Rannsóknir fyrir raunverulegt val Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Skaðsemi þalata hefur verið þekkt um áratugaskeið. Þó svo að við horfum kannski fyrst og fremst á notkun þalata í einstaka hlutum þá er ekki gerð krafa um innihaldslýsingu eða hættumerkingar á þeim. Með því að nota ekki merkingar þá er neytandanum ekki gefið raunverulegt val um hvort hann vilji taka áhættuna á því að nota vöruna eða ekki. Samkvæmt lögum getur neytandi kallað eftir upplýsingum og hefur seljandinn 45 daga frest til þess að gefa þær upp. Eina leiðin til að hafa eftirlit með þessu er að efnagreina vöruna til að sannreyna hvort hún innihaldi þalöt. Slíkar greiningar eru mjög kostnaðarsamar, því hefur ekki verið ráðist í þær hér á landi. Þetta tel ég vera mjög alvarlegt, sér í lagi vegna þess að hlutur netverslunar á markaðinum fer vaxandi, þ.e. verslun við lönd þar sem talið er að notkun sé meiri á kemískum efnum og ódýrari í stað þeirra sem búið er að prófa enda er kostnaðurinn vegna náttúrulegu og vottuðu efnanna svo mikill við það eftirlit sem þarf. Umhverfisstofnun fylgist með tilkynningum um ólöglegar vörur á evrópskum markaði og niðurstöðum og markaðskönnunum í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir það er ekki endilega staðfest að þær komi frá nákvæmlega sömu aðilum og verið er að versla við í gegnum netverslun. Því miður er löggjöf á þessu sviði meira sniðin að hagsmunum framleiðenda, miklu meira en hagsmunum almennings og neytenda. Myndi það teljast æskilegt að Umhverfisstofnun tæki það að sér öðru hverju að láta efnagreina vörur til að ganga úr skugga um að þær uppfylltu kröfur sem til þeirra eru gerðar. Ég tel að við séum svolítið að kasta þeim möguleika á glæ með því að ákveða að þetta sé allt of kostnaðarsamt. Við höfum ekki einu sinni athugað hvort hægt væri að gera einhverjar stikkprufur. Skaðsemi ákveðinna þalata er þekkt, þau geta t.d. haft áhrif á frjósemi manna. Þá eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum, þau hafa fundist í naghringjum, snuðum, pelum, brjóstapumpum og fleiru sem notað er í kringum börn og við umönnun ungbarna. Ég tel því að þetta sé ekki málefni til þess að gera lítið úr eða reyna að gantast með. Þessi efni eru þrávirk og safnast upp í líkama okkar. Hver er áhættan?Varðandi 45 daga frest framleiðandans til að svara því hvort varan geti verið skaðleg þá er í rauninni óboðlegt að neytandinn þurfi annaðhvort að ákveða að kaupa vöruna og bíða þá í von og óvon um að heyra hvort hún geti valdið honum einhverjum skaða, eða að sleppa því að kaupa vöruna og reyna að leita eitthvert annað eða fara í flóknara ferli. Við erum í rauninni að ýta þessu á undan okkur, rannsóknarvinnan fer ekki fram fyrr en eftir á og bara ef einhver sækist eftir því. Í dag á eftir að rannsaka þúsundir efna. Sjálfri finnst mér góð regla að ef ég þekki ekki tvö eða fleiri innihaldsefni í matvælum sem ég hugsa mér að kaupa, þá sleppi ég því að kaupa þau. Hvað með öll þessi skaðlegu efni sem er að finna t.d. í plastílátum sem við geymum matvæli í? Eigum við ekki rétt á að fá að vita hvað er að finna í þeim? Það er ákveðin hætta sem fólki stafar af þessum efnum í neysluvörunni og meira að segja neysluvörum sem við nýtum á hverjum einasta degi. Það eru nokkrir greinanlegir sjúkdómar sem hægt hefur verið að tengja við þalöt, krabbamein, ofnæmi og ófrjósemi svo dæmi séu tekin. En hvað með alla þá sjúkdóma og einkenni sem við tengjum efnin ekki við eða finnast ekki við einfaldar rannsóknir? Veldur þessi sparnaður þá kannski því að einhverjir einstaklingar í samfélaginu lifa mögulega við skert lífsgæði vegna óafvitandi nálægðar við þessi efni eða neyslu á þeim? Sá kostnaður kemur þá bara í bakið á ríkinu síðar meir. Við ættum frekar að leggjast í rannsóknir, fyrirbyggjandi aðgerðir. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa staðið sig vel í þessum málum, þar gerir fólk sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem þessi efni geta haft og tengja þau því ekki aðeins við umhverfismál heldur einnig velferðarmál. Við skulum ekki vera eina Norðurlandaþjóðin sem gerir lítið úr skaðsemi þessara efna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Skaðsemi þalata hefur verið þekkt um áratugaskeið. Þó svo að við horfum kannski fyrst og fremst á notkun þalata í einstaka hlutum þá er ekki gerð krafa um innihaldslýsingu eða hættumerkingar á þeim. Með því að nota ekki merkingar þá er neytandanum ekki gefið raunverulegt val um hvort hann vilji taka áhættuna á því að nota vöruna eða ekki. Samkvæmt lögum getur neytandi kallað eftir upplýsingum og hefur seljandinn 45 daga frest til þess að gefa þær upp. Eina leiðin til að hafa eftirlit með þessu er að efnagreina vöruna til að sannreyna hvort hún innihaldi þalöt. Slíkar greiningar eru mjög kostnaðarsamar, því hefur ekki verið ráðist í þær hér á landi. Þetta tel ég vera mjög alvarlegt, sér í lagi vegna þess að hlutur netverslunar á markaðinum fer vaxandi, þ.e. verslun við lönd þar sem talið er að notkun sé meiri á kemískum efnum og ódýrari í stað þeirra sem búið er að prófa enda er kostnaðurinn vegna náttúrulegu og vottuðu efnanna svo mikill við það eftirlit sem þarf. Umhverfisstofnun fylgist með tilkynningum um ólöglegar vörur á evrópskum markaði og niðurstöðum og markaðskönnunum í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir það er ekki endilega staðfest að þær komi frá nákvæmlega sömu aðilum og verið er að versla við í gegnum netverslun. Því miður er löggjöf á þessu sviði meira sniðin að hagsmunum framleiðenda, miklu meira en hagsmunum almennings og neytenda. Myndi það teljast æskilegt að Umhverfisstofnun tæki það að sér öðru hverju að láta efnagreina vörur til að ganga úr skugga um að þær uppfylltu kröfur sem til þeirra eru gerðar. Ég tel að við séum svolítið að kasta þeim möguleika á glæ með því að ákveða að þetta sé allt of kostnaðarsamt. Við höfum ekki einu sinni athugað hvort hægt væri að gera einhverjar stikkprufur. Skaðsemi ákveðinna þalata er þekkt, þau geta t.d. haft áhrif á frjósemi manna. Þá eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum, þau hafa fundist í naghringjum, snuðum, pelum, brjóstapumpum og fleiru sem notað er í kringum börn og við umönnun ungbarna. Ég tel því að þetta sé ekki málefni til þess að gera lítið úr eða reyna að gantast með. Þessi efni eru þrávirk og safnast upp í líkama okkar. Hver er áhættan?Varðandi 45 daga frest framleiðandans til að svara því hvort varan geti verið skaðleg þá er í rauninni óboðlegt að neytandinn þurfi annaðhvort að ákveða að kaupa vöruna og bíða þá í von og óvon um að heyra hvort hún geti valdið honum einhverjum skaða, eða að sleppa því að kaupa vöruna og reyna að leita eitthvert annað eða fara í flóknara ferli. Við erum í rauninni að ýta þessu á undan okkur, rannsóknarvinnan fer ekki fram fyrr en eftir á og bara ef einhver sækist eftir því. Í dag á eftir að rannsaka þúsundir efna. Sjálfri finnst mér góð regla að ef ég þekki ekki tvö eða fleiri innihaldsefni í matvælum sem ég hugsa mér að kaupa, þá sleppi ég því að kaupa þau. Hvað með öll þessi skaðlegu efni sem er að finna t.d. í plastílátum sem við geymum matvæli í? Eigum við ekki rétt á að fá að vita hvað er að finna í þeim? Það er ákveðin hætta sem fólki stafar af þessum efnum í neysluvörunni og meira að segja neysluvörum sem við nýtum á hverjum einasta degi. Það eru nokkrir greinanlegir sjúkdómar sem hægt hefur verið að tengja við þalöt, krabbamein, ofnæmi og ófrjósemi svo dæmi séu tekin. En hvað með alla þá sjúkdóma og einkenni sem við tengjum efnin ekki við eða finnast ekki við einfaldar rannsóknir? Veldur þessi sparnaður þá kannski því að einhverjir einstaklingar í samfélaginu lifa mögulega við skert lífsgæði vegna óafvitandi nálægðar við þessi efni eða neyslu á þeim? Sá kostnaður kemur þá bara í bakið á ríkinu síðar meir. Við ættum frekar að leggjast í rannsóknir, fyrirbyggjandi aðgerðir. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa staðið sig vel í þessum málum, þar gerir fólk sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem þessi efni geta haft og tengja þau því ekki aðeins við umhverfismál heldur einnig velferðarmál. Við skulum ekki vera eina Norðurlandaþjóðin sem gerir lítið úr skaðsemi þessara efna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun