Fleiri valkostir og aukið öryggi Eygló Harðardóttir skrifar 15. september 2016 07:00 Lög um almennar íbúðir voru samþykkt á vorþinginu. Með lögunum var komið á nýju félagslegu húsnæðiskerfi þar sem ríki og sveitarfélög munu veita 30 prósenta stofnframlög til fjölgunar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært að sjá sér fyrir húsnæði vegna félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda. Í tengslum við kjarasamninga fyrir ári síðan var jafnframt lofað að fjölga almennum íbúðum um 2.300 á fjórum árum. Íbúðalánasjóður hefur unnið að undirbúningi úthlutunar stofnframlaga ríkisins og hefur þegar auglýst eftir fyrstu umsóknum. ASÍ og BSRB hafa tekið ákvörðun um að stofna leigufélag á grunni laganna og áætla að afhenda eina nýja fullbúna blokk til útleigu í hverjum mánuði frá 2018. Viljayfirlýsingar um uppbyggingu 1.150 leiguíbúða hafa þegar verið undirritaðar við Reykjavík og Hafnarfjörð og er áætluð heildarfjárfesting á vegum félagsins um 27 milljarðar króna á næstu fjórum til sex árum. Fleiri sveitarfélög hafa sýnt verkefninu áhuga og leitað eftir samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Fleiri aðilar eru að huga að uppbyggingu á leiguíbúðum og umsóknum um stofnframlög eða vaxtaniðurgreiðslu frá stjórnvöldum. Áætla má að byggðar verði námsmannaíbúðir á vegum Félagsstofnunar stúdenta, Byggingafélags námsmanna og Háskólans í Reykjavík fyrir allt að 15 milljarða króna á næstu 4-5 árum. Þá eru ótalin þau verkefni sem hagsmunasamtök fatlaðs fólks á borð við Landssamtökin Þroskahjálp, Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins o.fl. standa fyrir. Auk þessa hafa sveitarfélögin sjálf skýrar lagaskyldur gagnvart fólki sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði vegna félagslegs vanda. Nýtt húsnæðisbótakerfi mun styðja enn frekar við leigjendur en það tekur gildi um næstu áramót. Grunnbætur einstaklings verða 31.000 kr. á mánuði frá og með gildistöku laganna um næstu áramót eða 372.000 kr. á ári. Með þessu stuðlum við að því að landsmenn hafi aukið val um búsetuform og búi við meira öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Lög um almennar íbúðir voru samþykkt á vorþinginu. Með lögunum var komið á nýju félagslegu húsnæðiskerfi þar sem ríki og sveitarfélög munu veita 30 prósenta stofnframlög til fjölgunar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært að sjá sér fyrir húsnæði vegna félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda. Í tengslum við kjarasamninga fyrir ári síðan var jafnframt lofað að fjölga almennum íbúðum um 2.300 á fjórum árum. Íbúðalánasjóður hefur unnið að undirbúningi úthlutunar stofnframlaga ríkisins og hefur þegar auglýst eftir fyrstu umsóknum. ASÍ og BSRB hafa tekið ákvörðun um að stofna leigufélag á grunni laganna og áætla að afhenda eina nýja fullbúna blokk til útleigu í hverjum mánuði frá 2018. Viljayfirlýsingar um uppbyggingu 1.150 leiguíbúða hafa þegar verið undirritaðar við Reykjavík og Hafnarfjörð og er áætluð heildarfjárfesting á vegum félagsins um 27 milljarðar króna á næstu fjórum til sex árum. Fleiri sveitarfélög hafa sýnt verkefninu áhuga og leitað eftir samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Fleiri aðilar eru að huga að uppbyggingu á leiguíbúðum og umsóknum um stofnframlög eða vaxtaniðurgreiðslu frá stjórnvöldum. Áætla má að byggðar verði námsmannaíbúðir á vegum Félagsstofnunar stúdenta, Byggingafélags námsmanna og Háskólans í Reykjavík fyrir allt að 15 milljarða króna á næstu 4-5 árum. Þá eru ótalin þau verkefni sem hagsmunasamtök fatlaðs fólks á borð við Landssamtökin Þroskahjálp, Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins o.fl. standa fyrir. Auk þessa hafa sveitarfélögin sjálf skýrar lagaskyldur gagnvart fólki sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði vegna félagslegs vanda. Nýtt húsnæðisbótakerfi mun styðja enn frekar við leigjendur en það tekur gildi um næstu áramót. Grunnbætur einstaklings verða 31.000 kr. á mánuði frá og með gildistöku laganna um næstu áramót eða 372.000 kr. á ári. Með þessu stuðlum við að því að landsmenn hafi aukið val um búsetuform og búi við meira öryggi í húsnæðismálum í samræmi við þarfir hvers og eins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar