenda eða neytenda. Þessi aðferð er mun umfangsmeiri og dýrari en Símasamstæðan hefur þörf fyrir í þjónustu sinni við viðskiptavini, enda innviðir Símasamstæðunnar ríkir fyrir. Fleiri opinberir aðilar en GR haft lagt fjarskiptainnviði hér og hvar um landið. Símasamstæðan leigir aðgang að slíkum innviðum á nokkrum stöðum á landinu, til að nýta sem best fjárfestingarfé sitt og veita ódýra þjónustu. GR hefur hafnað endurteknum óskum Símasamstæðunnar um að fá keyptan sams konar aðgang að kerfum hennar, og önnur opinber ljósleiðarakerfi úti á landi og víða um Evrópu veita. Þessi eina njörvaða aðgangsleið GR er án viðskiptalegra forsendna. Hún er til þess fallin að eyða samkeppni út úr fjárfestingum í innviðum og búnaði. Takist það situr Gagnaveita Reykjavíkur ein að innviðum og í einokunarstöðu. GR segist ekki í beinni samkeppni um viðskiptavini sína, en sleppir að nefna að GR stundar bæði heildsölu og smásölu og á í hagsmunaárekstri við heildsölukúnna sína.Viðskipti í stað valdhroka Síminn rekur sjónvarpsstöðina Sjónvarp Símans sem er opin til dreifingar á öllum kerfum. Síminn ver miklu fé til að framleiða fjölskylduskemmtiefni á borð við einn vinsælasta sjónvarpsþátt landsins, The Voice Ísland, og sýnir í opinni dagskrá á öllum kerfum. Síminn fjárfestir líka til að bjóða þeim sem vilja hafa aðgang að sjónvarpsefni hvenær sem er, aukna þjónustu. Opinber stofnun á ekki að reyna að taka höfundarréttarvarið efni til sín með valdi sem afþreyingarmiðlar á Íslandi greiða fyrir að bjóða á markaði. Hvernig væri að hið opinbera opnaði kerfið, sem við skattgreiðendur eigum saman, og stundaði heilbrigð viðskipti og málefnalega umræðu? Skemmtum okkur saman en ekki hvert á kostnað annars.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ótti við aukna samkeppni einkennir skrif Erlings Freys Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 16. nóvember. Erling gerir tilkall til sjónvarpsefnis Símans með valdboði en ekki viðskiptum. GR er í eigu skattgreiðenda á höfuðborgarsvæðinu í gegnum eignarhald Orkuveitu Reykjavíkur, sem er einkaleyfisvarin opinber stofnun samkvæmt lögum. GR hefur undanfarin ár varið á þriðja tug milljarða til fjárfestinga í samkeppni við einkafjármagn í landinu. Orkugjöld hafa snarhækkað, en hluta þeirrar hækkunar hefur verið varið til framangreindrar niðurgreiðslu á óskyldum samkeppnisrekstri.Ísland í fremstu röð í heiminum Síminn hóf að leggja ljósleiðara fyrir rúmum þrjátíu árum. Míla, dótturfélag Símans, á lagnakerfi undir öllu höfuðborgarsvæðinu. Á næstu tveimur árum lýkur fyrirtækið við að tengja ljósleiðara inn í nær öll hús á þessu svæði. Framkvæmdin sem kostar brot af því fé, sem íbúar svæðisins hafa óspurðir verið látnir verja í framkvæmdir hins opinbera félags GR, gegnum hækkuð orkugjöld, hámarksútsvar og endurtekið umhverfisrask. Ísland er í þriðja sæti í heiminum í svokölluðum ICT Development Index, alþjóðlegri vísitölu Sameinuðu þjóðanna, sem mælir m.a. tölvunotkun, gæði fjarskiptakerfa og aðgang almennings að nettengdri tækni. Síminn á ríkan þátt í þeirri góðu stöðu landsins. Fjarskiptagjöld til neytenda eru lág í alþjóðlegum samanburði. Því er fráleitur atvinnurógur framkvæmdastjóra GR að Síminn hafi staðið fyrir tæknilegri stöðnun á Íslandi.Einokunarfyrirtæki takmarkar aðgang GR gengst við því að bjóða eingöngu eina aðgangsleið að fjarskiptakerfum sínum, óháð þörfum þjónustuveitenda eða neytenda. Þessi aðferð er mun umfangsmeiri og dýrari en Símasamstæðan hefur þörf fyrir í þjónustu sinni við viðskiptavini, enda innviðir Símasamstæðunnar ríkir fyrir. Fleiri opinberir aðilar en GR haft lagt fjarskiptainnviði hér og hvar um landið. Símasamstæðan leigir aðgang að slíkum innviðum á nokkrum stöðum á landinu, til að nýta sem best fjárfestingarfé sitt og veita ódýra þjónustu. GR hefur hafnað endurteknum óskum Símasamstæðunnar um að fá keyptan sams konar aðgang að kerfum hennar, og önnur opinber ljósleiðarakerfi úti á landi og víða um Evrópu veita. Þessi eina njörvaða aðgangsleið GR er án viðskiptalegra forsendna. Hún er til þess fallin að eyða samkeppni út úr fjárfestingum í innviðum og búnaði. Takist það situr Gagnaveita Reykjavíkur ein að innviðum og í einokunarstöðu. GR segist ekki í beinni samkeppni um viðskiptavini sína, en sleppir að nefna að GR stundar bæði heildsölu og smásölu og á í hagsmunaárekstri við heildsölukúnna sína.Viðskipti í stað valdhroka Síminn rekur sjónvarpsstöðina Sjónvarp Símans sem er opin til dreifingar á öllum kerfum. Síminn ver miklu fé til að framleiða fjölskylduskemmtiefni á borð við einn vinsælasta sjónvarpsþátt landsins, The Voice Ísland, og sýnir í opinni dagskrá á öllum kerfum. Síminn fjárfestir líka til að bjóða þeim sem vilja hafa aðgang að sjónvarpsefni hvenær sem er, aukna þjónustu. Opinber stofnun á ekki að reyna að taka höfundarréttarvarið efni til sín með valdi sem afþreyingarmiðlar á Íslandi greiða fyrir að bjóða á markaði. Hvernig væri að hið opinbera opnaði kerfið, sem við skattgreiðendur eigum saman, og stundaði heilbrigð viðskipti og málefnalega umræðu? Skemmtum okkur saman en ekki hvert á kostnað annars.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun