Guðmundur í biðstöðu hjá Dönunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. október 2016 13:30 Frá vinstri eru Christensen, Guðmundur og Wilbek. Vísir/Getty Samningur Guðmundar Guðmundssonar við danska handknattleikssambandið rennur út næsta sumar og hafa viðræður um nýjan samning dregist á langinn. Guðmundur gerði danska karlalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum í sumar. Skömmu eftir sigurinn í Ríó kom hins vegar í ljós að Ulrik Wilbek, íþróttastjóri danska sambandsins og fyrrverandi landsliðsþjálfari, fundaði með leikmönnum á meðan leikunum stóð um stöðu Guðmundar. Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Málið vakti mikla athygli í dönskum fjölmiðlum en margir þeirra túlkuðu málið sem svo að Wilbek hefði viljað losna við Guðmund úr starfi á meðan leikunum stóð. Stuttu síðar ákvað Wilbek að segja upp starfi sínu hjá danska handknattleikssambandinu sem hefur ekki enn gengið frá ráðningu nýs íþróttastjóra. Morten Stig Christensen, framkvæmdastjóri þess, segir í samtali við danska fjölmiðla að hann vilji ekki tjá sig um stöðuna á samningsviðræðum við Guðmund í fjölmiðlum. Hann sagði þó að mögulegt væri að samningsmál Guðmundar myndi lenda á borði nýs íþróttastjóra en það færi alfarið eftir því hversu mikinn tíma það myndi taka að finna rétta manninn í starfið. Sjálfur segist Guðmundur vera hinn rólegasti yfir öllu saman. „Ég hef rætt við Morten Stig Christensen og við ætlum að funda um framtíðina annað hvort í lok október eða í byrjun nóvember,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 í Danmörku. Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins segir að Wilbek hafi sjálfur ákveðið að stíga til hliðar. 30. ágúst 2016 11:00 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Samningur Guðmundar Guðmundssonar við danska handknattleikssambandið rennur út næsta sumar og hafa viðræður um nýjan samning dregist á langinn. Guðmundur gerði danska karlalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum í sumar. Skömmu eftir sigurinn í Ríó kom hins vegar í ljós að Ulrik Wilbek, íþróttastjóri danska sambandsins og fyrrverandi landsliðsþjálfari, fundaði með leikmönnum á meðan leikunum stóð um stöðu Guðmundar. Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Málið vakti mikla athygli í dönskum fjölmiðlum en margir þeirra túlkuðu málið sem svo að Wilbek hefði viljað losna við Guðmund úr starfi á meðan leikunum stóð. Stuttu síðar ákvað Wilbek að segja upp starfi sínu hjá danska handknattleikssambandinu sem hefur ekki enn gengið frá ráðningu nýs íþróttastjóra. Morten Stig Christensen, framkvæmdastjóri þess, segir í samtali við danska fjölmiðla að hann vilji ekki tjá sig um stöðuna á samningsviðræðum við Guðmund í fjölmiðlum. Hann sagði þó að mögulegt væri að samningsmál Guðmundar myndi lenda á borði nýs íþróttastjóra en það færi alfarið eftir því hversu mikinn tíma það myndi taka að finna rétta manninn í starfið. Sjálfur segist Guðmundur vera hinn rólegasti yfir öllu saman. „Ég hef rætt við Morten Stig Christensen og við ætlum að funda um framtíðina annað hvort í lok október eða í byrjun nóvember,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 í Danmörku.
Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins segir að Wilbek hafi sjálfur ákveðið að stíga til hliðar. 30. ágúst 2016 11:00 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03
Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins segir að Wilbek hafi sjálfur ákveðið að stíga til hliðar. 30. ágúst 2016 11:00
Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30