Er veisluborð ferðaþjónustunnar fullsetið? Þorvarður Goði Valdimarsson skrifar 6. október 2016 07:00 Ísland er einstakt á margan hátt. Fólk flykkist hingað til að upplifa dásemdir náttúrunnar í öllum sínum margbreytileika. Ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir, er hvernig varðveita megi þessa auðlind en bjóða um leið með arðbærum hætti upp á þá margvíslegu upplifun sem landið okkar býr yfir. Þessi umræða um jafnvægi milli nýtingar og verndar náttúruauðlinda á einnig við um aðrar undirstöðugreinar á Íslandi. Þess vegna er mikilvægt að hún fari fram sem víðast. Því er oft haldið fram að flugfélögin stýri því einfaldlega hvernig umferð um landið þróast. Allt sé gert til þess að sætaframboð nýtist að hámarki og virðiskeðjan byggist þannig upp að unnt sé að skapa arð af sem flestum rekstrarþáttum iðnaðarins. Svo einstrengingsleg heildarsýn býður þó hættunni heim. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið um eða yfir 30% síðustu ár og lesa má í sumaráætlun ISAVIA 2016 að 39 flugfélög hafi flutt um 4,5 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll í lok ágúst, en vöxturinn í september stefnir í +50% frá því í fyrra. Um þriðjungur þessara ferðalanga heimsækir Ísland, ferðast um landið og greiðir fyrir þjónustu. Í ljósi þessa hljóta forsendur ferðaiðnaðarins til áframhaldandi vaxtar og verðmætasköpunar að teljast vænlegar ef rétt er haldið á spilum og farið með gát. Á þessu ári var einnig kynntur 11% virðisaukaskattur innan ferðaiðnaðarins og má því segja að greinin sé að því leyti að verða ábyrgur samfélagsþegn. Þó er sá hængur á að meðallaun í ferðaþjónustu eru lág. Forsvarsmenn stéttarfélaga eru sagðir vera að drukkna í málum sem snúa að launarétti og félagslegu undirboði ferðaþjónustufyrirtækja.Brugðið getur til beggja vona Er toppnum náð? Bjartsýnismenn halda því fram að vöxtur ferðaiðnaðar verði til frambúðar en varfærnari aðilar telja að þolmörkum sé náð og spá samdrætti í greininni þegar árið 2018. Íslenska krónan sé að styrkjast svo mikið og verðlag þjónustu að hækka svo úr hófi fram að útlendingar hætti að sjá verðmæti í því að koma til Íslands og velji sér ódýrari áfangastaði til að svala ævintýraþrá sinni. Svo gætum við jafnvel átt von á nýju eldgosi, sem stöðva myndi flugumferð, auka eftirspurn en setja allt annað í biðstöðu meðan ósköpin ganga yfir. Þar er ekkert öruggt en vissulega spennandi tímar. Sama er hvernig á málin er litið, það getur brugðið til beggja vona og því vissara að við förum ekki fram úr sjálfum okkur í bjartsýninni líkt og 2005-2007. Byggingakrönum fjölgar ört, mörg fyrirtæki eru að fjárfesta gríðarlega í nýjum og veglegum hótelum. Keyptar eru tveggja hæða rútur sem flytja helmingi fleiri gesti en áður. Hvarvetna spretta upp fyrirtæki sem ætla að taka þátt í þessari mögnuðu veislu eins og hún vari að eilífu og engin hætta sé á offjárfestingu. Við Íslendingar þurfum að átta okkur á því að ekki er hægt að setja öll eggin í sömu körfuna og vona bara hið besta. Í dansinum í kringum gullkálf ferðaiðnaðarins má nefnilega ekki gleyma þeim grunnatvinnuvegum sem fyrir eru í landinu og reynst hafa bjarghringir þegar spilaborgir hrynja. Treysta þarf samkeppnishæfni sjávarútvegs og orkutengds iðnaðar og hlúa að þeim greinum hugvísinda og þjónustu sem styðja áframhaldandi vöxt og viðgang samfélagsins. Loks er vert að spyrja: Hvernig getum við lært af því sem vel er gert á öðrum sviðum og yfirfært í heim upplifunariðnaðarins?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er einstakt á margan hátt. Fólk flykkist hingað til að upplifa dásemdir náttúrunnar í öllum sínum margbreytileika. Ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir, er hvernig varðveita megi þessa auðlind en bjóða um leið með arðbærum hætti upp á þá margvíslegu upplifun sem landið okkar býr yfir. Þessi umræða um jafnvægi milli nýtingar og verndar náttúruauðlinda á einnig við um aðrar undirstöðugreinar á Íslandi. Þess vegna er mikilvægt að hún fari fram sem víðast. Því er oft haldið fram að flugfélögin stýri því einfaldlega hvernig umferð um landið þróast. Allt sé gert til þess að sætaframboð nýtist að hámarki og virðiskeðjan byggist þannig upp að unnt sé að skapa arð af sem flestum rekstrarþáttum iðnaðarins. Svo einstrengingsleg heildarsýn býður þó hættunni heim. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið um eða yfir 30% síðustu ár og lesa má í sumaráætlun ISAVIA 2016 að 39 flugfélög hafi flutt um 4,5 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll í lok ágúst, en vöxturinn í september stefnir í +50% frá því í fyrra. Um þriðjungur þessara ferðalanga heimsækir Ísland, ferðast um landið og greiðir fyrir þjónustu. Í ljósi þessa hljóta forsendur ferðaiðnaðarins til áframhaldandi vaxtar og verðmætasköpunar að teljast vænlegar ef rétt er haldið á spilum og farið með gát. Á þessu ári var einnig kynntur 11% virðisaukaskattur innan ferðaiðnaðarins og má því segja að greinin sé að því leyti að verða ábyrgur samfélagsþegn. Þó er sá hængur á að meðallaun í ferðaþjónustu eru lág. Forsvarsmenn stéttarfélaga eru sagðir vera að drukkna í málum sem snúa að launarétti og félagslegu undirboði ferðaþjónustufyrirtækja.Brugðið getur til beggja vona Er toppnum náð? Bjartsýnismenn halda því fram að vöxtur ferðaiðnaðar verði til frambúðar en varfærnari aðilar telja að þolmörkum sé náð og spá samdrætti í greininni þegar árið 2018. Íslenska krónan sé að styrkjast svo mikið og verðlag þjónustu að hækka svo úr hófi fram að útlendingar hætti að sjá verðmæti í því að koma til Íslands og velji sér ódýrari áfangastaði til að svala ævintýraþrá sinni. Svo gætum við jafnvel átt von á nýju eldgosi, sem stöðva myndi flugumferð, auka eftirspurn en setja allt annað í biðstöðu meðan ósköpin ganga yfir. Þar er ekkert öruggt en vissulega spennandi tímar. Sama er hvernig á málin er litið, það getur brugðið til beggja vona og því vissara að við förum ekki fram úr sjálfum okkur í bjartsýninni líkt og 2005-2007. Byggingakrönum fjölgar ört, mörg fyrirtæki eru að fjárfesta gríðarlega í nýjum og veglegum hótelum. Keyptar eru tveggja hæða rútur sem flytja helmingi fleiri gesti en áður. Hvarvetna spretta upp fyrirtæki sem ætla að taka þátt í þessari mögnuðu veislu eins og hún vari að eilífu og engin hætta sé á offjárfestingu. Við Íslendingar þurfum að átta okkur á því að ekki er hægt að setja öll eggin í sömu körfuna og vona bara hið besta. Í dansinum í kringum gullkálf ferðaiðnaðarins má nefnilega ekki gleyma þeim grunnatvinnuvegum sem fyrir eru í landinu og reynst hafa bjarghringir þegar spilaborgir hrynja. Treysta þarf samkeppnishæfni sjávarútvegs og orkutengds iðnaðar og hlúa að þeim greinum hugvísinda og þjónustu sem styðja áframhaldandi vöxt og viðgang samfélagsins. Loks er vert að spyrja: Hvernig getum við lært af því sem vel er gert á öðrum sviðum og yfirfært í heim upplifunariðnaðarins?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar