Hugvitið verður í askana látið Einar Mäntylä skrifar 18. nóvember 2016 07:00 „Öflug fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun bætir samkeppnishæfni þjóða til að leysa þau stóru verkefni sem menn standa frammi fyrir á hverjum tíma. Þá gildir einu hvort um er að ræða rannsóknir eða nýjar lausnir í umhverfismálum, orkumálum eða heilbrigðismálum.“ „Mikilvægt er að ungt vel menntað fólk geti haslað sér völl og skapað sér starfsvettvang í rannsókna- og nýsköpunarstarfi hér á landi.“ Þetta er ekki væl í vísindamönnum í fílabeinsturni. Þetta er orðrétt tilvitnun í áherslur Samtaka atvinnulífsins. „Menntun er undirstaða framþróunar og þekking er forsenda aukinnar framleiðni, velferðar og verðmætasköpunar.“ Þetta er ekki ákall rektora úr sveltu háskólaumhverfinu. Þetta er upphaf fréttar frá Samtökum iðnaðarins undir fyrirsögninni „Menntun er forsenda bættra lífskjara“. Framþróun, velferð, verðmætasköpun og samkeppnishæfni hvílir á menntun og nýsköpun. Um þetta eru allir sammála, þar á meðal háskólar, rannsóknastofnanir, Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins. Það er líklegt að nær allir aðilar íslensks samfélags myndu skrifa undir þessa lýsingu, jafnvel stjórnmálamenn – a.m.k. í aðdraganda kosninga. Saman er hægt að vera framúrskarandi. Það er svo allt annað með efndirnar því sporin hræða. Vísinda- og tækniráð, sem í sitja sjö (!) ráðherrar ríkisstjórnar á hverjum tíma, setur fram stefnu sem stjórnvöld sjálf síðan hunsa. Sína eigin stefnu. Er það nema von að fylgi stjórnmálaflokka sé á fleygiferð í leit að efndum? Ætlum við að fjarlægja hreyflana? Breytingar síðustu 15 ára í samfélags- og tækniþróun eru meiri en 50 árin á undan sem var meiri en 1.000 árin þar á undan. Þróunin gerist ekki með jöfnum hraða heldur með hröðun. Sívaxandi hraði í tækni og framþróun samfélaga er drifinn áfram af órofa samfellu menntunar, rannsóknastarfs og nýsköpunar. Þetta vita allar viðmiðunarþjóðir okkar og segja upphátt að samfellan sé lykillinn að samkeppnishæfni (ekki bara framleiðni heldur lífsgæðum, hamingju og mannauði). Það er GALIÐ að vilja ekki halda í við aðrar þjóðir í þessum efnum! Og það skilur æ hraðar á milli. Á meðan við höldum í sveltu horfinu sem hálfdrættingar í framlögum til háskóla á við Norðurlöndin, eru aðrar þjóðir að reyna að halda í við sífellt hraðari framþróun og bæta því stöðugt í. Það gefur augaleið að þetta fer illa ef menn ranka ekki við sér. Á Íslandi ríkir enn auðlindadrifið hagkerfi 20. aldarinnar með efnahagsstöðugleika sem er háður gæftum, veðri og vindum á fiskimiðum, eða ál- og orkuverði á heimsmörkuðum. Annað er takmörkuð auðlind, á hinu höfum við enga stjórn. Ef svo fer fram sem horfir mun unga fólkið áfram sækja sér menntun, bara erlendis, og ástæðum til að koma heim fjölgar ekki. Spennandi störf, starfsframi og tækifæri bjóðast erlendis. Það er ekki lengur hægt að gera ráð fyrir því að mannauðurinn skili sér heim af fjölskylduástæðum. Það er beint flug til um 80 áfangastaða svo það er lítið mál að fljúga reglulega heim til að heilsa upp á gamla settið á skerinu, bara þægilegra en að flytja heim. Nema ef vera skyldi að heilbrigðiskerfið verði orðið svo illa mannað að þú verðir að flytja heim til að annast foreldrana. Við klúðruðum bankakerfinu ævintýralega, nú er mennta- og heilbrigðiskerfið að nálgast brúnina í eftirskjálftum hrunsins. Menntakerfi er ekki einhver kostnaðarliður á fjárlögum heldur fjárfesting sem skilar margvíslegum arði. Svo vitnað sé í Barack Obama: „Að mæta halla á fjárlögum með því að skera niður nýsköpun og menntun er eins og að létta þunghlaðna flugvél með því að fjarlægja hreyflana. Vélin gæti svifið hærra tímabundið en fyrr en varir kemur skellurinn.“ Megi nýrri ríkisstjórn farnast vel í starfi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Öflug fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun bætir samkeppnishæfni þjóða til að leysa þau stóru verkefni sem menn standa frammi fyrir á hverjum tíma. Þá gildir einu hvort um er að ræða rannsóknir eða nýjar lausnir í umhverfismálum, orkumálum eða heilbrigðismálum.“ „Mikilvægt er að ungt vel menntað fólk geti haslað sér völl og skapað sér starfsvettvang í rannsókna- og nýsköpunarstarfi hér á landi.“ Þetta er ekki væl í vísindamönnum í fílabeinsturni. Þetta er orðrétt tilvitnun í áherslur Samtaka atvinnulífsins. „Menntun er undirstaða framþróunar og þekking er forsenda aukinnar framleiðni, velferðar og verðmætasköpunar.“ Þetta er ekki ákall rektora úr sveltu háskólaumhverfinu. Þetta er upphaf fréttar frá Samtökum iðnaðarins undir fyrirsögninni „Menntun er forsenda bættra lífskjara“. Framþróun, velferð, verðmætasköpun og samkeppnishæfni hvílir á menntun og nýsköpun. Um þetta eru allir sammála, þar á meðal háskólar, rannsóknastofnanir, Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins. Það er líklegt að nær allir aðilar íslensks samfélags myndu skrifa undir þessa lýsingu, jafnvel stjórnmálamenn – a.m.k. í aðdraganda kosninga. Saman er hægt að vera framúrskarandi. Það er svo allt annað með efndirnar því sporin hræða. Vísinda- og tækniráð, sem í sitja sjö (!) ráðherrar ríkisstjórnar á hverjum tíma, setur fram stefnu sem stjórnvöld sjálf síðan hunsa. Sína eigin stefnu. Er það nema von að fylgi stjórnmálaflokka sé á fleygiferð í leit að efndum? Ætlum við að fjarlægja hreyflana? Breytingar síðustu 15 ára í samfélags- og tækniþróun eru meiri en 50 árin á undan sem var meiri en 1.000 árin þar á undan. Þróunin gerist ekki með jöfnum hraða heldur með hröðun. Sívaxandi hraði í tækni og framþróun samfélaga er drifinn áfram af órofa samfellu menntunar, rannsóknastarfs og nýsköpunar. Þetta vita allar viðmiðunarþjóðir okkar og segja upphátt að samfellan sé lykillinn að samkeppnishæfni (ekki bara framleiðni heldur lífsgæðum, hamingju og mannauði). Það er GALIÐ að vilja ekki halda í við aðrar þjóðir í þessum efnum! Og það skilur æ hraðar á milli. Á meðan við höldum í sveltu horfinu sem hálfdrættingar í framlögum til háskóla á við Norðurlöndin, eru aðrar þjóðir að reyna að halda í við sífellt hraðari framþróun og bæta því stöðugt í. Það gefur augaleið að þetta fer illa ef menn ranka ekki við sér. Á Íslandi ríkir enn auðlindadrifið hagkerfi 20. aldarinnar með efnahagsstöðugleika sem er háður gæftum, veðri og vindum á fiskimiðum, eða ál- og orkuverði á heimsmörkuðum. Annað er takmörkuð auðlind, á hinu höfum við enga stjórn. Ef svo fer fram sem horfir mun unga fólkið áfram sækja sér menntun, bara erlendis, og ástæðum til að koma heim fjölgar ekki. Spennandi störf, starfsframi og tækifæri bjóðast erlendis. Það er ekki lengur hægt að gera ráð fyrir því að mannauðurinn skili sér heim af fjölskylduástæðum. Það er beint flug til um 80 áfangastaða svo það er lítið mál að fljúga reglulega heim til að heilsa upp á gamla settið á skerinu, bara þægilegra en að flytja heim. Nema ef vera skyldi að heilbrigðiskerfið verði orðið svo illa mannað að þú verðir að flytja heim til að annast foreldrana. Við klúðruðum bankakerfinu ævintýralega, nú er mennta- og heilbrigðiskerfið að nálgast brúnina í eftirskjálftum hrunsins. Menntakerfi er ekki einhver kostnaðarliður á fjárlögum heldur fjárfesting sem skilar margvíslegum arði. Svo vitnað sé í Barack Obama: „Að mæta halla á fjárlögum með því að skera niður nýsköpun og menntun er eins og að létta þunghlaðna flugvél með því að fjarlægja hreyflana. Vélin gæti svifið hærra tímabundið en fyrr en varir kemur skellurinn.“ Megi nýrri ríkisstjórn farnast vel í starfi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar