Við getum – Ég get Þóra Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum VIÐ GETUM - ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu og birtir á afmælisárinu röð greina undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands. Í þessari grein er fjallað um kynheilbrigði krabbameinssjúklinga. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma og þekkja flestir til einhvers sem hefur greinst með krabbamein eða hefur beina eða óbeina reynslu af þeim sjúkdómum. Í árslok 2014 voru um 13.000 einstaklingar á lífi á Íslandi sem greinst hafa með krabbamein. Krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta valdið breytingum á lífi og lífsgæðum þess sem greinist og haft m.a. áhrif á kynheilbrigði einstaklingsins. Með kynheilbrigði er átt við líkamlega, sálræna og samfélagslega velferð eða vellíðan sem hefur með kynverund (sexuality) að gera. Rannsóknir sýna að um helmingur krabbameinsgreindra eiga við ýmiss konar kynheilbrigðisvandamál að stríða og er það eitt af algengustu langtímavandamálum þessa hóps.Áhrif krabbameins á kynheilbrigðiMismunandi meðferðarkostir eru í boði fyrir einstaklinga sem greinast með krabbamein og fer meðferðin eftir eðli sjúkdómsins og er sérsniðin að hverjum einstaklingi. Sjúkdómurinn og meðferð hans tekur toll af einstaklingnum og oft eru aukaverkanir töluverðar af meðferð. Þegar kemur að kynheilbrigði einstaklinga er margt sem getur haft áhrif. Sjúkdómur í kynfærum getur valdið breytingum á kynfærunum sjálfum, taugum og/eða blóðflæði. Brottnám brjósts eða eistna, breytt útlit skapabarma eftir aðgerð eða ör á líkamanum geta valdið mikilli vanlíðan. Geta þessar breytingar haft áhrif á sjálfsöryggi og vellíðan og þ.a.l. á líkamsímynd og upplifun einstaklingsins af sér sem kynveru. En meðferð krabbameina sem ekki eru staðsett í kynfærum getur einnig haft veruleg áhrif á líkamsímynd og lífsgæði einstaklinga. Þar má telja þætti eins og þurrk í slímhúð, samgróninga í leggöngum, ristruflanir, getuleysi, verki, hárlos eða hármissi, ógleði, þreytu, þyngdarbreytingar, minni kynlöngun og minni ánægju í kynlífi. Andleg vanlíðan eins og þunglyndi og kvíði geta einnig haft mikil áhrif. Í kjölfar krabbameinsgreiningar getur samband sjúklings við maka breyst. Erfiðleikar í samskiptum, óöryggi og jafnvel hræðsla sjúklingsins eða makans við að gera eitthvað rangt getur komið í veg fyrir eðlilegt samband. Mörg pör eru hrædd við að sýna sambandi sínu og kynlífi áhuga í skugga alvarlegs sjúkdóms. Einstaklingar á barneignaraldri þurfa í ofanálag að takast á við þá staðreynd að þeir geti hugsanlega orðið ófrjóir að meðferð lokinni.UmræðanÍ marga áratugi hefur kynheilbrigði verið viðurkennt sem hluti af heilbrigði einstaklinga og þ.a.l. eitt af því sem heilbrigðisstarfsfólki ber að sinna. Þrátt fyrir það fá þessi málefni ekki næga athygli. Undanfarin ár hefur orðið vakning meðal heilbrigðisstarfsfólks á krabbameinsdeildum Landspítalans varðandi kynheilbrigðismál. Á árunum 2011-2013 sameinaðist hópur fagfólks með stuðningi lyfjafyrirtækjanna Novartis og Sanofi um verkefnið „Kynlíf og krabbamein“. Tilgangur þessa verkefnis var að stuðla að bættri þjónustu við krabbameinssjúklinga og að fræða starfsfólk. Boðið var meðal annars upp á sérhæfða þjónustu kynfræðings fyrir krabbameinssjúklinga sem eiga við kynheilbrigðisvandamál að stríða og er sú þjónusta í boði enn í dag. En betur má ef duga skal, því ennþá virðist þetta umræðuefni vefjast fyrir mörgum, jafnt sjúklingum sem heilbrigðisstarfsfólki. Mikilvægt er þó að hefja umræðuna strax við greiningu því upplýst samþykki sjúklings fyrir meðferð á m.a. að fela í sér fræðslu um áhrif sjúkdóms og meðferðar á kynheilbrigði. VIÐ GETUM – haft áhrif með því að tala um kynheilbrigði, miðlað upplýsingum og verið opin og tilbúin til umræðu ÉG GET – aflað mér upplýsinga og fræðslu frá fagfólki um kynheilbrigði og rætt um þessi mál á opinn hátt við maka minn og þá sem standa mér næst Heimildir: Þóra Þórsdóttir. (2012). Könnun á reynslu hjúkrunarfræðinga og lækna af því að ræða um kynlíf og kynlífsheilbrigði við krabbameinssjúklingahttps://skemman.is/stream/get/1946/12154/30114/1/Þóra_Þórsdóttir.pdfJonsdottir, J. I., Zoëga, S., Saevarsdottir, T., Sverrisdottir, A., Thorsdottir, T., Einarsson, G. V., Gunnarsdottir, S. og Fridriksdottir, N. (2016). Changes in attitudes, practices and barriers among oncology health care professionals regarding sexual health care: Outcomes from a 2-year educational intervention at a University Hospital. European Journal of Oncology Nursing, 21, 24-30. World Cancer Day https://www.worldcancerday.org/Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum VIÐ GETUM - ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu og birtir á afmælisárinu röð greina undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands. Í þessari grein er fjallað um kynheilbrigði krabbameinssjúklinga. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma og þekkja flestir til einhvers sem hefur greinst með krabbamein eða hefur beina eða óbeina reynslu af þeim sjúkdómum. Í árslok 2014 voru um 13.000 einstaklingar á lífi á Íslandi sem greinst hafa með krabbamein. Krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta valdið breytingum á lífi og lífsgæðum þess sem greinist og haft m.a. áhrif á kynheilbrigði einstaklingsins. Með kynheilbrigði er átt við líkamlega, sálræna og samfélagslega velferð eða vellíðan sem hefur með kynverund (sexuality) að gera. Rannsóknir sýna að um helmingur krabbameinsgreindra eiga við ýmiss konar kynheilbrigðisvandamál að stríða og er það eitt af algengustu langtímavandamálum þessa hóps.Áhrif krabbameins á kynheilbrigðiMismunandi meðferðarkostir eru í boði fyrir einstaklinga sem greinast með krabbamein og fer meðferðin eftir eðli sjúkdómsins og er sérsniðin að hverjum einstaklingi. Sjúkdómurinn og meðferð hans tekur toll af einstaklingnum og oft eru aukaverkanir töluverðar af meðferð. Þegar kemur að kynheilbrigði einstaklinga er margt sem getur haft áhrif. Sjúkdómur í kynfærum getur valdið breytingum á kynfærunum sjálfum, taugum og/eða blóðflæði. Brottnám brjósts eða eistna, breytt útlit skapabarma eftir aðgerð eða ör á líkamanum geta valdið mikilli vanlíðan. Geta þessar breytingar haft áhrif á sjálfsöryggi og vellíðan og þ.a.l. á líkamsímynd og upplifun einstaklingsins af sér sem kynveru. En meðferð krabbameina sem ekki eru staðsett í kynfærum getur einnig haft veruleg áhrif á líkamsímynd og lífsgæði einstaklinga. Þar má telja þætti eins og þurrk í slímhúð, samgróninga í leggöngum, ristruflanir, getuleysi, verki, hárlos eða hármissi, ógleði, þreytu, þyngdarbreytingar, minni kynlöngun og minni ánægju í kynlífi. Andleg vanlíðan eins og þunglyndi og kvíði geta einnig haft mikil áhrif. Í kjölfar krabbameinsgreiningar getur samband sjúklings við maka breyst. Erfiðleikar í samskiptum, óöryggi og jafnvel hræðsla sjúklingsins eða makans við að gera eitthvað rangt getur komið í veg fyrir eðlilegt samband. Mörg pör eru hrædd við að sýna sambandi sínu og kynlífi áhuga í skugga alvarlegs sjúkdóms. Einstaklingar á barneignaraldri þurfa í ofanálag að takast á við þá staðreynd að þeir geti hugsanlega orðið ófrjóir að meðferð lokinni.UmræðanÍ marga áratugi hefur kynheilbrigði verið viðurkennt sem hluti af heilbrigði einstaklinga og þ.a.l. eitt af því sem heilbrigðisstarfsfólki ber að sinna. Þrátt fyrir það fá þessi málefni ekki næga athygli. Undanfarin ár hefur orðið vakning meðal heilbrigðisstarfsfólks á krabbameinsdeildum Landspítalans varðandi kynheilbrigðismál. Á árunum 2011-2013 sameinaðist hópur fagfólks með stuðningi lyfjafyrirtækjanna Novartis og Sanofi um verkefnið „Kynlíf og krabbamein“. Tilgangur þessa verkefnis var að stuðla að bættri þjónustu við krabbameinssjúklinga og að fræða starfsfólk. Boðið var meðal annars upp á sérhæfða þjónustu kynfræðings fyrir krabbameinssjúklinga sem eiga við kynheilbrigðisvandamál að stríða og er sú þjónusta í boði enn í dag. En betur má ef duga skal, því ennþá virðist þetta umræðuefni vefjast fyrir mörgum, jafnt sjúklingum sem heilbrigðisstarfsfólki. Mikilvægt er þó að hefja umræðuna strax við greiningu því upplýst samþykki sjúklings fyrir meðferð á m.a. að fela í sér fræðslu um áhrif sjúkdóms og meðferðar á kynheilbrigði. VIÐ GETUM – haft áhrif með því að tala um kynheilbrigði, miðlað upplýsingum og verið opin og tilbúin til umræðu ÉG GET – aflað mér upplýsinga og fræðslu frá fagfólki um kynheilbrigði og rætt um þessi mál á opinn hátt við maka minn og þá sem standa mér næst Heimildir: Þóra Þórsdóttir. (2012). Könnun á reynslu hjúkrunarfræðinga og lækna af því að ræða um kynlíf og kynlífsheilbrigði við krabbameinssjúklingahttps://skemman.is/stream/get/1946/12154/30114/1/Þóra_Þórsdóttir.pdfJonsdottir, J. I., Zoëga, S., Saevarsdottir, T., Sverrisdottir, A., Thorsdottir, T., Einarsson, G. V., Gunnarsdottir, S. og Fridriksdottir, N. (2016). Changes in attitudes, practices and barriers among oncology health care professionals regarding sexual health care: Outcomes from a 2-year educational intervention at a University Hospital. European Journal of Oncology Nursing, 21, 24-30. World Cancer Day https://www.worldcancerday.org/Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar