Tíu mál sem ættu heima í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Fyrir nýliðnar kosningar settu flestir flokkar fram stefnu um öflugt atvinnulíf, þótt talsverður munur væri á því hvernig hún var útfærð. Það er að sjálfsögðu talsverður áherzlumunur á milli flokkanna um það hvernig þeir vilja nálgast það verkefni eins og önnur. Hins vegar eru ýmis mál sem skipta atvinnulífið miklu og auðvelt ætti að vera að ná pólitískri samstöðu um, nánast sama hvaða flokkar mynda ríkisstjórn. Það þarf bara að muna eftir þeim og halda þeim til haga nú þegar stefna næstu fjögurra ára verður lögð upp í stjórnarmyndunarviðræðum. Stjórn Félags atvinnurekenda hefur því sett á blað tíu atriði, sem myndu bæta hag fyrirtækjanna í landinu, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru, sem oft eru í erfiðri samkeppnisstöðu gagnvart stærri aðilum.Aðhald og ábyrgð í ríkisfjármálum til að styðja við peningamálastefnu Seðlabankans. Stöðugleiki, þar sem verðbólgumarkmið nást og vextir halda áfram að lækka, er stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna.Átak verði gert í því að einfalda regluverk atvinnulífsins og hrinda í framkvæmd áformum um að tilkynningaskylda fyrirtækja komi í stað flókinna og dýrra leyfisveitinga. Sett verði regla um að við innleiðingu Evrópureglna í íslenska löggjöf verði engum íþyngjandi reglum fyrir atvinnulífið bætt við nema með sérstökum rökstuðningi.Búvörusamningar verði endurskoðaðir í breiðri sátt bænda, neytenda og atvinnulífs. Stuðningskerfi landbúnaðarins verði breytt og tollar lækkaðir í samræmi við tillögur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld.Leitað verði leiða til að tryggja aðgengi fiskvinnslu án kvóta eða eigin útgerðar að hráefni til vinnslu. Stefna ætti að afnámi tvöfaldrar verðmyndunar í sjávarútvegi, meðal annars með því að lögfesta milliverðlagningarreglur um innri viðskipti lóðrétt samþættra útgerðar- og vinnslufyrirtækja.Haldið verði áfram að lækka tryggingagjald fyrirtækja í áföngum.Eftirlitsgjöld sem ríkið leggur á fyrirtæki verði tekin til heildarendurskoðunar. Gjaldtakan af hverju fyrirtæki fyrir sig endurspegli raunkostnað við eftirlitið sem að því beinist.Gert verði átak í því að ríkisstofnanir fari að lögum um opinber innkaup og bjóði út kaup á vörum og þjónustu.Stjórnvöld fari að tilmælum Samkeppniseftirlitsins um að afnema samkeppnishömlur, til dæmis í landbúnaði, sjávarútvegi og millilandaflugi. Samkeppniseftirlitið verði eflt. Tekið verði upp samkeppnismat að tillögu OECD.Hömlur verði settar á samkeppni ríkisfyrirtækja á borð við Isavia og Íslandspóst við einkarekin fyrirtæki.Átak verði gert í gerð fríverslunarsamninga við önnur ríki, ýmist tvíhliða eða á vettvangi EFTA Öll þessi mál ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Formaður FA hefur sent öllum flokkunum á þingi bréf til að vekja athygli á þeim. Í mörg þeirra var almennt vel tekið á opnum fundum FA með frambjóðendum fyrir kosningarnar. Allar þessar tillögur stuðla að því að efla verðmætasköpun atvinnulífsins, sem stendur undir kostnaði ríkisins við löggæzlu, menntakerfi og heilbrigðisþjónustu, svo dæmi séu tekin. Kröfurnar um aukin útgjöld á þeim sviðum eru háværar, en stjórnmálamennirnir mega ekki gleyma hvaðan peningarnir til góðra verka koma. Hagsmunum fyrirtækjanna þarf að halda til haga þegar flokkarnir ná saman um samstarfsgrundvöll. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nýliðnar kosningar settu flestir flokkar fram stefnu um öflugt atvinnulíf, þótt talsverður munur væri á því hvernig hún var útfærð. Það er að sjálfsögðu talsverður áherzlumunur á milli flokkanna um það hvernig þeir vilja nálgast það verkefni eins og önnur. Hins vegar eru ýmis mál sem skipta atvinnulífið miklu og auðvelt ætti að vera að ná pólitískri samstöðu um, nánast sama hvaða flokkar mynda ríkisstjórn. Það þarf bara að muna eftir þeim og halda þeim til haga nú þegar stefna næstu fjögurra ára verður lögð upp í stjórnarmyndunarviðræðum. Stjórn Félags atvinnurekenda hefur því sett á blað tíu atriði, sem myndu bæta hag fyrirtækjanna í landinu, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru, sem oft eru í erfiðri samkeppnisstöðu gagnvart stærri aðilum.Aðhald og ábyrgð í ríkisfjármálum til að styðja við peningamálastefnu Seðlabankans. Stöðugleiki, þar sem verðbólgumarkmið nást og vextir halda áfram að lækka, er stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna.Átak verði gert í því að einfalda regluverk atvinnulífsins og hrinda í framkvæmd áformum um að tilkynningaskylda fyrirtækja komi í stað flókinna og dýrra leyfisveitinga. Sett verði regla um að við innleiðingu Evrópureglna í íslenska löggjöf verði engum íþyngjandi reglum fyrir atvinnulífið bætt við nema með sérstökum rökstuðningi.Búvörusamningar verði endurskoðaðir í breiðri sátt bænda, neytenda og atvinnulífs. Stuðningskerfi landbúnaðarins verði breytt og tollar lækkaðir í samræmi við tillögur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld.Leitað verði leiða til að tryggja aðgengi fiskvinnslu án kvóta eða eigin útgerðar að hráefni til vinnslu. Stefna ætti að afnámi tvöfaldrar verðmyndunar í sjávarútvegi, meðal annars með því að lögfesta milliverðlagningarreglur um innri viðskipti lóðrétt samþættra útgerðar- og vinnslufyrirtækja.Haldið verði áfram að lækka tryggingagjald fyrirtækja í áföngum.Eftirlitsgjöld sem ríkið leggur á fyrirtæki verði tekin til heildarendurskoðunar. Gjaldtakan af hverju fyrirtæki fyrir sig endurspegli raunkostnað við eftirlitið sem að því beinist.Gert verði átak í því að ríkisstofnanir fari að lögum um opinber innkaup og bjóði út kaup á vörum og þjónustu.Stjórnvöld fari að tilmælum Samkeppniseftirlitsins um að afnema samkeppnishömlur, til dæmis í landbúnaði, sjávarútvegi og millilandaflugi. Samkeppniseftirlitið verði eflt. Tekið verði upp samkeppnismat að tillögu OECD.Hömlur verði settar á samkeppni ríkisfyrirtækja á borð við Isavia og Íslandspóst við einkarekin fyrirtæki.Átak verði gert í gerð fríverslunarsamninga við önnur ríki, ýmist tvíhliða eða á vettvangi EFTA Öll þessi mál ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Formaður FA hefur sent öllum flokkunum á þingi bréf til að vekja athygli á þeim. Í mörg þeirra var almennt vel tekið á opnum fundum FA með frambjóðendum fyrir kosningarnar. Allar þessar tillögur stuðla að því að efla verðmætasköpun atvinnulífsins, sem stendur undir kostnaði ríkisins við löggæzlu, menntakerfi og heilbrigðisþjónustu, svo dæmi séu tekin. Kröfurnar um aukin útgjöld á þeim sviðum eru háværar, en stjórnmálamennirnir mega ekki gleyma hvaðan peningarnir til góðra verka koma. Hagsmunum fyrirtækjanna þarf að halda til haga þegar flokkarnir ná saman um samstarfsgrundvöll. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun