Við og hinir Ari Trausti Guðmundsson skrifar 28. október 2016 07:00 Við vitum að á Íslandi eru stunduð mannúðarstörf. Með því er átt við fjölskylduhjálp, líknarmeðferð á sjúkrahúsum, endurhæfing þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða, fjárgjafir til íbúa jarðskjálftasvæða sem hafa orðið illa úti og ...? Er þörf á að nefna fleira? Rauði krossinn á Íslandi telur 42 deildir og í Landsbjörgu eru yfir 18 þúsund félagar og sjálfboðaliðar. Við gerum ekki mun á hjálpar- og mannúðarstöfum af því að við erum siðrænir mannvinir og stundum þau þegar þarf. Sjálf höfum við þegið hjálp að utan í neyð og þakkað fyrir mannúð þegar náttúruöfl hafa gert okkur tjón, óhamingju og mannskaða. Okkur er ekki tamt að setja kostnað við mannúð upp á móti öðrum samfélagskostnaði og heimta að menn velji. Ópera eða líknardeild? Snjóflóðavarnir eða ókeypis máltíðir skólabarna? Móttaka bátafólks eða jarðgöng? Nei, svarið er einfaldlega bæði og... Í stríðshrjáðum löndum, sem má telja á annan tug, og löndum þar sem einföldustu mannréttindi eru úr gildi færð telst fólk í neyð. Það flýr til að finna lágmarksfrið og möguleika á að lifa mannsæmandi lífi. Samkvæmt Mannréttindayfirlýsingu SÞ sem Íslendingar samþykkja og styðja (sjá 14. grein) „hafa allir rétt til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum". Orðin eru alveg ljós og við þau eigum við að standa enda segir í 30. grein að ekkert í yfirlýsingunni megi túlka á þann veg að nokkur ríki, hópi eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það sem stefni að því að gera að engu þau réttindi eða frelsi sem talin eru þar upp. Árið 2015 leituðu hingað 335 einstaklingar. Þar af hættu 15% við, 35% var synjað, 25% vísað frá og 82 eða 25% veitt hæli. Af fjöldanum sem leitaði hingað voru 151 í umsjón Útlendingastofnunar og 193 hjá þremur sveitarfélögum. Greitt er með hverjum og einum meðan úrlausn er ákveðin og rennur bróðurparturinn af því fé til umsjónaraðila en ekki til hvers hælisleitanda beint.Sammannlegt hlutverk Spáð var 600-800 umsóknum á þessu ári og voru 162 mál í vinnslu hjá hinu opinbera í janúar 2016. Fái t.d. 20% af 700 manns jákvæða úrlausn eru það 140 einstaklingar. Giska má á að nokkur hundruð manns hafi fengið hér hæli á einum áratugi; meðal tugþúsunda útlendinga sem margir hverjir bíða ríkisborgararéttar og hafa lang-langflestir auðgað þjóðfélagið. Við náum auðveldlega að hjálpa fólki sem talið er í örfáum hundruðum, ef vel er að verki staðið. Við getum öll ímyndað okkur flótta og neyð hinna, ekki satt? Þegar svo við erum orðin hin einhvern daginn, þökkum við fólki og hamingjunni, jafnvel guði, fyrir það sem allir geta líka ímyndað sér: Auðsýnda mannúð. Vissulega er til sveiflukenndur hámarksfjöldi umsækjenda á ári sem unnt er að sinna sómasamlega. Metum hann í stað þess að deila um sammannlegt hlutverk hins viti borna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Við vitum að á Íslandi eru stunduð mannúðarstörf. Með því er átt við fjölskylduhjálp, líknarmeðferð á sjúkrahúsum, endurhæfing þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða, fjárgjafir til íbúa jarðskjálftasvæða sem hafa orðið illa úti og ...? Er þörf á að nefna fleira? Rauði krossinn á Íslandi telur 42 deildir og í Landsbjörgu eru yfir 18 þúsund félagar og sjálfboðaliðar. Við gerum ekki mun á hjálpar- og mannúðarstöfum af því að við erum siðrænir mannvinir og stundum þau þegar þarf. Sjálf höfum við þegið hjálp að utan í neyð og þakkað fyrir mannúð þegar náttúruöfl hafa gert okkur tjón, óhamingju og mannskaða. Okkur er ekki tamt að setja kostnað við mannúð upp á móti öðrum samfélagskostnaði og heimta að menn velji. Ópera eða líknardeild? Snjóflóðavarnir eða ókeypis máltíðir skólabarna? Móttaka bátafólks eða jarðgöng? Nei, svarið er einfaldlega bæði og... Í stríðshrjáðum löndum, sem má telja á annan tug, og löndum þar sem einföldustu mannréttindi eru úr gildi færð telst fólk í neyð. Það flýr til að finna lágmarksfrið og möguleika á að lifa mannsæmandi lífi. Samkvæmt Mannréttindayfirlýsingu SÞ sem Íslendingar samþykkja og styðja (sjá 14. grein) „hafa allir rétt til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum". Orðin eru alveg ljós og við þau eigum við að standa enda segir í 30. grein að ekkert í yfirlýsingunni megi túlka á þann veg að nokkur ríki, hópi eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það sem stefni að því að gera að engu þau réttindi eða frelsi sem talin eru þar upp. Árið 2015 leituðu hingað 335 einstaklingar. Þar af hættu 15% við, 35% var synjað, 25% vísað frá og 82 eða 25% veitt hæli. Af fjöldanum sem leitaði hingað voru 151 í umsjón Útlendingastofnunar og 193 hjá þremur sveitarfélögum. Greitt er með hverjum og einum meðan úrlausn er ákveðin og rennur bróðurparturinn af því fé til umsjónaraðila en ekki til hvers hælisleitanda beint.Sammannlegt hlutverk Spáð var 600-800 umsóknum á þessu ári og voru 162 mál í vinnslu hjá hinu opinbera í janúar 2016. Fái t.d. 20% af 700 manns jákvæða úrlausn eru það 140 einstaklingar. Giska má á að nokkur hundruð manns hafi fengið hér hæli á einum áratugi; meðal tugþúsunda útlendinga sem margir hverjir bíða ríkisborgararéttar og hafa lang-langflestir auðgað þjóðfélagið. Við náum auðveldlega að hjálpa fólki sem talið er í örfáum hundruðum, ef vel er að verki staðið. Við getum öll ímyndað okkur flótta og neyð hinna, ekki satt? Þegar svo við erum orðin hin einhvern daginn, þökkum við fólki og hamingjunni, jafnvel guði, fyrir það sem allir geta líka ímyndað sér: Auðsýnda mannúð. Vissulega er til sveiflukenndur hámarksfjöldi umsækjenda á ári sem unnt er að sinna sómasamlega. Metum hann í stað þess að deila um sammannlegt hlutverk hins viti borna!
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun