Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 20-23 | Toppliðið komið áfram Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllinni skrifar 8. nóvember 2016 22:00 Steinunn Björnsdóttir skorar hér eitt marka sinna. Vísir/Eyþór Fram er komið í 8-liða úrslit Coca Cola- bikars kvenna eftir þriggja marka sigur, 20-23, á Val í Valshöllinni í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fram er því enn taplaust í vetur en liðið situr á toppi Olís-deildar kvenna með 15 stig af 16 mögulegum. Fram var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum í kvöld. Sóknarleikurinn var misjafn en vörnin var sterk og Guðrún Ósk Maríasdóttir frábær í markinu. Hún varði alls 26 skot, eða 57% þeirra skota sem hún fékk á sig. Fram byrjaði leikinn miklu betur. Guðrún Ósk varði átta skot á fyrstu tíu mínútum leiksins og Diana Satkauskaite virtist sú eina sem gat skorað í liði Vals. Ragnheiður Júlíusdóttir kom Fram í 2-5 eftir tíu mínútna leik en þá kom frábær kafli hjá Val sem náði forystunni eftir að hafa skorað fjögur mörk í röð. Ástrós Anna Bender hrökk í gang á þessum kafla og varði m.a. fjögur skot frá leikmönnum Fram í röð. Þessi efnilegi markvörður varði alls tíu skot í fyrri hálfleik (45%) en Guðrún Ósk var með 13 skot (52%) hjá Fram. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12. Valur byrjaði seinni hálfleikinn ívið betur og spilaði mjög öfluga vörn sem Fram átti í vandræðum með að leysa. Í stöðunni 15-15 fékk Framliðið tvær brottvísanir með skömmu millibili. En í staðinn fyrir að Valur næði forskotinu hélt Fram jöfnu, 0-0, þegar þær voru fjórar á móti sex. Guðrún Ósk reyndist sérstaklega mikilvæg á þeim kafla en hún varði þrisvar sinnum úr góðum færum frá leikmönnum Vals. Eftir þennan slæma kafla fjaraði undan leik Vals og Fram tók fram úr. Varnarleikur gestanna var gríðarlega öflugur og það kom betri taktur í sóknarleikinn. Framliðið var yfirvegað á lokakaflanum og tryggði sér þriggja marka sigur, 20-23, og farseðilinn í 8-liða úrslit bikarkeppninnar. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með sex mörk. Guðrún Ósk var sem áður sagði frábær í markinu og Steinunn Björnsdóttir átti sömuleiðis stórleik; skoraði fimm mörk, fiskaði þrjú vítaköst og var sterk í vörninni. Hjá Val var Diana í sérflokki en hún skoraði níu mörk, eða nær helming marka liðsins. Ástrós Anna átti svo flottan leik í markinu með 20 bolta varða (47%).Alfreð: Flottur handboltaleikur tveggja góðra liða Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, átti erfitt með að setja fingur á það hvað klikkaði hjá liðinu gegn Fram í kvöld. „Það er erfitt að nefna eitt atriði. Auðveldasta útskýringin er þegar við vorum sex á móti fjórum klikkuðum við á þremur góðum færum. Það var súrt í broti eftir flottan leik fram að því,“ sagði Alfreð sem var á heildina litið sáttur með leik Vals í kvöld. „Við ætluðum okkur of mikið í byrjun og það var smá stress í liðinu. Svo stilltum við miðið aðeins og okkur leið betur inni á vellinum. Þetta var flottur handboltaleikur tveggja góðra liða,“ sagði Alfreð. „Það er kannski hægt að segja að við hikuðum aðeins í árásunum okkar í seinni hálfleik, eins og við gerðum það vel í þeim fyrri.“ Alfreð segir að Valur hafi tapað fyrir mjög sterku liði Fram í kvöld. „Fram gekk aðeins á lagið. Þær hafa verið mjög sterkar andlega í haust og unnið svona jafna leiki. Því miður fyrir okkur héldu þær því áfram og bara vel gert hjá þeim,“ sagði þjálfarinn að endingu.Stefán: Skiptir öllu að vera komin áfram Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, var eðlilega sáttur við sigurinn á Val og sætið í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Mér fannst við spila betur í fyrri hálfleik. Valur var svo sterkari fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og var tveimur fleiri í stöðunni 15-15. Þá ver Guðrún [Ósk Maríasdóttir] þrisvar sinnum frábærlega og það hjálpaði okkur. Eftir það vorum við betri aðilinn og áttum þetta skilið,“ sagði Stefán. Fram skoraði aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks og var í miklum vandræðum í sókninni. En hvað breyttist svo? „Við spiluðum aðeins sjö á móti sex, það kom meira flot á boltann og við sóttum betur á þetta. Við erum gott sóknarlið og vissum það. Það skiptir öllu að vera komin áfram,“ sagði Stefán sem hrósaði varnarleik Fram á lokakafla leiksins. „Við vorum ekki nógu ánægð með hann í fyrri hálfleik en hann var frábær síðustu 20 mínúturnar,“ sagði þjálfarinn sem er að vonum kátur með gott gengi síns liðs það sem af er tímabili. „Ég er ótrúlega ánægður með gengið. Þessi bikarleikur var mjög hættulegur en ég er mjög með að vera kominn áfram.“Alfreð Örn Finnsson.Vísir/EyþórStefán Arnarsson, þjálfari Fram.Vísir/Eyþór Olís-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Sjá meira
Fram er komið í 8-liða úrslit Coca Cola- bikars kvenna eftir þriggja marka sigur, 20-23, á Val í Valshöllinni í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fram er því enn taplaust í vetur en liðið situr á toppi Olís-deildar kvenna með 15 stig af 16 mögulegum. Fram var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum í kvöld. Sóknarleikurinn var misjafn en vörnin var sterk og Guðrún Ósk Maríasdóttir frábær í markinu. Hún varði alls 26 skot, eða 57% þeirra skota sem hún fékk á sig. Fram byrjaði leikinn miklu betur. Guðrún Ósk varði átta skot á fyrstu tíu mínútum leiksins og Diana Satkauskaite virtist sú eina sem gat skorað í liði Vals. Ragnheiður Júlíusdóttir kom Fram í 2-5 eftir tíu mínútna leik en þá kom frábær kafli hjá Val sem náði forystunni eftir að hafa skorað fjögur mörk í röð. Ástrós Anna Bender hrökk í gang á þessum kafla og varði m.a. fjögur skot frá leikmönnum Fram í röð. Þessi efnilegi markvörður varði alls tíu skot í fyrri hálfleik (45%) en Guðrún Ósk var með 13 skot (52%) hjá Fram. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12. Valur byrjaði seinni hálfleikinn ívið betur og spilaði mjög öfluga vörn sem Fram átti í vandræðum með að leysa. Í stöðunni 15-15 fékk Framliðið tvær brottvísanir með skömmu millibili. En í staðinn fyrir að Valur næði forskotinu hélt Fram jöfnu, 0-0, þegar þær voru fjórar á móti sex. Guðrún Ósk reyndist sérstaklega mikilvæg á þeim kafla en hún varði þrisvar sinnum úr góðum færum frá leikmönnum Vals. Eftir þennan slæma kafla fjaraði undan leik Vals og Fram tók fram úr. Varnarleikur gestanna var gríðarlega öflugur og það kom betri taktur í sóknarleikinn. Framliðið var yfirvegað á lokakaflanum og tryggði sér þriggja marka sigur, 20-23, og farseðilinn í 8-liða úrslit bikarkeppninnar. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með sex mörk. Guðrún Ósk var sem áður sagði frábær í markinu og Steinunn Björnsdóttir átti sömuleiðis stórleik; skoraði fimm mörk, fiskaði þrjú vítaköst og var sterk í vörninni. Hjá Val var Diana í sérflokki en hún skoraði níu mörk, eða nær helming marka liðsins. Ástrós Anna átti svo flottan leik í markinu með 20 bolta varða (47%).Alfreð: Flottur handboltaleikur tveggja góðra liða Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, átti erfitt með að setja fingur á það hvað klikkaði hjá liðinu gegn Fram í kvöld. „Það er erfitt að nefna eitt atriði. Auðveldasta útskýringin er þegar við vorum sex á móti fjórum klikkuðum við á þremur góðum færum. Það var súrt í broti eftir flottan leik fram að því,“ sagði Alfreð sem var á heildina litið sáttur með leik Vals í kvöld. „Við ætluðum okkur of mikið í byrjun og það var smá stress í liðinu. Svo stilltum við miðið aðeins og okkur leið betur inni á vellinum. Þetta var flottur handboltaleikur tveggja góðra liða,“ sagði Alfreð. „Það er kannski hægt að segja að við hikuðum aðeins í árásunum okkar í seinni hálfleik, eins og við gerðum það vel í þeim fyrri.“ Alfreð segir að Valur hafi tapað fyrir mjög sterku liði Fram í kvöld. „Fram gekk aðeins á lagið. Þær hafa verið mjög sterkar andlega í haust og unnið svona jafna leiki. Því miður fyrir okkur héldu þær því áfram og bara vel gert hjá þeim,“ sagði þjálfarinn að endingu.Stefán: Skiptir öllu að vera komin áfram Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, var eðlilega sáttur við sigurinn á Val og sætið í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Mér fannst við spila betur í fyrri hálfleik. Valur var svo sterkari fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og var tveimur fleiri í stöðunni 15-15. Þá ver Guðrún [Ósk Maríasdóttir] þrisvar sinnum frábærlega og það hjálpaði okkur. Eftir það vorum við betri aðilinn og áttum þetta skilið,“ sagði Stefán. Fram skoraði aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks og var í miklum vandræðum í sókninni. En hvað breyttist svo? „Við spiluðum aðeins sjö á móti sex, það kom meira flot á boltann og við sóttum betur á þetta. Við erum gott sóknarlið og vissum það. Það skiptir öllu að vera komin áfram,“ sagði Stefán sem hrósaði varnarleik Fram á lokakafla leiksins. „Við vorum ekki nógu ánægð með hann í fyrri hálfleik en hann var frábær síðustu 20 mínúturnar,“ sagði þjálfarinn sem er að vonum kátur með gott gengi síns liðs það sem af er tímabili. „Ég er ótrúlega ánægður með gengið. Þessi bikarleikur var mjög hættulegur en ég er mjög með að vera kominn áfram.“Alfreð Örn Finnsson.Vísir/EyþórStefán Arnarsson, þjálfari Fram.Vísir/Eyþór
Olís-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti