Stokkum upp bankakerfið Össur Skarphéðinsson skrifar 29. september 2016 07:00 Ein helsta orsök bankahrunsins var að bankarnir voru í senn viðskiptabankar sem geymdu sparifé landsmanna en um leið áhættusæknir fjárfestingabankar. Þeir notuðu sparifé landsmanna til að gíra sig upp, tóku vildarvini bankans með sér í víking, lánuðu þeim fé sparifjáreigenda í áhættusöm viðskipti sem gerði þá ofurríka – uns allt brann upp. Um leið settu þeir Ísland á hausinn.Ekki nýtt bankahrun Hafa menn ekkert lært? Viðtöl við Bjarna Benediktsson eftir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins benda til að helsta áhersla flokksins á næsta kjörtímabili verði að endurtaka einkavæðingu bankanna – án þess að stokka bankakerfið upp. Sama vitleysan er að byrja aftur. Til marks um það eru bónusar bankanna, tilraunir Bjarna sjálfs á þessu kjörtímabili til að fá Alþingi til að samþykkja heimildir til miklu hærri bónusa, sjúskið kringum sölu Arion á hlutum í Símanum, að ógleymdri hinni óuppgerðu og óskýrðu sölu Landsbankans á Borgun. Bankastjórinn sem ber ábyrgð á því situr enn – í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Nú virðist Bjarni Ben staðráðinn í að skapa aftur sama umhverfið og olli kollsteypunni þegar brýnast er að stokka upp bankakerfið á grundvelli lexíunnar úr bankahruninu.Skiptum bönkunum upp Á meðan ríkið á bankana væri heillavænlegast að nota tækifærið og skipta þeim upp í hefðbundna viðskiptabanka, en selja frá þeim fjárfestingahlutann. Eigendur nýrra fjárfestingabanka gambla þá með eigið fé og taka einir skellinn ef illa fer. Ekki skattgreiðendur eða sparifjáreigendur. Enginn Seðlabanki til þrautavara. Í kjölfar þess að bönkunum verður skipt upp og Landsbankinn þannig gerður að hreinum viðskiptabanka á Alþingi að marka skýra stefnu um að almenningur í gegnum hið opinbera eigi að lágmarki ráðandi hlut í bankanum. Íbúðalánasjóður á nýju formi gæti runnið saman við og orðið burðarás í hinum nýja Landsbanka, og haft það hlutverk að greiða fyrir kaupum ungs fólks á fyrstu íbúð með nýjum leiðum nýrrar ríkisstjórnar. Landsmenn ættu þá kost á að varðveita sparifé sitt og eiga almenn viðskipti við traustan banka þar sem engin hætta væri á að gríðarleg veðmál í áhættusömum fjárfestingum settu innistæður, húsnæðislán og sjálfan ríkissjóð í hættu.Landsbankinn – kjölfestubanki Í litlu samfélagi eins og okkar þarf að vera kjölfestubanki sem er nógu burðugur til að veita harða samkeppni um lægstu vexti. Landsbankinn á nýju formi hreins viðskiptabanka og án áhættusækinnar fjárfestingastefnu er kjörin kjölfesta. – Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn ættu frekar að taka undir þessar hugmyndir um uppstokkun bankakerfisins en að endurspila einkavæðingu bankanna með gamla laginu. Það ferðalag gæti endað með ósköpum einsog bankahrunið kenndi okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Ein helsta orsök bankahrunsins var að bankarnir voru í senn viðskiptabankar sem geymdu sparifé landsmanna en um leið áhættusæknir fjárfestingabankar. Þeir notuðu sparifé landsmanna til að gíra sig upp, tóku vildarvini bankans með sér í víking, lánuðu þeim fé sparifjáreigenda í áhættusöm viðskipti sem gerði þá ofurríka – uns allt brann upp. Um leið settu þeir Ísland á hausinn.Ekki nýtt bankahrun Hafa menn ekkert lært? Viðtöl við Bjarna Benediktsson eftir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins benda til að helsta áhersla flokksins á næsta kjörtímabili verði að endurtaka einkavæðingu bankanna – án þess að stokka bankakerfið upp. Sama vitleysan er að byrja aftur. Til marks um það eru bónusar bankanna, tilraunir Bjarna sjálfs á þessu kjörtímabili til að fá Alþingi til að samþykkja heimildir til miklu hærri bónusa, sjúskið kringum sölu Arion á hlutum í Símanum, að ógleymdri hinni óuppgerðu og óskýrðu sölu Landsbankans á Borgun. Bankastjórinn sem ber ábyrgð á því situr enn – í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Nú virðist Bjarni Ben staðráðinn í að skapa aftur sama umhverfið og olli kollsteypunni þegar brýnast er að stokka upp bankakerfið á grundvelli lexíunnar úr bankahruninu.Skiptum bönkunum upp Á meðan ríkið á bankana væri heillavænlegast að nota tækifærið og skipta þeim upp í hefðbundna viðskiptabanka, en selja frá þeim fjárfestingahlutann. Eigendur nýrra fjárfestingabanka gambla þá með eigið fé og taka einir skellinn ef illa fer. Ekki skattgreiðendur eða sparifjáreigendur. Enginn Seðlabanki til þrautavara. Í kjölfar þess að bönkunum verður skipt upp og Landsbankinn þannig gerður að hreinum viðskiptabanka á Alþingi að marka skýra stefnu um að almenningur í gegnum hið opinbera eigi að lágmarki ráðandi hlut í bankanum. Íbúðalánasjóður á nýju formi gæti runnið saman við og orðið burðarás í hinum nýja Landsbanka, og haft það hlutverk að greiða fyrir kaupum ungs fólks á fyrstu íbúð með nýjum leiðum nýrrar ríkisstjórnar. Landsmenn ættu þá kost á að varðveita sparifé sitt og eiga almenn viðskipti við traustan banka þar sem engin hætta væri á að gríðarleg veðmál í áhættusömum fjárfestingum settu innistæður, húsnæðislán og sjálfan ríkissjóð í hættu.Landsbankinn – kjölfestubanki Í litlu samfélagi eins og okkar þarf að vera kjölfestubanki sem er nógu burðugur til að veita harða samkeppni um lægstu vexti. Landsbankinn á nýju formi hreins viðskiptabanka og án áhættusækinnar fjárfestingastefnu er kjörin kjölfesta. – Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn ættu frekar að taka undir þessar hugmyndir um uppstokkun bankakerfisins en að endurspila einkavæðingu bankanna með gamla laginu. Það ferðalag gæti endað með ósköpum einsog bankahrunið kenndi okkur.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar