Formaður Framsóknarflokksins eða ekki Einar G. Harðarson skrifar 9. september 2016 00:00 Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi allra tíma árið 1920. Hvar er það í dag? Við höfum séð heimsveldi vaxa og hverfa og við höfum séð þjóðir taka miklar félags og efnahaglegar sveiflur. Við sjáum uppgang Indlands og Kína, svo sjáum við Norður Kóreu, Simbabwe og Þýskaland Hitlers. Það eru ákvarðanir manna sem valda uppgangi og falli þjóða. Ákvarðanir sem teknar af fámennum hóp eða jafnvel einum manni. Nærtækt dæmi fyrir okkur er þegar bönkum voru seldar skuldir almennings við föllnu bankana á hrakvirði. Hve margir tóku þá ákvörðun? Sagan segir okkur, svo ekki verður um villst. Við höfum haft leiðtoga síðustu ár sem leitt hefur sína þjóð, okkar þjóð til meiri efnahagslegrar velsældar en þekkst hefur hér á landi. Vissulega voru aðstæður til mikilla og stórra verka en að sama skapi var líka grunnur til að sökkva þjóðinni í skuldir. En nú er ekki verið að spyrja að hvað hefur tekist vel heldur er spurt, á að víkja manni frá völdum sem stýrt hefur þessari sókn í samvinnu við formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir aðrir leiðtogar stjórnmálafokka vita að þeir hvorki gátu né hefðu gert betur. Kosningabaráttan síðasta segir okkur það. Þá var deilt á Sigmund Davíð fyrir að lofa að ná 300 milljörðum frá föllnu bönkunum. Niðurstaðan er hins vegar 858 milljarðar. Sennilega hefðu þeir sem efuðust ekki náð einu sinni 300 milljörðum. Flestum er gefið að afla og eyða peningum og í besta falli að leggja til hliðar. Það er aðeins fáum gefið að afla mikilla peninga. Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni hefur tekist það vel til. Er þá skynsemi í því fyrir þjóðina að fá aðra í þeirra stað? Vegna skipan mála með stjórnmálaflokkum sem eru andstæðingar þá er ekki horft til þjóðarinnar heldur hver er við völd og hver tekur ákvarðanir burtséð frá hagsæld þjóðar. Það geta allir séð að þetta er ekki heppilegt fyrirkomulag til að stjórna landi og því þarf að breyta. Nú er eins og ég sagði, rætt um hvort maður sem leitt hefur þjóð sína til velsældar, eigi að halda stöðu sinni sem leiðtogi flokks eða ekki. Vegna framgöngu fjölmiðla með stuðningi stjórnmálaflokka er málið það, hvort ein mistök sem stjórnmálamaður gerir, geri hann óhæfan til verka fyrir land og þjóð. Það er ekki ljóst hvort eitthvað var gert sem var ólöglegt eða siðlaust. Þvert á móti virðist annað. En mistök voru gerð. Það eru vissulega mistök stjórnmálamanns sem berst fyrir réttlátu kerfi, að eiga reikninga í löndum og bönkum sem notaðir eru sem skattaskjól, en munum þó jafnframt að skattaskjól er ekki skattaskjól nema að það sé notað sem slíkt. Við skulum átta okkur á því í þessu samhengi að tvær góðar og öflugar stoðir hafa bæst við þrjár grundvallarstoðir þjóðfélags okkar, það er fjármálavald og fjölmiðlavald. Þróun fjölmiðla er svo ör að regluverk þess er ekki nógu ígrundað né fullbúið. Mikilvægt er að grunnregluverk allra þessara stoða séu áþekk og í þágu almennings en geti aldrei verið tæki fámennra hópa sem með þessum nýju stoðum geta ráðið örlögum einstaklinga að vild. Sitt sýnist hverjum um vinnubrögð fjölmiðla en allir ættu að geta verið sammála um að illur ásetningur getur ekki liðist þar. Það eru oft mikil gæfa eða ógæfa sem fylgir einni ákvörðun. Það var gæfa fyrir Ísland að Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi allra tíma árið 1920. Hvar er það í dag? Við höfum séð heimsveldi vaxa og hverfa og við höfum séð þjóðir taka miklar félags og efnahaglegar sveiflur. Við sjáum uppgang Indlands og Kína, svo sjáum við Norður Kóreu, Simbabwe og Þýskaland Hitlers. Það eru ákvarðanir manna sem valda uppgangi og falli þjóða. Ákvarðanir sem teknar af fámennum hóp eða jafnvel einum manni. Nærtækt dæmi fyrir okkur er þegar bönkum voru seldar skuldir almennings við föllnu bankana á hrakvirði. Hve margir tóku þá ákvörðun? Sagan segir okkur, svo ekki verður um villst. Við höfum haft leiðtoga síðustu ár sem leitt hefur sína þjóð, okkar þjóð til meiri efnahagslegrar velsældar en þekkst hefur hér á landi. Vissulega voru aðstæður til mikilla og stórra verka en að sama skapi var líka grunnur til að sökkva þjóðinni í skuldir. En nú er ekki verið að spyrja að hvað hefur tekist vel heldur er spurt, á að víkja manni frá völdum sem stýrt hefur þessari sókn í samvinnu við formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir aðrir leiðtogar stjórnmálafokka vita að þeir hvorki gátu né hefðu gert betur. Kosningabaráttan síðasta segir okkur það. Þá var deilt á Sigmund Davíð fyrir að lofa að ná 300 milljörðum frá föllnu bönkunum. Niðurstaðan er hins vegar 858 milljarðar. Sennilega hefðu þeir sem efuðust ekki náð einu sinni 300 milljörðum. Flestum er gefið að afla og eyða peningum og í besta falli að leggja til hliðar. Það er aðeins fáum gefið að afla mikilla peninga. Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni hefur tekist það vel til. Er þá skynsemi í því fyrir þjóðina að fá aðra í þeirra stað? Vegna skipan mála með stjórnmálaflokkum sem eru andstæðingar þá er ekki horft til þjóðarinnar heldur hver er við völd og hver tekur ákvarðanir burtséð frá hagsæld þjóðar. Það geta allir séð að þetta er ekki heppilegt fyrirkomulag til að stjórna landi og því þarf að breyta. Nú er eins og ég sagði, rætt um hvort maður sem leitt hefur þjóð sína til velsældar, eigi að halda stöðu sinni sem leiðtogi flokks eða ekki. Vegna framgöngu fjölmiðla með stuðningi stjórnmálaflokka er málið það, hvort ein mistök sem stjórnmálamaður gerir, geri hann óhæfan til verka fyrir land og þjóð. Það er ekki ljóst hvort eitthvað var gert sem var ólöglegt eða siðlaust. Þvert á móti virðist annað. En mistök voru gerð. Það eru vissulega mistök stjórnmálamanns sem berst fyrir réttlátu kerfi, að eiga reikninga í löndum og bönkum sem notaðir eru sem skattaskjól, en munum þó jafnframt að skattaskjól er ekki skattaskjól nema að það sé notað sem slíkt. Við skulum átta okkur á því í þessu samhengi að tvær góðar og öflugar stoðir hafa bæst við þrjár grundvallarstoðir þjóðfélags okkar, það er fjármálavald og fjölmiðlavald. Þróun fjölmiðla er svo ör að regluverk þess er ekki nógu ígrundað né fullbúið. Mikilvægt er að grunnregluverk allra þessara stoða séu áþekk og í þágu almennings en geti aldrei verið tæki fámennra hópa sem með þessum nýju stoðum geta ráðið örlögum einstaklinga að vild. Sitt sýnist hverjum um vinnubrögð fjölmiðla en allir ættu að geta verið sammála um að illur ásetningur getur ekki liðist þar. Það eru oft mikil gæfa eða ógæfa sem fylgir einni ákvörðun. Það var gæfa fyrir Ísland að Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun