Formaður Framsóknarflokksins eða ekki Einar G. Harðarson skrifar 9. september 2016 00:00 Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi allra tíma árið 1920. Hvar er það í dag? Við höfum séð heimsveldi vaxa og hverfa og við höfum séð þjóðir taka miklar félags og efnahaglegar sveiflur. Við sjáum uppgang Indlands og Kína, svo sjáum við Norður Kóreu, Simbabwe og Þýskaland Hitlers. Það eru ákvarðanir manna sem valda uppgangi og falli þjóða. Ákvarðanir sem teknar af fámennum hóp eða jafnvel einum manni. Nærtækt dæmi fyrir okkur er þegar bönkum voru seldar skuldir almennings við föllnu bankana á hrakvirði. Hve margir tóku þá ákvörðun? Sagan segir okkur, svo ekki verður um villst. Við höfum haft leiðtoga síðustu ár sem leitt hefur sína þjóð, okkar þjóð til meiri efnahagslegrar velsældar en þekkst hefur hér á landi. Vissulega voru aðstæður til mikilla og stórra verka en að sama skapi var líka grunnur til að sökkva þjóðinni í skuldir. En nú er ekki verið að spyrja að hvað hefur tekist vel heldur er spurt, á að víkja manni frá völdum sem stýrt hefur þessari sókn í samvinnu við formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir aðrir leiðtogar stjórnmálafokka vita að þeir hvorki gátu né hefðu gert betur. Kosningabaráttan síðasta segir okkur það. Þá var deilt á Sigmund Davíð fyrir að lofa að ná 300 milljörðum frá föllnu bönkunum. Niðurstaðan er hins vegar 858 milljarðar. Sennilega hefðu þeir sem efuðust ekki náð einu sinni 300 milljörðum. Flestum er gefið að afla og eyða peningum og í besta falli að leggja til hliðar. Það er aðeins fáum gefið að afla mikilla peninga. Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni hefur tekist það vel til. Er þá skynsemi í því fyrir þjóðina að fá aðra í þeirra stað? Vegna skipan mála með stjórnmálaflokkum sem eru andstæðingar þá er ekki horft til þjóðarinnar heldur hver er við völd og hver tekur ákvarðanir burtséð frá hagsæld þjóðar. Það geta allir séð að þetta er ekki heppilegt fyrirkomulag til að stjórna landi og því þarf að breyta. Nú er eins og ég sagði, rætt um hvort maður sem leitt hefur þjóð sína til velsældar, eigi að halda stöðu sinni sem leiðtogi flokks eða ekki. Vegna framgöngu fjölmiðla með stuðningi stjórnmálaflokka er málið það, hvort ein mistök sem stjórnmálamaður gerir, geri hann óhæfan til verka fyrir land og þjóð. Það er ekki ljóst hvort eitthvað var gert sem var ólöglegt eða siðlaust. Þvert á móti virðist annað. En mistök voru gerð. Það eru vissulega mistök stjórnmálamanns sem berst fyrir réttlátu kerfi, að eiga reikninga í löndum og bönkum sem notaðir eru sem skattaskjól, en munum þó jafnframt að skattaskjól er ekki skattaskjól nema að það sé notað sem slíkt. Við skulum átta okkur á því í þessu samhengi að tvær góðar og öflugar stoðir hafa bæst við þrjár grundvallarstoðir þjóðfélags okkar, það er fjármálavald og fjölmiðlavald. Þróun fjölmiðla er svo ör að regluverk þess er ekki nógu ígrundað né fullbúið. Mikilvægt er að grunnregluverk allra þessara stoða séu áþekk og í þágu almennings en geti aldrei verið tæki fámennra hópa sem með þessum nýju stoðum geta ráðið örlögum einstaklinga að vild. Sitt sýnist hverjum um vinnubrögð fjölmiðla en allir ættu að geta verið sammála um að illur ásetningur getur ekki liðist þar. Það eru oft mikil gæfa eða ógæfa sem fylgir einni ákvörðun. Það var gæfa fyrir Ísland að Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi allra tíma árið 1920. Hvar er það í dag? Við höfum séð heimsveldi vaxa og hverfa og við höfum séð þjóðir taka miklar félags og efnahaglegar sveiflur. Við sjáum uppgang Indlands og Kína, svo sjáum við Norður Kóreu, Simbabwe og Þýskaland Hitlers. Það eru ákvarðanir manna sem valda uppgangi og falli þjóða. Ákvarðanir sem teknar af fámennum hóp eða jafnvel einum manni. Nærtækt dæmi fyrir okkur er þegar bönkum voru seldar skuldir almennings við föllnu bankana á hrakvirði. Hve margir tóku þá ákvörðun? Sagan segir okkur, svo ekki verður um villst. Við höfum haft leiðtoga síðustu ár sem leitt hefur sína þjóð, okkar þjóð til meiri efnahagslegrar velsældar en þekkst hefur hér á landi. Vissulega voru aðstæður til mikilla og stórra verka en að sama skapi var líka grunnur til að sökkva þjóðinni í skuldir. En nú er ekki verið að spyrja að hvað hefur tekist vel heldur er spurt, á að víkja manni frá völdum sem stýrt hefur þessari sókn í samvinnu við formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir aðrir leiðtogar stjórnmálafokka vita að þeir hvorki gátu né hefðu gert betur. Kosningabaráttan síðasta segir okkur það. Þá var deilt á Sigmund Davíð fyrir að lofa að ná 300 milljörðum frá föllnu bönkunum. Niðurstaðan er hins vegar 858 milljarðar. Sennilega hefðu þeir sem efuðust ekki náð einu sinni 300 milljörðum. Flestum er gefið að afla og eyða peningum og í besta falli að leggja til hliðar. Það er aðeins fáum gefið að afla mikilla peninga. Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni hefur tekist það vel til. Er þá skynsemi í því fyrir þjóðina að fá aðra í þeirra stað? Vegna skipan mála með stjórnmálaflokkum sem eru andstæðingar þá er ekki horft til þjóðarinnar heldur hver er við völd og hver tekur ákvarðanir burtséð frá hagsæld þjóðar. Það geta allir séð að þetta er ekki heppilegt fyrirkomulag til að stjórna landi og því þarf að breyta. Nú er eins og ég sagði, rætt um hvort maður sem leitt hefur þjóð sína til velsældar, eigi að halda stöðu sinni sem leiðtogi flokks eða ekki. Vegna framgöngu fjölmiðla með stuðningi stjórnmálaflokka er málið það, hvort ein mistök sem stjórnmálamaður gerir, geri hann óhæfan til verka fyrir land og þjóð. Það er ekki ljóst hvort eitthvað var gert sem var ólöglegt eða siðlaust. Þvert á móti virðist annað. En mistök voru gerð. Það eru vissulega mistök stjórnmálamanns sem berst fyrir réttlátu kerfi, að eiga reikninga í löndum og bönkum sem notaðir eru sem skattaskjól, en munum þó jafnframt að skattaskjól er ekki skattaskjól nema að það sé notað sem slíkt. Við skulum átta okkur á því í þessu samhengi að tvær góðar og öflugar stoðir hafa bæst við þrjár grundvallarstoðir þjóðfélags okkar, það er fjármálavald og fjölmiðlavald. Þróun fjölmiðla er svo ör að regluverk þess er ekki nógu ígrundað né fullbúið. Mikilvægt er að grunnregluverk allra þessara stoða séu áþekk og í þágu almennings en geti aldrei verið tæki fámennra hópa sem með þessum nýju stoðum geta ráðið örlögum einstaklinga að vild. Sitt sýnist hverjum um vinnubrögð fjölmiðla en allir ættu að geta verið sammála um að illur ásetningur getur ekki liðist þar. Það eru oft mikil gæfa eða ógæfa sem fylgir einni ákvörðun. Það var gæfa fyrir Ísland að Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar