Áramótateiti Trumps? Hulda Vigdísardóttir skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Í augum margra er hann faðir minn sannkallaður ævintýramaður. Óútreiknanlegur og spennandi. Hann starfar sem leiðsögumaður og er alltaf með annan fótinn á Íslandi en hinn, tja, einhvers staðar annars staðar. Hann er fljótur að kynnast nýju fólki og þó hann sjálfur hleypi ekki hverjum sem er að sér (og í raun afar fáum) lítur fjöldi fólks um allan heim á hann sem trúnaðarvin og segir honum jafnvel sín dýpstu leyndarmál. Í gegnum árin hef ég oft verið spurð hvar pabbi sé staddur og hvað hann sé að gera: „Oh! Hvað er hann pabbi þinn að bralla skemmtilegt núna? Hvar í heiminum er hann? Hvað er hann að gera þar? Hvað ætlar hann svo að gera næst? Veistu það? Verður hann eitthvað á Íslandi á næstunni? Það er alltaf svo spennandi að fylgjast með honum!“ Og þó ég hafi e.t.v. ekki alltaf verið ýkja hrifin af lítilli viðveru hans hér heima og stöðugu spurningaflóði ættingja og vina, hefur spennandi líferni hans oft veitt mér innblástur og ég fengið að ferðast mikið og kynnast heiminum á annan hátt en margir jafnaldrar mínir. Fyrir rúmu ári síðan tók pabbi á móti bandarískum hópi ferðamanna í Leifsstöð og fór með þeim í tíu daga ferð í kringum landið. Í þessum hópi var áttræð ekkja frá Manhattan sem ákvað strax á fyrsta degi ferðar að kynnast Íslandi enn betur og koma aftur að ári liðnu. Þá ákvörðun stóð hún við og í sumar ferðuðust þau pabbi um landið og skoðuðu alla króka og kima. Þar sem eitt helsta áhugamál pabba er alþjóðastjórnmál, barst talið eitt kvöldið að forsetakosningum Bandaríkjanna 2016. Eitt leiddi af öðru og áður en pabbi vissi af var honum boðið í heimsókn til Bandaríkjanna.Afþakkaði heimboðiðEn þetta heimboð var ekki bara hvenær sem er, hvert sem er né heldur í hvaða erindagjörðum sem er. Nú stóð pabba skyndilega til boða að heimsækja blómafylkið Flórída, vetrardvalarstað ekkjunnar, um áramótin. Og nei, ekki stóð til að spranga léttklædd um á ströndinni með sólgleraugu á nefinu, né heldur myndataka með Mikka mús, ef út í það er farið. Honum var hér með formlega boðið í áramótateiti einhvers umdeildasta manns okkar daga, Donalds Trump. Svo hvar er pabbi? Hvað er hann að bralla skemmtilegt núna? Og hvar í veröldinni verður hann um næstu áramót? Situr hann tveimur borðum frá verðandi forseta Bandaríkjanna og bíður eftir litríkri flugeldasýningu til marks um að árið 2017 sé gengið í garð? Árið sem Trump tekur við forsetaembætti eins valdamesta ríkis heims nú á dögum. Árið sem margir óttast. Árið sem allt getur gerst. Nei, hann verður á Snæfellsnesi. Hann verður á Snæfellsnesi að gæta steinasafns vinar síns og var sko ekki lengi að afþakka heimboðið til Flórída þegar hann vissi hver héldi veisluna. Ég get því með stolti sagt að þessi áramót sé faðir minn steinasafnvörður á Snæfellsnesi. Hann er ekki gestur Trumps, hvorki í áramótateiti né annars staðar og ég vona að sem fæstir taki boðum hans næstu fjögur ár, allavega valdboðum hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í augum margra er hann faðir minn sannkallaður ævintýramaður. Óútreiknanlegur og spennandi. Hann starfar sem leiðsögumaður og er alltaf með annan fótinn á Íslandi en hinn, tja, einhvers staðar annars staðar. Hann er fljótur að kynnast nýju fólki og þó hann sjálfur hleypi ekki hverjum sem er að sér (og í raun afar fáum) lítur fjöldi fólks um allan heim á hann sem trúnaðarvin og segir honum jafnvel sín dýpstu leyndarmál. Í gegnum árin hef ég oft verið spurð hvar pabbi sé staddur og hvað hann sé að gera: „Oh! Hvað er hann pabbi þinn að bralla skemmtilegt núna? Hvar í heiminum er hann? Hvað er hann að gera þar? Hvað ætlar hann svo að gera næst? Veistu það? Verður hann eitthvað á Íslandi á næstunni? Það er alltaf svo spennandi að fylgjast með honum!“ Og þó ég hafi e.t.v. ekki alltaf verið ýkja hrifin af lítilli viðveru hans hér heima og stöðugu spurningaflóði ættingja og vina, hefur spennandi líferni hans oft veitt mér innblástur og ég fengið að ferðast mikið og kynnast heiminum á annan hátt en margir jafnaldrar mínir. Fyrir rúmu ári síðan tók pabbi á móti bandarískum hópi ferðamanna í Leifsstöð og fór með þeim í tíu daga ferð í kringum landið. Í þessum hópi var áttræð ekkja frá Manhattan sem ákvað strax á fyrsta degi ferðar að kynnast Íslandi enn betur og koma aftur að ári liðnu. Þá ákvörðun stóð hún við og í sumar ferðuðust þau pabbi um landið og skoðuðu alla króka og kima. Þar sem eitt helsta áhugamál pabba er alþjóðastjórnmál, barst talið eitt kvöldið að forsetakosningum Bandaríkjanna 2016. Eitt leiddi af öðru og áður en pabbi vissi af var honum boðið í heimsókn til Bandaríkjanna.Afþakkaði heimboðiðEn þetta heimboð var ekki bara hvenær sem er, hvert sem er né heldur í hvaða erindagjörðum sem er. Nú stóð pabba skyndilega til boða að heimsækja blómafylkið Flórída, vetrardvalarstað ekkjunnar, um áramótin. Og nei, ekki stóð til að spranga léttklædd um á ströndinni með sólgleraugu á nefinu, né heldur myndataka með Mikka mús, ef út í það er farið. Honum var hér með formlega boðið í áramótateiti einhvers umdeildasta manns okkar daga, Donalds Trump. Svo hvar er pabbi? Hvað er hann að bralla skemmtilegt núna? Og hvar í veröldinni verður hann um næstu áramót? Situr hann tveimur borðum frá verðandi forseta Bandaríkjanna og bíður eftir litríkri flugeldasýningu til marks um að árið 2017 sé gengið í garð? Árið sem Trump tekur við forsetaembætti eins valdamesta ríkis heims nú á dögum. Árið sem margir óttast. Árið sem allt getur gerst. Nei, hann verður á Snæfellsnesi. Hann verður á Snæfellsnesi að gæta steinasafns vinar síns og var sko ekki lengi að afþakka heimboðið til Flórída þegar hann vissi hver héldi veisluna. Ég get því með stolti sagt að þessi áramót sé faðir minn steinasafnvörður á Snæfellsnesi. Hann er ekki gestur Trumps, hvorki í áramótateiti né annars staðar og ég vona að sem fæstir taki boðum hans næstu fjögur ár, allavega valdboðum hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun