Samgöngur og innviðir eru lífæð heilbrigðs samfélags Árni Jóhannsson skrifar 19. október 2016 00:00 Þrátt fyrir myndarlegan hagvöxt síðustu ára er fjárfesting í landinu enn of lítil. Innviðafjárfestingar styðja við alla aðra uppbyggingu og veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum. Vegafjárfestingar eru líklega dýrustu innviðirnir en slíkar fjárfestingar hafa sveiflast með hagsveiflunni og haldist í hendur við tekjur hins opinbera. Vegafjárfestingar hins opinbera hafa heilt yfir farið minnkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5-2% af landsframleiðslu en síðan 2009 hefur hlutfallið verið undir 1%. Yfir 60 milljarða króna uppsöfnuð þörf er á fjárfestingum í vegakerfinu sem þarf að mæta. Á sama tíma og engin aukning er í vegafjárfestingum hefur umferð aukist um 9% milli ára. Sögulegt meðaltal fjárfestinga af landsframleiðslu er um 24% og má áætla að uppsöfnuð fjárfestingarþörf síðustu ára sé orðin 500 milljarðar króna. Síðustu 7 ár hefur fjárfestingarstigið verið 12-16% af landsframleiðslu en þokast nú loks í 20%. Fjárfestingastigið er ennþá nokkuð lágt, sérstaklega þegar kemur að opinberum fjárfestingum. Fyrir unga þjóð eins og Íslendingar eru þarf fjárfestingarstigið að vera yfir 20% af landsframleiðslu til að tryggja eðlilegan vöxt í framleiðslugetu. Innviðir eru undirstaða hagvaxtar og velferðar þar sem veikir innviðir leiða til þjóðhagslegs taps. Góðar fjárfestingaákvarðanir í arðbærum innviðum leiða til mun meiri ábata en kostnaðar við verkefnin. Umfangsmiklar innviðafjárfestingar geta haft veruleg áhrif á efnahagslífið en að óbreyttu virðist sem hið opinbera muni ekki rísa undir nauðsynlegri uppbyggingu innviða. Því er mikilvægt að skoða fjölbreyttari möguleika á fjármögnun brýnna innviðaframkvæmda þar sem samstarf opinberra aðila og einkaaðila getur skilað árangri. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi því styrking innviða eykur árangur samfélagsins. Við köllum eftir skýrri langtímasýn á uppbyggingu innviða og samgöngukerfa. Það er mikilvægt að sú uppbygging sé stöðug og jöfn í okkar helstu innviðum sem eru vegakerfið, flugvellir, hafnir, ljósleiðarar, fjarskipti, orkuflutningar, vatnsveita, fráveitur og sorphirða. Styrking innviða leiðir til aukinnar framleiðni og betri lífskjara. Það er hagur okkar allra að uppbygging innviða fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar enda eru traustir innviðir mikilvægir fyrir samkeppnishæfni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir myndarlegan hagvöxt síðustu ára er fjárfesting í landinu enn of lítil. Innviðafjárfestingar styðja við alla aðra uppbyggingu og veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum. Vegafjárfestingar eru líklega dýrustu innviðirnir en slíkar fjárfestingar hafa sveiflast með hagsveiflunni og haldist í hendur við tekjur hins opinbera. Vegafjárfestingar hins opinbera hafa heilt yfir farið minnkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5-2% af landsframleiðslu en síðan 2009 hefur hlutfallið verið undir 1%. Yfir 60 milljarða króna uppsöfnuð þörf er á fjárfestingum í vegakerfinu sem þarf að mæta. Á sama tíma og engin aukning er í vegafjárfestingum hefur umferð aukist um 9% milli ára. Sögulegt meðaltal fjárfestinga af landsframleiðslu er um 24% og má áætla að uppsöfnuð fjárfestingarþörf síðustu ára sé orðin 500 milljarðar króna. Síðustu 7 ár hefur fjárfestingarstigið verið 12-16% af landsframleiðslu en þokast nú loks í 20%. Fjárfestingastigið er ennþá nokkuð lágt, sérstaklega þegar kemur að opinberum fjárfestingum. Fyrir unga þjóð eins og Íslendingar eru þarf fjárfestingarstigið að vera yfir 20% af landsframleiðslu til að tryggja eðlilegan vöxt í framleiðslugetu. Innviðir eru undirstaða hagvaxtar og velferðar þar sem veikir innviðir leiða til þjóðhagslegs taps. Góðar fjárfestingaákvarðanir í arðbærum innviðum leiða til mun meiri ábata en kostnaðar við verkefnin. Umfangsmiklar innviðafjárfestingar geta haft veruleg áhrif á efnahagslífið en að óbreyttu virðist sem hið opinbera muni ekki rísa undir nauðsynlegri uppbyggingu innviða. Því er mikilvægt að skoða fjölbreyttari möguleika á fjármögnun brýnna innviðaframkvæmda þar sem samstarf opinberra aðila og einkaaðila getur skilað árangri. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi því styrking innviða eykur árangur samfélagsins. Við köllum eftir skýrri langtímasýn á uppbyggingu innviða og samgöngukerfa. Það er mikilvægt að sú uppbygging sé stöðug og jöfn í okkar helstu innviðum sem eru vegakerfið, flugvellir, hafnir, ljósleiðarar, fjarskipti, orkuflutningar, vatnsveita, fráveitur og sorphirða. Styrking innviða leiðir til aukinnar framleiðni og betri lífskjara. Það er hagur okkar allra að uppbygging innviða fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar enda eru traustir innviðir mikilvægir fyrir samkeppnishæfni Íslands.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar