Hugvitið verður í askana látið Einar Mäntylä skrifar 18. nóvember 2016 07:00 „Öflug fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun bætir samkeppnishæfni þjóða til að leysa þau stóru verkefni sem menn standa frammi fyrir á hverjum tíma. Þá gildir einu hvort um er að ræða rannsóknir eða nýjar lausnir í umhverfismálum, orkumálum eða heilbrigðismálum.“ „Mikilvægt er að ungt vel menntað fólk geti haslað sér völl og skapað sér starfsvettvang í rannsókna- og nýsköpunarstarfi hér á landi.“ Þetta er ekki væl í vísindamönnum í fílabeinsturni. Þetta er orðrétt tilvitnun í áherslur Samtaka atvinnulífsins. „Menntun er undirstaða framþróunar og þekking er forsenda aukinnar framleiðni, velferðar og verðmætasköpunar.“ Þetta er ekki ákall rektora úr sveltu háskólaumhverfinu. Þetta er upphaf fréttar frá Samtökum iðnaðarins undir fyrirsögninni „Menntun er forsenda bættra lífskjara“. Framþróun, velferð, verðmætasköpun og samkeppnishæfni hvílir á menntun og nýsköpun. Um þetta eru allir sammála, þar á meðal háskólar, rannsóknastofnanir, Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins. Það er líklegt að nær allir aðilar íslensks samfélags myndu skrifa undir þessa lýsingu, jafnvel stjórnmálamenn – a.m.k. í aðdraganda kosninga. Saman er hægt að vera framúrskarandi. Það er svo allt annað með efndirnar því sporin hræða. Vísinda- og tækniráð, sem í sitja sjö (!) ráðherrar ríkisstjórnar á hverjum tíma, setur fram stefnu sem stjórnvöld sjálf síðan hunsa. Sína eigin stefnu. Er það nema von að fylgi stjórnmálaflokka sé á fleygiferð í leit að efndum? Ætlum við að fjarlægja hreyflana? Breytingar síðustu 15 ára í samfélags- og tækniþróun eru meiri en 50 árin á undan sem var meiri en 1.000 árin þar á undan. Þróunin gerist ekki með jöfnum hraða heldur með hröðun. Sívaxandi hraði í tækni og framþróun samfélaga er drifinn áfram af órofa samfellu menntunar, rannsóknastarfs og nýsköpunar. Þetta vita allar viðmiðunarþjóðir okkar og segja upphátt að samfellan sé lykillinn að samkeppnishæfni (ekki bara framleiðni heldur lífsgæðum, hamingju og mannauði). Það er GALIÐ að vilja ekki halda í við aðrar þjóðir í þessum efnum! Og það skilur æ hraðar á milli. Á meðan við höldum í sveltu horfinu sem hálfdrættingar í framlögum til háskóla á við Norðurlöndin, eru aðrar þjóðir að reyna að halda í við sífellt hraðari framþróun og bæta því stöðugt í. Það gefur augaleið að þetta fer illa ef menn ranka ekki við sér. Á Íslandi ríkir enn auðlindadrifið hagkerfi 20. aldarinnar með efnahagsstöðugleika sem er háður gæftum, veðri og vindum á fiskimiðum, eða ál- og orkuverði á heimsmörkuðum. Annað er takmörkuð auðlind, á hinu höfum við enga stjórn. Ef svo fer fram sem horfir mun unga fólkið áfram sækja sér menntun, bara erlendis, og ástæðum til að koma heim fjölgar ekki. Spennandi störf, starfsframi og tækifæri bjóðast erlendis. Það er ekki lengur hægt að gera ráð fyrir því að mannauðurinn skili sér heim af fjölskylduástæðum. Það er beint flug til um 80 áfangastaða svo það er lítið mál að fljúga reglulega heim til að heilsa upp á gamla settið á skerinu, bara þægilegra en að flytja heim. Nema ef vera skyldi að heilbrigðiskerfið verði orðið svo illa mannað að þú verðir að flytja heim til að annast foreldrana. Við klúðruðum bankakerfinu ævintýralega, nú er mennta- og heilbrigðiskerfið að nálgast brúnina í eftirskjálftum hrunsins. Menntakerfi er ekki einhver kostnaðarliður á fjárlögum heldur fjárfesting sem skilar margvíslegum arði. Svo vitnað sé í Barack Obama: „Að mæta halla á fjárlögum með því að skera niður nýsköpun og menntun er eins og að létta þunghlaðna flugvél með því að fjarlægja hreyflana. Vélin gæti svifið hærra tímabundið en fyrr en varir kemur skellurinn.“ Megi nýrri ríkisstjórn farnast vel í starfi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
„Öflug fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun bætir samkeppnishæfni þjóða til að leysa þau stóru verkefni sem menn standa frammi fyrir á hverjum tíma. Þá gildir einu hvort um er að ræða rannsóknir eða nýjar lausnir í umhverfismálum, orkumálum eða heilbrigðismálum.“ „Mikilvægt er að ungt vel menntað fólk geti haslað sér völl og skapað sér starfsvettvang í rannsókna- og nýsköpunarstarfi hér á landi.“ Þetta er ekki væl í vísindamönnum í fílabeinsturni. Þetta er orðrétt tilvitnun í áherslur Samtaka atvinnulífsins. „Menntun er undirstaða framþróunar og þekking er forsenda aukinnar framleiðni, velferðar og verðmætasköpunar.“ Þetta er ekki ákall rektora úr sveltu háskólaumhverfinu. Þetta er upphaf fréttar frá Samtökum iðnaðarins undir fyrirsögninni „Menntun er forsenda bættra lífskjara“. Framþróun, velferð, verðmætasköpun og samkeppnishæfni hvílir á menntun og nýsköpun. Um þetta eru allir sammála, þar á meðal háskólar, rannsóknastofnanir, Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins. Það er líklegt að nær allir aðilar íslensks samfélags myndu skrifa undir þessa lýsingu, jafnvel stjórnmálamenn – a.m.k. í aðdraganda kosninga. Saman er hægt að vera framúrskarandi. Það er svo allt annað með efndirnar því sporin hræða. Vísinda- og tækniráð, sem í sitja sjö (!) ráðherrar ríkisstjórnar á hverjum tíma, setur fram stefnu sem stjórnvöld sjálf síðan hunsa. Sína eigin stefnu. Er það nema von að fylgi stjórnmálaflokka sé á fleygiferð í leit að efndum? Ætlum við að fjarlægja hreyflana? Breytingar síðustu 15 ára í samfélags- og tækniþróun eru meiri en 50 árin á undan sem var meiri en 1.000 árin þar á undan. Þróunin gerist ekki með jöfnum hraða heldur með hröðun. Sívaxandi hraði í tækni og framþróun samfélaga er drifinn áfram af órofa samfellu menntunar, rannsóknastarfs og nýsköpunar. Þetta vita allar viðmiðunarþjóðir okkar og segja upphátt að samfellan sé lykillinn að samkeppnishæfni (ekki bara framleiðni heldur lífsgæðum, hamingju og mannauði). Það er GALIÐ að vilja ekki halda í við aðrar þjóðir í þessum efnum! Og það skilur æ hraðar á milli. Á meðan við höldum í sveltu horfinu sem hálfdrættingar í framlögum til háskóla á við Norðurlöndin, eru aðrar þjóðir að reyna að halda í við sífellt hraðari framþróun og bæta því stöðugt í. Það gefur augaleið að þetta fer illa ef menn ranka ekki við sér. Á Íslandi ríkir enn auðlindadrifið hagkerfi 20. aldarinnar með efnahagsstöðugleika sem er háður gæftum, veðri og vindum á fiskimiðum, eða ál- og orkuverði á heimsmörkuðum. Annað er takmörkuð auðlind, á hinu höfum við enga stjórn. Ef svo fer fram sem horfir mun unga fólkið áfram sækja sér menntun, bara erlendis, og ástæðum til að koma heim fjölgar ekki. Spennandi störf, starfsframi og tækifæri bjóðast erlendis. Það er ekki lengur hægt að gera ráð fyrir því að mannauðurinn skili sér heim af fjölskylduástæðum. Það er beint flug til um 80 áfangastaða svo það er lítið mál að fljúga reglulega heim til að heilsa upp á gamla settið á skerinu, bara þægilegra en að flytja heim. Nema ef vera skyldi að heilbrigðiskerfið verði orðið svo illa mannað að þú verðir að flytja heim til að annast foreldrana. Við klúðruðum bankakerfinu ævintýralega, nú er mennta- og heilbrigðiskerfið að nálgast brúnina í eftirskjálftum hrunsins. Menntakerfi er ekki einhver kostnaðarliður á fjárlögum heldur fjárfesting sem skilar margvíslegum arði. Svo vitnað sé í Barack Obama: „Að mæta halla á fjárlögum með því að skera niður nýsköpun og menntun er eins og að létta þunghlaðna flugvél með því að fjarlægja hreyflana. Vélin gæti svifið hærra tímabundið en fyrr en varir kemur skellurinn.“ Megi nýrri ríkisstjórn farnast vel í starfi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun