Enn mesta ríki heims Lars Christensen skrifar 9. nóvember 2016 09:00 Í dag getum við verið viss um að næstum helmingur allra bandarískra kjósenda sé mjög vonsvikinn eða jafnvel reiður og að hinn helmingurinn sé ekkert sérstaklega ánægður heldur, jafnvel þótt „hans“ frambjóðandi hafi unnið í gær. Staðreyndin er sú að bæði Hillary Clinton og Donald Trump hafa verið einstaklega óvinsælir frambjóðendur svo það er sama hvort þeirra hefur unnið í gær, það er ólíklegt að það hafi sameinað Bandaríkjamenn og fært þeim mikla hamingju. Svo það er auðvelt að örvænta. En ef við gleymum fjögurra ára kosningahringnum og horfum aðeins lengra fram á við, yfir næsta áratug eða tvo, þá er ástæða til að vera miklu bjartsýnni.Bandaríkin endurskapa sig alltafSíðan sjálfstæði var lýst yfir 1776 hafa Bandaríkin farið upp og niður efnahagslega, félagslega og pólitískt. Þau hafa lifað af blóðuga borgarastyrjöld og tvær heimsstyrjaldir, Watergate og 11. september. Þrátt fyrir allt þetta er bandaríska hagkerfið enn stærsta og farsælasta hagkerfi veraldarsögunnar. Ekkert annað land í heiminum hefur skapað meiri auð. Ekkert annað land hefur átt fleiri Nóbelsverðlaunahafa. Ekkert annað land í heiminum kemst nálægt þeim – sama hvaða efnahagslegu mælikvarða við notum. Það eru í raun litlar líkur á því að eitthvert annað hagkerfi í heiminum verði stærra en það bandaríska á okkar líftíma. Vissulega hefur Kína saxað hratt á forskotið síðustu þrjá áratugina, en mælt í Bandaríkjadölum er bandaríska hagkerfið enn næstum tvöfalt stærra en það kínverska og þótt Kína haldi í einhvern tíma áfram að vinna á eru miklar líkur á að Kína verði gamalt áður en landið verður ríkt. Þannig hefur Kína mjög sterkan lýðfræðilegan mótbyr – eins og við höfum séð í Japan síðustu 20 árin. Svo jafnvel þótt Bandaríkin hafi einnig lýðfræðilegan mótbyr þá endurskapar landið sig alltaf. Það heldur alltaf áfram að vaxa og þróast. Lítið bara á bandaríska verðbréfamarkaðinn. Sum stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum – fyrirtæki eins og Google, Apple og Uber – hafa verið sett á stofn á síðustu 1-2 áratugum. Og mörg þessara fyrirtækja hafa verið stofnuð af innflytjendum með litla eða enga menntun sem hafa komið til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugdjörfu í leit að lífi, frelsi og hamingju. Og þetta er leyndarmálið á bak við árangurssögu bandaríska hagkerfisins – kapítalískt kerfi þar sem allir geta náð árangri – með mikilli vinnu og auðvitað talsverðri heppni. Staðreyndin er sú að það mikilvæga á bak við langtímavelgengni bandaríska hagkerfisins er ekki hvort forsetinn heitir Trump eða Clinton, heldur hið einstaka stofnanaskipulag sem tryggir réttarríkið og heldur aftur af pólitíkinni. Kerfi sem byggist í grundvallaratriðum á frjálsum markaði. Það eru vissulega margir gallar á bandaríska kerfinu og það má með réttu gagnrýna það fyrir marga hluti – bæði frá sjónarmiði sósíalista og frá sjónarhóli hins frjálsa markaðar. En spyrjið hvaða fátækling sem er í þróunarríkjum Afríku eða Asíu hvar hann vildi helst búa og flestir þeirra munu ekki hika við að segjast vilja búa í Bandaríkjum Norður-Ameríku frekar en nokkrum öðrum stað í heiminum. Og það er þess vegna sem Bandaríkjamenn ættu að fagna í dag – þeir eru enn öfundaðir af heiminum og þeir búa enn, líka eftir gærdaginn, í stórkostlegasta landi í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í dag getum við verið viss um að næstum helmingur allra bandarískra kjósenda sé mjög vonsvikinn eða jafnvel reiður og að hinn helmingurinn sé ekkert sérstaklega ánægður heldur, jafnvel þótt „hans“ frambjóðandi hafi unnið í gær. Staðreyndin er sú að bæði Hillary Clinton og Donald Trump hafa verið einstaklega óvinsælir frambjóðendur svo það er sama hvort þeirra hefur unnið í gær, það er ólíklegt að það hafi sameinað Bandaríkjamenn og fært þeim mikla hamingju. Svo það er auðvelt að örvænta. En ef við gleymum fjögurra ára kosningahringnum og horfum aðeins lengra fram á við, yfir næsta áratug eða tvo, þá er ástæða til að vera miklu bjartsýnni.Bandaríkin endurskapa sig alltafSíðan sjálfstæði var lýst yfir 1776 hafa Bandaríkin farið upp og niður efnahagslega, félagslega og pólitískt. Þau hafa lifað af blóðuga borgarastyrjöld og tvær heimsstyrjaldir, Watergate og 11. september. Þrátt fyrir allt þetta er bandaríska hagkerfið enn stærsta og farsælasta hagkerfi veraldarsögunnar. Ekkert annað land í heiminum hefur skapað meiri auð. Ekkert annað land hefur átt fleiri Nóbelsverðlaunahafa. Ekkert annað land í heiminum kemst nálægt þeim – sama hvaða efnahagslegu mælikvarða við notum. Það eru í raun litlar líkur á því að eitthvert annað hagkerfi í heiminum verði stærra en það bandaríska á okkar líftíma. Vissulega hefur Kína saxað hratt á forskotið síðustu þrjá áratugina, en mælt í Bandaríkjadölum er bandaríska hagkerfið enn næstum tvöfalt stærra en það kínverska og þótt Kína haldi í einhvern tíma áfram að vinna á eru miklar líkur á að Kína verði gamalt áður en landið verður ríkt. Þannig hefur Kína mjög sterkan lýðfræðilegan mótbyr – eins og við höfum séð í Japan síðustu 20 árin. Svo jafnvel þótt Bandaríkin hafi einnig lýðfræðilegan mótbyr þá endurskapar landið sig alltaf. Það heldur alltaf áfram að vaxa og þróast. Lítið bara á bandaríska verðbréfamarkaðinn. Sum stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum – fyrirtæki eins og Google, Apple og Uber – hafa verið sett á stofn á síðustu 1-2 áratugum. Og mörg þessara fyrirtækja hafa verið stofnuð af innflytjendum með litla eða enga menntun sem hafa komið til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugdjörfu í leit að lífi, frelsi og hamingju. Og þetta er leyndarmálið á bak við árangurssögu bandaríska hagkerfisins – kapítalískt kerfi þar sem allir geta náð árangri – með mikilli vinnu og auðvitað talsverðri heppni. Staðreyndin er sú að það mikilvæga á bak við langtímavelgengni bandaríska hagkerfisins er ekki hvort forsetinn heitir Trump eða Clinton, heldur hið einstaka stofnanaskipulag sem tryggir réttarríkið og heldur aftur af pólitíkinni. Kerfi sem byggist í grundvallaratriðum á frjálsum markaði. Það eru vissulega margir gallar á bandaríska kerfinu og það má með réttu gagnrýna það fyrir marga hluti – bæði frá sjónarmiði sósíalista og frá sjónarhóli hins frjálsa markaðar. En spyrjið hvaða fátækling sem er í þróunarríkjum Afríku eða Asíu hvar hann vildi helst búa og flestir þeirra munu ekki hika við að segjast vilja búa í Bandaríkjum Norður-Ameríku frekar en nokkrum öðrum stað í heiminum. Og það er þess vegna sem Bandaríkjamenn ættu að fagna í dag – þeir eru enn öfundaðir af heiminum og þeir búa enn, líka eftir gærdaginn, í stórkostlegasta landi í heimi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar