Skemmtum okkur saman en ekki hvert á kostnað annars Orri Hauksson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Ótti við aukna samkeppni einkennir skrif Erlings Freys Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 16. nóvember. Erling gerir tilkall til sjónvarpsefnis Símans með valdboði en ekki viðskiptum. GR er í eigu skattgreiðenda á höfuðborgarsvæðinu í gegnum eignarhald Orkuveitu Reykjavíkur, sem er einkaleyfisvarin opinber stofnun samkvæmt lögum. GR hefur undanfarin ár varið á þriðja tug milljarða til fjárfestinga í samkeppni við einkafjármagn í landinu. Orkugjöld hafa snarhækkað, en hluta þeirrar hækkunar hefur verið varið til framangreindrar niðurgreiðslu á óskyldum samkeppnisrekstri.Ísland í fremstu röð í heiminum Síminn hóf að leggja ljósleiðara fyrir rúmum þrjátíu árum. Míla, dótturfélag Símans, á lagnakerfi undir öllu höfuðborgarsvæðinu. Á næstu tveimur árum lýkur fyrirtækið við að tengja ljósleiðara inn í nær öll hús á þessu svæði. Framkvæmdin sem kostar brot af því fé, sem íbúar svæðisins hafa óspurðir verið látnir verja í framkvæmdir hins opinbera félags GR, gegnum hækkuð orkugjöld, hámarksútsvar og endurtekið umhverfisrask. Ísland er í þriðja sæti í heiminum í svokölluðum ICT Development Index, alþjóðlegri vísitölu Sameinuðu þjóðanna, sem mælir m.a. tölvunotkun, gæði fjarskiptakerfa og aðgang almennings að nettengdri tækni. Síminn á ríkan þátt í þeirri góðu stöðu landsins. Fjarskiptagjöld til neytenda eru lág í alþjóðlegum samanburði. Því er fráleitur atvinnurógur framkvæmdastjóra GR að Síminn hafi staðið fyrir tæknilegri stöðnun á Íslandi.Einokunarfyrirtæki takmarkar aðgang GR gengst við því að bjóða eingöngu eina aðgangsleið að fjarskiptakerfum sínum, óháð þörfum þjónustuveitenda eða neytenda. Þessi aðferð er mun umfangsmeiri og dýrari en Símasamstæðan hefur þörf fyrir í þjónustu sinni við viðskiptavini, enda innviðir Símasamstæðunnar ríkir fyrir. Fleiri opinberir aðilar en GR haft lagt fjarskiptainnviði hér og hvar um landið. Símasamstæðan leigir aðgang að slíkum innviðum á nokkrum stöðum á landinu, til að nýta sem best fjárfestingarfé sitt og veita ódýra þjónustu. GR hefur hafnað endurteknum óskum Símasamstæðunnar um að fá keyptan sams konar aðgang að kerfum hennar, og önnur opinber ljósleiðarakerfi úti á landi og víða um Evrópu veita. Þessi eina njörvaða aðgangsleið GR er án viðskiptalegra forsendna. Hún er til þess fallin að eyða samkeppni út úr fjárfestingum í innviðum og búnaði. Takist það situr Gagnaveita Reykjavíkur ein að innviðum og í einokunarstöðu. GR segist ekki í beinni samkeppni um viðskiptavini sína, en sleppir að nefna að GR stundar bæði heildsölu og smásölu og á í hagsmunaárekstri við heildsölukúnna sína.Viðskipti í stað valdhroka Síminn rekur sjónvarpsstöðina Sjónvarp Símans sem er opin til dreifingar á öllum kerfum. Síminn ver miklu fé til að framleiða fjölskylduskemmtiefni á borð við einn vinsælasta sjónvarpsþátt landsins, The Voice Ísland, og sýnir í opinni dagskrá á öllum kerfum. Síminn fjárfestir líka til að bjóða þeim sem vilja hafa aðgang að sjónvarpsefni hvenær sem er, aukna þjónustu. Opinber stofnun á ekki að reyna að taka höfundarréttarvarið efni til sín með valdi sem afþreyingarmiðlar á Íslandi greiða fyrir að bjóða á markaði. Hvernig væri að hið opinbera opnaði kerfið, sem við skattgreiðendur eigum saman, og stundaði heilbrigð viðskipti og málefnalega umræðu? Skemmtum okkur saman en ekki hvert á kostnað annars.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ótti við aukna samkeppni einkennir skrif Erlings Freys Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 16. nóvember. Erling gerir tilkall til sjónvarpsefnis Símans með valdboði en ekki viðskiptum. GR er í eigu skattgreiðenda á höfuðborgarsvæðinu í gegnum eignarhald Orkuveitu Reykjavíkur, sem er einkaleyfisvarin opinber stofnun samkvæmt lögum. GR hefur undanfarin ár varið á þriðja tug milljarða til fjárfestinga í samkeppni við einkafjármagn í landinu. Orkugjöld hafa snarhækkað, en hluta þeirrar hækkunar hefur verið varið til framangreindrar niðurgreiðslu á óskyldum samkeppnisrekstri.Ísland í fremstu röð í heiminum Síminn hóf að leggja ljósleiðara fyrir rúmum þrjátíu árum. Míla, dótturfélag Símans, á lagnakerfi undir öllu höfuðborgarsvæðinu. Á næstu tveimur árum lýkur fyrirtækið við að tengja ljósleiðara inn í nær öll hús á þessu svæði. Framkvæmdin sem kostar brot af því fé, sem íbúar svæðisins hafa óspurðir verið látnir verja í framkvæmdir hins opinbera félags GR, gegnum hækkuð orkugjöld, hámarksútsvar og endurtekið umhverfisrask. Ísland er í þriðja sæti í heiminum í svokölluðum ICT Development Index, alþjóðlegri vísitölu Sameinuðu þjóðanna, sem mælir m.a. tölvunotkun, gæði fjarskiptakerfa og aðgang almennings að nettengdri tækni. Síminn á ríkan þátt í þeirri góðu stöðu landsins. Fjarskiptagjöld til neytenda eru lág í alþjóðlegum samanburði. Því er fráleitur atvinnurógur framkvæmdastjóra GR að Síminn hafi staðið fyrir tæknilegri stöðnun á Íslandi.Einokunarfyrirtæki takmarkar aðgang GR gengst við því að bjóða eingöngu eina aðgangsleið að fjarskiptakerfum sínum, óháð þörfum þjónustuveitenda eða neytenda. Þessi aðferð er mun umfangsmeiri og dýrari en Símasamstæðan hefur þörf fyrir í þjónustu sinni við viðskiptavini, enda innviðir Símasamstæðunnar ríkir fyrir. Fleiri opinberir aðilar en GR haft lagt fjarskiptainnviði hér og hvar um landið. Símasamstæðan leigir aðgang að slíkum innviðum á nokkrum stöðum á landinu, til að nýta sem best fjárfestingarfé sitt og veita ódýra þjónustu. GR hefur hafnað endurteknum óskum Símasamstæðunnar um að fá keyptan sams konar aðgang að kerfum hennar, og önnur opinber ljósleiðarakerfi úti á landi og víða um Evrópu veita. Þessi eina njörvaða aðgangsleið GR er án viðskiptalegra forsendna. Hún er til þess fallin að eyða samkeppni út úr fjárfestingum í innviðum og búnaði. Takist það situr Gagnaveita Reykjavíkur ein að innviðum og í einokunarstöðu. GR segist ekki í beinni samkeppni um viðskiptavini sína, en sleppir að nefna að GR stundar bæði heildsölu og smásölu og á í hagsmunaárekstri við heildsölukúnna sína.Viðskipti í stað valdhroka Síminn rekur sjónvarpsstöðina Sjónvarp Símans sem er opin til dreifingar á öllum kerfum. Síminn ver miklu fé til að framleiða fjölskylduskemmtiefni á borð við einn vinsælasta sjónvarpsþátt landsins, The Voice Ísland, og sýnir í opinni dagskrá á öllum kerfum. Síminn fjárfestir líka til að bjóða þeim sem vilja hafa aðgang að sjónvarpsefni hvenær sem er, aukna þjónustu. Opinber stofnun á ekki að reyna að taka höfundarréttarvarið efni til sín með valdi sem afþreyingarmiðlar á Íslandi greiða fyrir að bjóða á markaði. Hvernig væri að hið opinbera opnaði kerfið, sem við skattgreiðendur eigum saman, og stundaði heilbrigð viðskipti og málefnalega umræðu? Skemmtum okkur saman en ekki hvert á kostnað annars.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar