Samræmd könnunarpróf í rafrænu formi - lykiláfangi í nútímavæðingu skólakerfisins Gylfi Jón Gylfason skrifar 20. september 2016 00:00 Fyrstu rafrænu prófin í íslensku og stærðfræði verða lög fyrir 4. og 7. bekk grunnskólans síðar í þessum mánuði. Þau marka fyrstu skrefin í viðamikilli innleiðingu samræmdra könnunarprófa í rafrænum búningi sem er lykiláfangi í nútímavæðingu skólakerfisins hérlendis. Í desember 2015 fékk Menntamálastofnun þau tilmæli frá mennta- og menningarmálaráðuneyti að formlega skyldi hefja undirbúning að innleiðingu samræmdra könnunarprófa í rafrænu formi, bæði í 4. og 7. bekk og á unglingastigi. Þetta viðamikla verkefni útheimtir langatímasýn allra aðila skólakerfisins. Fullklárað mun það skila sér í bættri þjónustu við nemendur og kennara, til að mynda með skjótari og skilvirkari einkunnagjöf, nákvæmara mati á getu hvers nemanda, sem hlýst af einstaklingsmiðuðum prófum, og auknum sveigjanleika þegar kemur að fyrirlögn.Verkefni til þriggja ára Menntamálastofnun hóf undirbúning verkefnisins strax í ársbyrjun 2016 með skipan teymis sem mun í samráði við hagsmunaaðila vinna ötullega að innleiðingunni næstu árin en áætlað er að það taki þrjú ár. Í fyrsta áfanga, sem nú er að hefjast, hafa hefðbundin próf verið færð yfir í rafrænt umhverfi og þau stytt. Stafsetningarhluti samræmdra könnunarprófa er færður yfir í Lesferil en það eru stöðupróf sem eru þróuð hjá læsisteymi Menntamálastofnunar. Stafsetning mun samt ennþá vera prófuð upp að vissu marki sem hluti af ritunarþætti samræmdra könnunarprófa. Í næstu áföngum á að hanna frekar prófatriði sem nýta kosti rafrænna prófa og tengja þau við matsviðmið aðalnámskrár grunnskóla. Árið 2018 er ráðgert að síðasti áfangi innleiðingarinnar taki gildi þegar samræmd könnunarpróf verða gerð einstaklingsmiðuð. Verður þá horfið alfarið frá hinum hefðbundnu línulegu prófum og tekin upp próf sem laga sig að getu nemandans en slík yfirfærsla er aðeins möguleg á rafrænu formi.Góður og skilvirkur undirbúningur Undirbúningsvinna Menntamálastofnunar, með góðu og gjöfulu samstarfi skólasamfélagsins alls, hefur skilað mjög góðum árangri á skömmum tíma. Tækjakönnun sem Menntamálastofnun sendi út síðasta vetur, æfingafyrirlagnir í vor og athugasemdir skóla í kjölfar þeirra, ásamt ábendingum kennara og skólastjóra á kynningarfundum, hafa leitt til margvíslegra úrbóta en markmiðið er að gera fyrirlagnirnar og þær breytingar sem þeim fylgja sem auðveldastar fyrir alla skóla. Liður í þeirra viðleitni er að bjóða skólum upp á tvær fyrirlagnarlotur í hverjum árgangi til þess að hægt sé að nýta tækjabúnað skólanna sem best.Æfingapróf aðgengileg á vefnum Jafnframt hefur verið tekið í notkun nýtt vefsvæði samræmdra könnunarprófa á heimasíðu Menntamálastofnunar. Þar gefst kennurum, nemendum og foreldrum kostur á að nálgast allar upplýsingar er snúa að undirbúningi og framkvæmd samræmdra könnunarprófa á rafrænu prófi. Þar má meðal annars finna æfingapróf sem hugsuð eru til þess að nemendur, foreldrar og kennarar geti glöggvað sig á viðmóti prófakerfisins sem og innskráningu. Þá hefur einnig verið sett upp Facebook síða rafrænna samræmdra könnunarprófa sem er mikilvægur upplýsinga- og samræðuvettvangur kennara um rafræn samræmd könnunarpróf. Skólasamfélagið þarf tíma til að venjast nýjungum og höfum í huga að langtímamarkmið innleiðingarinnar eru einstaklingsmiðuð rafræn próf. Fyrirlagnirnar í haust eru í sinni einföldustu mynd aðeins eitt skref á þeirri vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu rafrænu prófin í íslensku og stærðfræði verða lög fyrir 4. og 7. bekk grunnskólans síðar í þessum mánuði. Þau marka fyrstu skrefin í viðamikilli innleiðingu samræmdra könnunarprófa í rafrænum búningi sem er lykiláfangi í nútímavæðingu skólakerfisins hérlendis. Í desember 2015 fékk Menntamálastofnun þau tilmæli frá mennta- og menningarmálaráðuneyti að formlega skyldi hefja undirbúning að innleiðingu samræmdra könnunarprófa í rafrænu formi, bæði í 4. og 7. bekk og á unglingastigi. Þetta viðamikla verkefni útheimtir langatímasýn allra aðila skólakerfisins. Fullklárað mun það skila sér í bættri þjónustu við nemendur og kennara, til að mynda með skjótari og skilvirkari einkunnagjöf, nákvæmara mati á getu hvers nemanda, sem hlýst af einstaklingsmiðuðum prófum, og auknum sveigjanleika þegar kemur að fyrirlögn.Verkefni til þriggja ára Menntamálastofnun hóf undirbúning verkefnisins strax í ársbyrjun 2016 með skipan teymis sem mun í samráði við hagsmunaaðila vinna ötullega að innleiðingunni næstu árin en áætlað er að það taki þrjú ár. Í fyrsta áfanga, sem nú er að hefjast, hafa hefðbundin próf verið færð yfir í rafrænt umhverfi og þau stytt. Stafsetningarhluti samræmdra könnunarprófa er færður yfir í Lesferil en það eru stöðupróf sem eru þróuð hjá læsisteymi Menntamálastofnunar. Stafsetning mun samt ennþá vera prófuð upp að vissu marki sem hluti af ritunarþætti samræmdra könnunarprófa. Í næstu áföngum á að hanna frekar prófatriði sem nýta kosti rafrænna prófa og tengja þau við matsviðmið aðalnámskrár grunnskóla. Árið 2018 er ráðgert að síðasti áfangi innleiðingarinnar taki gildi þegar samræmd könnunarpróf verða gerð einstaklingsmiðuð. Verður þá horfið alfarið frá hinum hefðbundnu línulegu prófum og tekin upp próf sem laga sig að getu nemandans en slík yfirfærsla er aðeins möguleg á rafrænu formi.Góður og skilvirkur undirbúningur Undirbúningsvinna Menntamálastofnunar, með góðu og gjöfulu samstarfi skólasamfélagsins alls, hefur skilað mjög góðum árangri á skömmum tíma. Tækjakönnun sem Menntamálastofnun sendi út síðasta vetur, æfingafyrirlagnir í vor og athugasemdir skóla í kjölfar þeirra, ásamt ábendingum kennara og skólastjóra á kynningarfundum, hafa leitt til margvíslegra úrbóta en markmiðið er að gera fyrirlagnirnar og þær breytingar sem þeim fylgja sem auðveldastar fyrir alla skóla. Liður í þeirra viðleitni er að bjóða skólum upp á tvær fyrirlagnarlotur í hverjum árgangi til þess að hægt sé að nýta tækjabúnað skólanna sem best.Æfingapróf aðgengileg á vefnum Jafnframt hefur verið tekið í notkun nýtt vefsvæði samræmdra könnunarprófa á heimasíðu Menntamálastofnunar. Þar gefst kennurum, nemendum og foreldrum kostur á að nálgast allar upplýsingar er snúa að undirbúningi og framkvæmd samræmdra könnunarprófa á rafrænu prófi. Þar má meðal annars finna æfingapróf sem hugsuð eru til þess að nemendur, foreldrar og kennarar geti glöggvað sig á viðmóti prófakerfisins sem og innskráningu. Þá hefur einnig verið sett upp Facebook síða rafrænna samræmdra könnunarprófa sem er mikilvægur upplýsinga- og samræðuvettvangur kennara um rafræn samræmd könnunarpróf. Skólasamfélagið þarf tíma til að venjast nýjungum og höfum í huga að langtímamarkmið innleiðingarinnar eru einstaklingsmiðuð rafræn próf. Fyrirlagnirnar í haust eru í sinni einföldustu mynd aðeins eitt skref á þeirri vegferð.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun