Guðmundur í biðstöðu hjá Dönunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. október 2016 13:30 Frá vinstri eru Christensen, Guðmundur og Wilbek. Vísir/Getty Samningur Guðmundar Guðmundssonar við danska handknattleikssambandið rennur út næsta sumar og hafa viðræður um nýjan samning dregist á langinn. Guðmundur gerði danska karlalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum í sumar. Skömmu eftir sigurinn í Ríó kom hins vegar í ljós að Ulrik Wilbek, íþróttastjóri danska sambandsins og fyrrverandi landsliðsþjálfari, fundaði með leikmönnum á meðan leikunum stóð um stöðu Guðmundar. Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Málið vakti mikla athygli í dönskum fjölmiðlum en margir þeirra túlkuðu málið sem svo að Wilbek hefði viljað losna við Guðmund úr starfi á meðan leikunum stóð. Stuttu síðar ákvað Wilbek að segja upp starfi sínu hjá danska handknattleikssambandinu sem hefur ekki enn gengið frá ráðningu nýs íþróttastjóra. Morten Stig Christensen, framkvæmdastjóri þess, segir í samtali við danska fjölmiðla að hann vilji ekki tjá sig um stöðuna á samningsviðræðum við Guðmund í fjölmiðlum. Hann sagði þó að mögulegt væri að samningsmál Guðmundar myndi lenda á borði nýs íþróttastjóra en það færi alfarið eftir því hversu mikinn tíma það myndi taka að finna rétta manninn í starfið. Sjálfur segist Guðmundur vera hinn rólegasti yfir öllu saman. „Ég hef rætt við Morten Stig Christensen og við ætlum að funda um framtíðina annað hvort í lok október eða í byrjun nóvember,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 í Danmörku. Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins segir að Wilbek hafi sjálfur ákveðið að stíga til hliðar. 30. ágúst 2016 11:00 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Sjá meira
Samningur Guðmundar Guðmundssonar við danska handknattleikssambandið rennur út næsta sumar og hafa viðræður um nýjan samning dregist á langinn. Guðmundur gerði danska karlalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum í sumar. Skömmu eftir sigurinn í Ríó kom hins vegar í ljós að Ulrik Wilbek, íþróttastjóri danska sambandsins og fyrrverandi landsliðsþjálfari, fundaði með leikmönnum á meðan leikunum stóð um stöðu Guðmundar. Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Málið vakti mikla athygli í dönskum fjölmiðlum en margir þeirra túlkuðu málið sem svo að Wilbek hefði viljað losna við Guðmund úr starfi á meðan leikunum stóð. Stuttu síðar ákvað Wilbek að segja upp starfi sínu hjá danska handknattleikssambandinu sem hefur ekki enn gengið frá ráðningu nýs íþróttastjóra. Morten Stig Christensen, framkvæmdastjóri þess, segir í samtali við danska fjölmiðla að hann vilji ekki tjá sig um stöðuna á samningsviðræðum við Guðmund í fjölmiðlum. Hann sagði þó að mögulegt væri að samningsmál Guðmundar myndi lenda á borði nýs íþróttastjóra en það færi alfarið eftir því hversu mikinn tíma það myndi taka að finna rétta manninn í starfið. Sjálfur segist Guðmundur vera hinn rólegasti yfir öllu saman. „Ég hef rætt við Morten Stig Christensen og við ætlum að funda um framtíðina annað hvort í lok október eða í byrjun nóvember,“ sagði Guðmundur í samtali við TV2 í Danmörku.
Handbolti Tengdar fréttir Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03 Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins segir að Wilbek hafi sjálfur ákveðið að stíga til hliðar. 30. ágúst 2016 11:00 Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Sjá meira
Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið Ulrik Wilbek ákvað að segja starfi sínu lausu sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. 30. ágúst 2016 09:03
Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins segir að Wilbek hafi sjálfur ákveðið að stíga til hliðar. 30. ágúst 2016 11:00
Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbek, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. 27. ágúst 2016 13:30