Fyrrverandi mannauðsstjóri Landspítalans fær umtalsvert hærri bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 16:44 Landspítalinn. Mynd/Vilhelm Hæstiréttur hefur dæmt Landspítalann til þess að greiða Kristjönu Ernu Einarsdóttur, fyrrum starfsmannastjóra Landspítalans, 67 milljónir vegna starfslokasamnings sem gerður var við hana árið 2013 er henni var sagt upp störfum. Hækka bætur hennar til muna en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt henni 27 milljónir vegna starfslokasamningsins. Landspítalinn áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar og krafðist sýknu í málinu. Kristjana Erna áfrýjaði einnig dómi héraðsdóms og krafðist þess að viðurkennt yrði að Landspítalinn yrði skylt að greiða sér laun starfsmannastjóra mánaðarlega frá 1. nóvember 2016 til 31. maí 2017 samkvæmt þeim samningi sem gerður var. Málið má rekja til þess að þann 2. maí 2013 undirrituðu Björn Zöega, þáverandi forstjóri Landspítalands, og Kristjana Erna, starfslokasamning. Hljóðaði hann þannig að Kristjana Erna myndi láta af starfi starfsmannastjóra og fara í námsleyfi frá 1. júní 2013 til 31. maí 2014. Að því loknu skyldi hún snúa aftur til starfa og vera forstjóra til ráðgjafar um mannauðsmál og önnur tilfallandi verkefni til 31. maí 2017.Sjá einnig: Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónirBjörn Zöega, var forstjóri Landspítalans þegar umræddur starfslokasamningur var gerður.Vísir/GVASamið var um að laun Kristjönu skyldu vera þau sömu og hún hafði áður notið sem starfsmannastjóri. Í upphafi árs 2014 kallaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalands, Kristjönu á sinn fund og tjáði henni að Björn hefði ekki haft heimild til þess að gera við hana starfslokasamning að mati fjármálaráðuneytisins. Því væri Landspítalanum óheimilt að efna þann starfslokasamning sem gerður var. Var Kristjönu boðið að taka að sér starf við uppbyggingu nýrra bygginga á Landspítala en með lækkuðum launum. Sætti Kristjana sig ekki við það og taldi að starfslokasamningur sem hún gerði við forvera Páls í starfi væri enn í fullum gildi. Taldi Hæstaréttur að Kristjana ætti rétt til efndabóta, sem geri hana eins setta fjárhagslega og ef samningurinn hefði verið réttilega efndur. Í dómi héraðsdóms sagði að Landspítalanum hafi ekki verið heimilt að slíta ráðningarsambandi aðila upp á sitt eindæmi. Hæstiréttur staðfesti þennan dóm en hækkaði bæturnar sem Kristjana fær úr 27 milljónum í 67 milljónir í samræmi við aðalkröfu Kristjönu. Hafði sú krafa ekki sætt neinum andmælum af hálfu Landspítalans og var hún því tekin til greina.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Tengdar fréttir Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónir Landspítalinn taldi sig ekki mega efna starfslokasamning sem fyrrum forstjóri gerði við starfsmannastjórann. 19. nóvember 2015 12:15 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Landspítalann til þess að greiða Kristjönu Ernu Einarsdóttur, fyrrum starfsmannastjóra Landspítalans, 67 milljónir vegna starfslokasamnings sem gerður var við hana árið 2013 er henni var sagt upp störfum. Hækka bætur hennar til muna en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt henni 27 milljónir vegna starfslokasamningsins. Landspítalinn áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar og krafðist sýknu í málinu. Kristjana Erna áfrýjaði einnig dómi héraðsdóms og krafðist þess að viðurkennt yrði að Landspítalinn yrði skylt að greiða sér laun starfsmannastjóra mánaðarlega frá 1. nóvember 2016 til 31. maí 2017 samkvæmt þeim samningi sem gerður var. Málið má rekja til þess að þann 2. maí 2013 undirrituðu Björn Zöega, þáverandi forstjóri Landspítalands, og Kristjana Erna, starfslokasamning. Hljóðaði hann þannig að Kristjana Erna myndi láta af starfi starfsmannastjóra og fara í námsleyfi frá 1. júní 2013 til 31. maí 2014. Að því loknu skyldi hún snúa aftur til starfa og vera forstjóra til ráðgjafar um mannauðsmál og önnur tilfallandi verkefni til 31. maí 2017.Sjá einnig: Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónirBjörn Zöega, var forstjóri Landspítalans þegar umræddur starfslokasamningur var gerður.Vísir/GVASamið var um að laun Kristjönu skyldu vera þau sömu og hún hafði áður notið sem starfsmannastjóri. Í upphafi árs 2014 kallaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalands, Kristjönu á sinn fund og tjáði henni að Björn hefði ekki haft heimild til þess að gera við hana starfslokasamning að mati fjármálaráðuneytisins. Því væri Landspítalanum óheimilt að efna þann starfslokasamning sem gerður var. Var Kristjönu boðið að taka að sér starf við uppbyggingu nýrra bygginga á Landspítala en með lækkuðum launum. Sætti Kristjana sig ekki við það og taldi að starfslokasamningur sem hún gerði við forvera Páls í starfi væri enn í fullum gildi. Taldi Hæstaréttur að Kristjana ætti rétt til efndabóta, sem geri hana eins setta fjárhagslega og ef samningurinn hefði verið réttilega efndur. Í dómi héraðsdóms sagði að Landspítalanum hafi ekki verið heimilt að slíta ráðningarsambandi aðila upp á sitt eindæmi. Hæstiréttur staðfesti þennan dóm en hækkaði bæturnar sem Kristjana fær úr 27 milljónum í 67 milljónir í samræmi við aðalkröfu Kristjönu. Hafði sú krafa ekki sætt neinum andmælum af hálfu Landspítalans og var hún því tekin til greina.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Tengdar fréttir Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónir Landspítalinn taldi sig ekki mega efna starfslokasamning sem fyrrum forstjóri gerði við starfsmannastjórann. 19. nóvember 2015 12:15 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónir Landspítalinn taldi sig ekki mega efna starfslokasamning sem fyrrum forstjóri gerði við starfsmannastjórann. 19. nóvember 2015 12:15