Kennsla - geggjaðasta listgreinin Kristín Valsdóttir skrifar 20. október 2016 00:00 Fyrirsögnin hér að ofan er þekkt tilvitnun frá Magnúsi Pálssyni, myndlistarmanni og kennara til margra ára og eftir honum hefur verið haft að listkennsla sé jafnmikil list og önnur listsköpun. Hún krefjist jafn mikils sköpunarkrafts og þróttar og öll list. Þegar þrengir að í skólakerfinu virðist það ófrávíkjanleg regla að skorið er niður í list- og verkgreinakennslu. Sú hugmynd sem var viðloðandi list- og verkgreinar þegar ég var í grunnskóla og birtist í orðinu „aukagreinar“ er ótrúlega lífseig í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir öllum greinum og mikilvægi þess að læra að lesa, skrifa og reikna þá er mikilvægi þess að tjá sig og vinna á skapandi hátt ekki síður mikilvæg. Ekki síst í ljósi þess samfélags sem við búum í og breytist örar en nokkru sinni fyrr. Daglega birtist ný tækni og nýjar hugmyndir sem við þurfum að takast á við. Nám og kennsla verður að efla skapandi og lausnamiðaða hugsun nemenda. Ef við viljum undirbúa nemendur undir líf og starf verðum við að þroska með þeim leiðir til að takast á við síbreytilegan heim. Það verður ekki síst gert í gegnum vinnuaðferðir lista þar sem lagt er í óvissuferð og lokaniðurstaðan ekki endilega ljós fyrirfram. Börnin okkar þurfa þjálfun til að þora að taka áskorunum, reyna á sjálf sig og treysta innsæinu. Að læra það er gulls ígildi fyrir hvern sem er og nýtist við hvaða aðstæður sem er. Fyrir tveimur árum rakst ég á grein eftir bandarískan geimflaugaverkfræðing sem hafði unnið hjá NASA við hönnun á næstu kynslóð geimflauga. Meðfram vinnu sinni hafði hann tekið að sér kennslu ungmenna sem ekki hafði verið úthlutað stóra vinningnum í lífinu. Yfirskrift greinarinnar var Kennsla er engin geimvísindi, hún er miklu flóknari. Ástæða þessarar yfirskriftar skýrði hann m.a. með því að þegar hann væri að leysa verkfræðilegar þrautir þá notaði hann heilann. Þegar hann væri að kenna þyrfti hann hins vegar á öllu sínu að halda. Með hans orðum: „I use my entire being—everything I have.“Svolítið eins og listsköpun Ég gleðst yfir hverjum listamanni sem gerist kennari. Ég gleðst fyrir hönd barnanna að fá vel menntaða listamenn inn í skólastarfið sem með sérþekkingu sinni og vinnulagi geta stuðlað að fjölbreyttum kennsluháttum og innsýn inn í heim lista. Á sama tíma verðum við að sameinast um framtíð barnanna okkar og gera stórátak í skólamálum, þar með talið menntun kennara með ólíkan bakgrunn. Fyrsta skrefið í þá átt er að fella niður skólagjöld í Listaháskóla Íslands. Listkennari sem útskrifast með meistaragráðu frá Listaháskólanum hefur á núviðri greitt um 2,5 milljónir fyrir sitt fimm ára nám. Kennarar útskrifaðir frá HÍ og HA greiða 450 þúsund fyrir sitt meistaranám. Þetta er ekki jafnræði til náms, hvorki fyrir kennaranemana né tilvonandi nemendur þeirra. Framtíð okkar sem samfélags er í húfi. Öll viljum við búa börnunum okkar góð menntunarskilyrði. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það er krafa okkar að stjórnvöld setji mennta- og menningarmál í flokk forgangsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin hér að ofan er þekkt tilvitnun frá Magnúsi Pálssyni, myndlistarmanni og kennara til margra ára og eftir honum hefur verið haft að listkennsla sé jafnmikil list og önnur listsköpun. Hún krefjist jafn mikils sköpunarkrafts og þróttar og öll list. Þegar þrengir að í skólakerfinu virðist það ófrávíkjanleg regla að skorið er niður í list- og verkgreinakennslu. Sú hugmynd sem var viðloðandi list- og verkgreinar þegar ég var í grunnskóla og birtist í orðinu „aukagreinar“ er ótrúlega lífseig í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir öllum greinum og mikilvægi þess að læra að lesa, skrifa og reikna þá er mikilvægi þess að tjá sig og vinna á skapandi hátt ekki síður mikilvæg. Ekki síst í ljósi þess samfélags sem við búum í og breytist örar en nokkru sinni fyrr. Daglega birtist ný tækni og nýjar hugmyndir sem við þurfum að takast á við. Nám og kennsla verður að efla skapandi og lausnamiðaða hugsun nemenda. Ef við viljum undirbúa nemendur undir líf og starf verðum við að þroska með þeim leiðir til að takast á við síbreytilegan heim. Það verður ekki síst gert í gegnum vinnuaðferðir lista þar sem lagt er í óvissuferð og lokaniðurstaðan ekki endilega ljós fyrirfram. Börnin okkar þurfa þjálfun til að þora að taka áskorunum, reyna á sjálf sig og treysta innsæinu. Að læra það er gulls ígildi fyrir hvern sem er og nýtist við hvaða aðstæður sem er. Fyrir tveimur árum rakst ég á grein eftir bandarískan geimflaugaverkfræðing sem hafði unnið hjá NASA við hönnun á næstu kynslóð geimflauga. Meðfram vinnu sinni hafði hann tekið að sér kennslu ungmenna sem ekki hafði verið úthlutað stóra vinningnum í lífinu. Yfirskrift greinarinnar var Kennsla er engin geimvísindi, hún er miklu flóknari. Ástæða þessarar yfirskriftar skýrði hann m.a. með því að þegar hann væri að leysa verkfræðilegar þrautir þá notaði hann heilann. Þegar hann væri að kenna þyrfti hann hins vegar á öllu sínu að halda. Með hans orðum: „I use my entire being—everything I have.“Svolítið eins og listsköpun Ég gleðst yfir hverjum listamanni sem gerist kennari. Ég gleðst fyrir hönd barnanna að fá vel menntaða listamenn inn í skólastarfið sem með sérþekkingu sinni og vinnulagi geta stuðlað að fjölbreyttum kennsluháttum og innsýn inn í heim lista. Á sama tíma verðum við að sameinast um framtíð barnanna okkar og gera stórátak í skólamálum, þar með talið menntun kennara með ólíkan bakgrunn. Fyrsta skrefið í þá átt er að fella niður skólagjöld í Listaháskóla Íslands. Listkennari sem útskrifast með meistaragráðu frá Listaháskólanum hefur á núviðri greitt um 2,5 milljónir fyrir sitt fimm ára nám. Kennarar útskrifaðir frá HÍ og HA greiða 450 þúsund fyrir sitt meistaranám. Þetta er ekki jafnræði til náms, hvorki fyrir kennaranemana né tilvonandi nemendur þeirra. Framtíð okkar sem samfélags er í húfi. Öll viljum við búa börnunum okkar góð menntunarskilyrði. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það er krafa okkar að stjórnvöld setji mennta- og menningarmál í flokk forgangsmála.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun