Þór Bæring er fjáðari en hann hugði Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2016 10:39 Nafnið Þór Bæring Ólafsson er eitt þeirra nafna sem finna má í leitarvél danska skattsins; hann er meðal þeirra sem á gleymdan danskan bankareikning. visir/vilhelm/getty/pjetur Þór Bæring Ólafsson er einn þeirra sem finna má í leitarvélinni þar sem býðst að fletta upp í til að sjá hvort tiltekið nafn er skráð fyrir gömlum bankareikningi í dönskum banka. „Já, ég er búinn að fá ansi mörg símtöl vegna þessa. Ég á Vísi það að þakka,“ segir Þór í samtali við Vísi. Og honum er skemmt. Vísir birti í gær frétt sem vakti mikla athygli þar sem fram kemur að fjölmargir, þar á meðal Íslendingar, eigi gamla bankareikninga í dönskum bönkum. Heildarupphæðin sem finna má á þessum reikningum, sem ekki hafa verið hreyfðir í tvö ár eða meira, er veruleg eða 1,7 milljarður íslenskra króna.Verður að bregða sér til Kaupmannahafnar Eitt þeirra nafna sem finna má í leitarvélinni er Þór Bæring Ólafsson. Þór er landsþekktur maður, starfaði lengi sem útvarpsmaður en nú á hann ferðaskrifstofuna Gamanferðir í félagi við WOWair. Hann segist ekki vera búinn að kanna það hversu mikið fé er inni á reikningnum. „Ég verð að skella mér í júlefrokost-ferð til Kaupmannahafnar í desember og nota þá tækifærið; hvort maður geti keypt sér lakkrís fyrir þetta eða hvað,“ segir Þór hlæjandi. Og það ber vel í veiði því Gamanferðir bjóða einmitt uppá slíkar ferðir þegar nær dregur jólum. „Ég verð að fara sem fararstjóri.“Spennandi að vita hversu margar danskar krónur leynast á reikningnum Þór segir ástæðuna fyrir þessu vera þá að á árunum 2007 til 2009 var hann búsettur í Kaupmannahöfn. Þá stofnaði hann bankareikning í Jyske bank. „Þar eru greinlega einhverjar danskar krónur eftir. Og spennandi að vita hvers margar þær eru,“ segir Þór. Ástæðan fyrir veru Þórs í kóngsins Köben var sú að kona hans var þar við nám, í háskólanum í Kaupmannahöfn, og hann var við að gæta barna og buru og leika sér, eins og hann segir. Þór vissi svo sem af þessum reikningi en taldi að hann væri galtómur og afskrifaður. „Ég efa það stórlega að þarna sé fúlgur fjár að finna. En danska kerfið getur vel verið þannig að það hafi verið skellt inn á mig barnabótum eða einhverju slíku.“ Þór telur þetta lýsa nokkrum muni á dönskum yfirvöldum og þeim íslensku. „Ég veit ekki hvort íslensk stjórnvöld myndu láta fólk vita; vitjið peninganna ykkar áður en ríkið tekur þá.“ Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga á fé inni á gleymdum dönskum bankareikningum Slá má upp í leitarvél nafni til að komast að því hvort einhver lúrir á fé í dönskum banka. 10. október 2016 14:14 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Þór Bæring Ólafsson er einn þeirra sem finna má í leitarvélinni þar sem býðst að fletta upp í til að sjá hvort tiltekið nafn er skráð fyrir gömlum bankareikningi í dönskum banka. „Já, ég er búinn að fá ansi mörg símtöl vegna þessa. Ég á Vísi það að þakka,“ segir Þór í samtali við Vísi. Og honum er skemmt. Vísir birti í gær frétt sem vakti mikla athygli þar sem fram kemur að fjölmargir, þar á meðal Íslendingar, eigi gamla bankareikninga í dönskum bönkum. Heildarupphæðin sem finna má á þessum reikningum, sem ekki hafa verið hreyfðir í tvö ár eða meira, er veruleg eða 1,7 milljarður íslenskra króna.Verður að bregða sér til Kaupmannahafnar Eitt þeirra nafna sem finna má í leitarvélinni er Þór Bæring Ólafsson. Þór er landsþekktur maður, starfaði lengi sem útvarpsmaður en nú á hann ferðaskrifstofuna Gamanferðir í félagi við WOWair. Hann segist ekki vera búinn að kanna það hversu mikið fé er inni á reikningnum. „Ég verð að skella mér í júlefrokost-ferð til Kaupmannahafnar í desember og nota þá tækifærið; hvort maður geti keypt sér lakkrís fyrir þetta eða hvað,“ segir Þór hlæjandi. Og það ber vel í veiði því Gamanferðir bjóða einmitt uppá slíkar ferðir þegar nær dregur jólum. „Ég verð að fara sem fararstjóri.“Spennandi að vita hversu margar danskar krónur leynast á reikningnum Þór segir ástæðuna fyrir þessu vera þá að á árunum 2007 til 2009 var hann búsettur í Kaupmannahöfn. Þá stofnaði hann bankareikning í Jyske bank. „Þar eru greinlega einhverjar danskar krónur eftir. Og spennandi að vita hvers margar þær eru,“ segir Þór. Ástæðan fyrir veru Þórs í kóngsins Köben var sú að kona hans var þar við nám, í háskólanum í Kaupmannahöfn, og hann var við að gæta barna og buru og leika sér, eins og hann segir. Þór vissi svo sem af þessum reikningi en taldi að hann væri galtómur og afskrifaður. „Ég efa það stórlega að þarna sé fúlgur fjár að finna. En danska kerfið getur vel verið þannig að það hafi verið skellt inn á mig barnabótum eða einhverju slíku.“ Þór telur þetta lýsa nokkrum muni á dönskum yfirvöldum og þeim íslensku. „Ég veit ekki hvort íslensk stjórnvöld myndu láta fólk vita; vitjið peninganna ykkar áður en ríkið tekur þá.“
Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga á fé inni á gleymdum dönskum bankareikningum Slá má upp í leitarvél nafni til að komast að því hvort einhver lúrir á fé í dönskum banka. 10. október 2016 14:14 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Fjöldi Íslendinga á fé inni á gleymdum dönskum bankareikningum Slá má upp í leitarvél nafni til að komast að því hvort einhver lúrir á fé í dönskum banka. 10. október 2016 14:14