Sjúkraþjálfun sem eflir líkams- og sjálfsvitund Kristín Rós Óladóttir skrifar 18. nóvember 2016 13:32 Aðferð innan sjúkraþjálfunar sem nefnist Basic Body Awareness Therapy er mikið notuð á norðurlöndunum og víðar og hefur margþætt áhrif til bættrar líkamlegrar og andlegar heilsu í gegnum hugmyndafræði og æfingakerfi sem miðar að því að efla sjálfsvitundina. Þeir sem orðið hafa fyrir áföllum sem skilið hafa eftir djúp spor og langvarandi streitu eiga á hættu að rof verði í tengingu hugans við líkamann og innra líf. Tengingu sem er mikilvæg heilsunni því með líkamanum skynjum við bæði ytra og innra áreiti m.a. snertingu og sársauka en einnig birtast tilfinningar okkar sem skynhrif í kroppnum og hugsanir eru nátengdar spennustigi líkamans. Líkamsvitundarvinna eftir langvarandi aftengingu er ekki endilega auðveld og getur vakið ýmis viðbrögð sérstaklega í byrjun. Með því að ræða málin og vinna jafnt og þétt úr því sem kemur upp vaknar oftast á endanum einhverskonar upplifun af því að vera heilsteyptari en áður eða meira “heima” í sjálfri sér. Að fá hjálp við vanda sem skapast við áföll eins og kynferðislegt ofbeldi er ekki þrautalaust ferli á Íslandi. Vöntun er á þverfaglegu úrræði á sjúkrastofnunum landsins og þó Stígamót, Drekaslóð og Aflið á Akureyri vinni ómetanlegt starf er margt sem mætti bæta. Gæfusporin, vísir að þverfaglegu meðferðarúrræði fyrir konur með sögu um kynferðislegt ofbeldi eru starfrækt bæði á Akureyri og í Reykjavík. Þau hafa skilað mörgum í atvinnulíf og nám, jafnvel eftir mörg ár á örorku. Gæfusporin eru ekki á föstu fjárframlagi heldur þarf að eyða töluverðri vinnu á hverju ári við að fjármagna starfsemina. Það að taka þessi mál föstum tökum og byggja upp skilvirka enduhæfingu myndi ekki aðeins bæta lífsgæði margra sem sem eiga það skilið heldur borga sig fyrir þjóðarbúið í minni notkun lyfja og heilbrigðisþjónustu ásamt ávinningi aukinnar vinnufærni þessa hóps fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Aðferð innan sjúkraþjálfunar sem nefnist Basic Body Awareness Therapy er mikið notuð á norðurlöndunum og víðar og hefur margþætt áhrif til bættrar líkamlegrar og andlegar heilsu í gegnum hugmyndafræði og æfingakerfi sem miðar að því að efla sjálfsvitundina. Þeir sem orðið hafa fyrir áföllum sem skilið hafa eftir djúp spor og langvarandi streitu eiga á hættu að rof verði í tengingu hugans við líkamann og innra líf. Tengingu sem er mikilvæg heilsunni því með líkamanum skynjum við bæði ytra og innra áreiti m.a. snertingu og sársauka en einnig birtast tilfinningar okkar sem skynhrif í kroppnum og hugsanir eru nátengdar spennustigi líkamans. Líkamsvitundarvinna eftir langvarandi aftengingu er ekki endilega auðveld og getur vakið ýmis viðbrögð sérstaklega í byrjun. Með því að ræða málin og vinna jafnt og þétt úr því sem kemur upp vaknar oftast á endanum einhverskonar upplifun af því að vera heilsteyptari en áður eða meira “heima” í sjálfri sér. Að fá hjálp við vanda sem skapast við áföll eins og kynferðislegt ofbeldi er ekki þrautalaust ferli á Íslandi. Vöntun er á þverfaglegu úrræði á sjúkrastofnunum landsins og þó Stígamót, Drekaslóð og Aflið á Akureyri vinni ómetanlegt starf er margt sem mætti bæta. Gæfusporin, vísir að þverfaglegu meðferðarúrræði fyrir konur með sögu um kynferðislegt ofbeldi eru starfrækt bæði á Akureyri og í Reykjavík. Þau hafa skilað mörgum í atvinnulíf og nám, jafnvel eftir mörg ár á örorku. Gæfusporin eru ekki á föstu fjárframlagi heldur þarf að eyða töluverðri vinnu á hverju ári við að fjármagna starfsemina. Það að taka þessi mál föstum tökum og byggja upp skilvirka enduhæfingu myndi ekki aðeins bæta lífsgæði margra sem sem eiga það skilið heldur borga sig fyrir þjóðarbúið í minni notkun lyfja og heilbrigðisþjónustu ásamt ávinningi aukinnar vinnufærni þessa hóps fólks.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar