Auðvitað kláfferjuferðir upp á Esjuna… Magnús H. Skarphéðinsson skrifar 15. september 2016 07:00 Ég ætla bara rétt að vona að borgarstjórn Reykjavíkur heykist ekki á því að leyfa kláfferjuflutninga upp á Esjuna, eins og sótt hefur verið um. Gleðilegra og sjálfsagðara erindi hefur ekki komið lengi á borð borgaryfirvalda fyrir okkur gigtarvini heimsins. Því ljóst er að gigtaraðdáendur eins og ég eygja nú raunverulegan möguleika á að komast einhvern tíma í þessu jarðlífi upp á Esjuna. Að öðrum kosti er það líklega borin von. Ég starfa sjálfur allnokkuð í ferðamennsku (rek m.a. Álfaskólann fyrir útlendinga og hef gert í 28 ár), og þekki vel hversu ólíkir þeir ferðamenn eru sem sækja okkur heim, og langanir og þarfir þeirra eru. Það er nauðsynlegt að hafa sem allra mesta og fjölbreyttasta þjónustu ef halda á þessari stóriðju okkar gangandi áfram sem ferðamannaiðnaðurinn er, og hafa af honum góðan arð – og gleði fyrir gestina sem ganga í bæinn. Enda sjálfsagðasta mál í heimi að ráðast í svona framkvæmdir. Ekki verður það mengunin eða hávaðinn sem okkur mun drepa í þessu máli. Öruggt má telja að hundruð þúsunda ferðamanna og Íslendinga myndu fara upp á Esjuna á hverju ári á góðviðrisdögum til að berja Seltjarnarnesið augum sem meginhluti Reykjavíkurborgar stendur á, ef vel væri að verkefninu staðið, og verðinu yrði stillt í hóf. Að ég tali nú ekki um ef huggulegt kaffihús með stjörnuútsýni væri þar fyrir aðkomendur. Einnig mætti og þyrfti að hafa sýningaraðstöðu fyrir gesti sem sýndi jarðsögulega þróun svæðisins sem og Íslandssögulegt yfirlit yfir borgina og svæðin í kring. Ógleymanleg gæti slík ferð verið upp í þessar útsýnishæðir fyrir flesta sem þangað færu. Sjálfsagt er að verða við ósk heimamanna um að hafa samkeppni um fyrirkomulag og staðsetningu svona mikillar framkvæmdar áður en nokkuð yrði ákveðið um útfærslu hennar. Því betur sjá augu en auga í þessu máli sem öðrum. En það er engin ástæða til að hlusta á nöldur og úrtöluraddir þeirra um sjónmengun eða álag á svæðið ef af yrði. Það minnir mig á kvartanirnar sem Strætó fékk alltaf og fær þegar nýjar biðstöðvar eru settar upp. Enginn vill hafa biðstöðina fyrir utan hjá sér, bara fyrir utan hús nágrannans. Helst ekki lengra í burtu en það. En það hefur ekkert upp á sig að koma svona mannvirki upp ef verðlagningin verður eitthvað í líkingu við okrið á sundsprettinum í Bláa lóninu. (Þar kostar sundspretturinn frá 5.400 krónum ódýrasta gjald fyrir fullorðna, og upp úr, allt að 26.500 krónur, fyrir eina heimsókn). – Það yrði að tryggja það með forsjá borgarinnar að verðinu yrði stillt í hóf í kláfinn og fyrir kaffisopann uppi á Esjunni svo almenningur geti átt þessa kost einnig. Annars getum við bara sleppt því að gefa leyfi fyrir þessari annars þörfu og góðu framkvæmd, ef bara ríkir túrhestar hefðu efni á þessum lúxus.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla bara rétt að vona að borgarstjórn Reykjavíkur heykist ekki á því að leyfa kláfferjuflutninga upp á Esjuna, eins og sótt hefur verið um. Gleðilegra og sjálfsagðara erindi hefur ekki komið lengi á borð borgaryfirvalda fyrir okkur gigtarvini heimsins. Því ljóst er að gigtaraðdáendur eins og ég eygja nú raunverulegan möguleika á að komast einhvern tíma í þessu jarðlífi upp á Esjuna. Að öðrum kosti er það líklega borin von. Ég starfa sjálfur allnokkuð í ferðamennsku (rek m.a. Álfaskólann fyrir útlendinga og hef gert í 28 ár), og þekki vel hversu ólíkir þeir ferðamenn eru sem sækja okkur heim, og langanir og þarfir þeirra eru. Það er nauðsynlegt að hafa sem allra mesta og fjölbreyttasta þjónustu ef halda á þessari stóriðju okkar gangandi áfram sem ferðamannaiðnaðurinn er, og hafa af honum góðan arð – og gleði fyrir gestina sem ganga í bæinn. Enda sjálfsagðasta mál í heimi að ráðast í svona framkvæmdir. Ekki verður það mengunin eða hávaðinn sem okkur mun drepa í þessu máli. Öruggt má telja að hundruð þúsunda ferðamanna og Íslendinga myndu fara upp á Esjuna á hverju ári á góðviðrisdögum til að berja Seltjarnarnesið augum sem meginhluti Reykjavíkurborgar stendur á, ef vel væri að verkefninu staðið, og verðinu yrði stillt í hóf. Að ég tali nú ekki um ef huggulegt kaffihús með stjörnuútsýni væri þar fyrir aðkomendur. Einnig mætti og þyrfti að hafa sýningaraðstöðu fyrir gesti sem sýndi jarðsögulega þróun svæðisins sem og Íslandssögulegt yfirlit yfir borgina og svæðin í kring. Ógleymanleg gæti slík ferð verið upp í þessar útsýnishæðir fyrir flesta sem þangað færu. Sjálfsagt er að verða við ósk heimamanna um að hafa samkeppni um fyrirkomulag og staðsetningu svona mikillar framkvæmdar áður en nokkuð yrði ákveðið um útfærslu hennar. Því betur sjá augu en auga í þessu máli sem öðrum. En það er engin ástæða til að hlusta á nöldur og úrtöluraddir þeirra um sjónmengun eða álag á svæðið ef af yrði. Það minnir mig á kvartanirnar sem Strætó fékk alltaf og fær þegar nýjar biðstöðvar eru settar upp. Enginn vill hafa biðstöðina fyrir utan hjá sér, bara fyrir utan hús nágrannans. Helst ekki lengra í burtu en það. En það hefur ekkert upp á sig að koma svona mannvirki upp ef verðlagningin verður eitthvað í líkingu við okrið á sundsprettinum í Bláa lóninu. (Þar kostar sundspretturinn frá 5.400 krónum ódýrasta gjald fyrir fullorðna, og upp úr, allt að 26.500 krónur, fyrir eina heimsókn). – Það yrði að tryggja það með forsjá borgarinnar að verðinu yrði stillt í hóf í kláfinn og fyrir kaffisopann uppi á Esjunni svo almenningur geti átt þessa kost einnig. Annars getum við bara sleppt því að gefa leyfi fyrir þessari annars þörfu og góðu framkvæmd, ef bara ríkir túrhestar hefðu efni á þessum lúxus.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar