Volkswagen jeppinn fær nafnið Atlas Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2016 09:58 Volkswagen Atlas í prufuakstri. Það eru liðin fjögur ár síðan Volkswagen kynnti fyrst þriggja sætaraða tilraunajeppa sinn sem kallaður var Crossblue. Það verður hinsvegar ekki nafn jeppans því í gær tilkynnti Volkswagen af hann fær nafnið Atlas. Volkswagen hafði reyndar sótt um einkaleyfi á nafninu Atlas í Bandaríkjunum í apríl síðastliðnum og því kemur það ef til vill ekkert á óvart. Í útskýringum forsvarsmanna Volkswagen á nafninu kemur fram að meiningin hafi verið að kalla jeppann þjálu nafni sem auðveldara væri að bera fram en Tiguan eða Touareg og er óhætt að taka undir það. Þar sem þetta var kynnt í Bandaríkjunum er ekki ljóst hvort að jeppinn fá annað nafn á öðrum mörkuðum. Volkswagen verður meðal annars smíðaður í Chattanooga verksmiðjunni í Tennessee fyrir N-Ameríku, en Volkswagen ætlar að rífa upp sölu Volkswagen bíla vestanhafs með þessum bíl. Þar hefur Volkswagen átt undir högg að sækja allt frá dísilvélasvindlinu og salan hrunið. Volkswagen Atlas mun fást með 238 og 280 hestafla vélum í Bandaríkjunum, en þar í landi kjósa menn mikið afl og allt eins má búast við að hann verði boði með aflminni vélum á öðrum mörkuðum og vafalaust dísilvélum líka. Framleiðsla á Atlas hefst í enda þessa árs en salan hefst ekki fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent
Það eru liðin fjögur ár síðan Volkswagen kynnti fyrst þriggja sætaraða tilraunajeppa sinn sem kallaður var Crossblue. Það verður hinsvegar ekki nafn jeppans því í gær tilkynnti Volkswagen af hann fær nafnið Atlas. Volkswagen hafði reyndar sótt um einkaleyfi á nafninu Atlas í Bandaríkjunum í apríl síðastliðnum og því kemur það ef til vill ekkert á óvart. Í útskýringum forsvarsmanna Volkswagen á nafninu kemur fram að meiningin hafi verið að kalla jeppann þjálu nafni sem auðveldara væri að bera fram en Tiguan eða Touareg og er óhætt að taka undir það. Þar sem þetta var kynnt í Bandaríkjunum er ekki ljóst hvort að jeppinn fá annað nafn á öðrum mörkuðum. Volkswagen verður meðal annars smíðaður í Chattanooga verksmiðjunni í Tennessee fyrir N-Ameríku, en Volkswagen ætlar að rífa upp sölu Volkswagen bíla vestanhafs með þessum bíl. Þar hefur Volkswagen átt undir högg að sækja allt frá dísilvélasvindlinu og salan hrunið. Volkswagen Atlas mun fást með 238 og 280 hestafla vélum í Bandaríkjunum, en þar í landi kjósa menn mikið afl og allt eins má búast við að hann verði boði með aflminni vélum á öðrum mörkuðum og vafalaust dísilvélum líka. Framleiðsla á Atlas hefst í enda þessa árs en salan hefst ekki fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent