Sáu ekki ástæðu til að tilkynna tölvuatvik Sigmundar Davíðs til lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2016 10:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Bessastöðum tæpri viku eftir að hann tilkynnti um mögulegt innbrot í tölvu sína. Vísir/Anton Rekstrarfélag Stjórnarráðsins taldi ekki ástæðu til þess að tilkynna lögreglu um öryggisatvik sem upp kom í tengslum við tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra þann 1. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðmundar H. Kjæernested framkvæmdastjóra Rekstrarfélagsins við fyrirspurn Vísis en um liðna helgi sagði Sigmundur Davíð frá því á miðstjórnarfundi Framsóknar að brotist hefði verið inn í tölvuna hana. Í kjölfarið var Rekstrarfélagið, sem sér um tölvuöryggismál Stjórnarráðsins, spurt út í innbrotið en í svari félagsins við fyrirspurn Kjarnans á mánudag kom fram að ekki hefðu fundist staðfest ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað. Sigmundur Davíð sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á mánudag að hann sjálfur hefði ekki tilkynnt málið til lögreglu heldur látið Rekstrarfélagið vita. Tölvan hefði verið skoðuð og sagði Sigmundur að tæknimenn hafi fundið viðhengi í tölvupósti sem var í raun njósnaforrit til að komast inn í tölvu. Honum hafi verið sagt að það eina örugga í stöðunni hafi verið að skipta um harða diskinn í tölvunni; ekki hafi verið nóg að strauja hana. Rekstrarfélagið staðfestir hvorki að njósnaforrit hafi fundist í viðhenginu né að Sigmundi hafi verið ráðlagt að skipta um harðan disk þar sem félagið telur sig ekki geta farið nánar í efnisatriði málsins og vísar til 1. töluliðar 10. málsgreinar upplýsingalaga sem kveður á um að takmarka megi aðgang almennings að upplýsingum ef þær varða öryggi ríkisins eða varnarmál. Í svari við fyrirspurn Vísis um hvaða ferli fari í gang innan Stjórnarráðsins þegar grunur leikur á að brotist hafi verið inn í tölvu einhvers af æðstu ráðamönnum ríkisins segir að staðarnet og tölvur Stjórnarráðsins verði reglulega fyrir ýmsum árásum líkt og algengt er hjá stjórnvöldum víða um heim. „Áhersla er lögð á að gæta að öryggi gagna og upplýsinga og unnið er samkvæmt vottuðu öryggisstjórnunarkerfi ISO27001. Það segir m.a. til um hvernig haga skuli viðbrögðum ef upp koma öryggisfrávik. Öryggisstjórnunarkerfið er endurskoðað með reglubundnum hætti. Þá á Stjórnarráðið í góðu samstarfi við Ríkislögreglustjóra og aðra sem bera ábyrgð á öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir í svari framkvæmdastjóra Rekstrarfélags Stjórnarráðsins. Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Rekstrarfélag Stjórnarráðsins taldi ekki ástæðu til þess að tilkynna lögreglu um öryggisatvik sem upp kom í tengslum við tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra þann 1. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðmundar H. Kjæernested framkvæmdastjóra Rekstrarfélagsins við fyrirspurn Vísis en um liðna helgi sagði Sigmundur Davíð frá því á miðstjórnarfundi Framsóknar að brotist hefði verið inn í tölvuna hana. Í kjölfarið var Rekstrarfélagið, sem sér um tölvuöryggismál Stjórnarráðsins, spurt út í innbrotið en í svari félagsins við fyrirspurn Kjarnans á mánudag kom fram að ekki hefðu fundist staðfest ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað. Sigmundur Davíð sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á mánudag að hann sjálfur hefði ekki tilkynnt málið til lögreglu heldur látið Rekstrarfélagið vita. Tölvan hefði verið skoðuð og sagði Sigmundur að tæknimenn hafi fundið viðhengi í tölvupósti sem var í raun njósnaforrit til að komast inn í tölvu. Honum hafi verið sagt að það eina örugga í stöðunni hafi verið að skipta um harða diskinn í tölvunni; ekki hafi verið nóg að strauja hana. Rekstrarfélagið staðfestir hvorki að njósnaforrit hafi fundist í viðhenginu né að Sigmundi hafi verið ráðlagt að skipta um harðan disk þar sem félagið telur sig ekki geta farið nánar í efnisatriði málsins og vísar til 1. töluliðar 10. málsgreinar upplýsingalaga sem kveður á um að takmarka megi aðgang almennings að upplýsingum ef þær varða öryggi ríkisins eða varnarmál. Í svari við fyrirspurn Vísis um hvaða ferli fari í gang innan Stjórnarráðsins þegar grunur leikur á að brotist hafi verið inn í tölvu einhvers af æðstu ráðamönnum ríkisins segir að staðarnet og tölvur Stjórnarráðsins verði reglulega fyrir ýmsum árásum líkt og algengt er hjá stjórnvöldum víða um heim. „Áhersla er lögð á að gæta að öryggi gagna og upplýsinga og unnið er samkvæmt vottuðu öryggisstjórnunarkerfi ISO27001. Það segir m.a. til um hvernig haga skuli viðbrögðum ef upp koma öryggisfrávik. Öryggisstjórnunarkerfið er endurskoðað með reglubundnum hætti. Þá á Stjórnarráðið í góðu samstarfi við Ríkislögreglustjóra og aðra sem bera ábyrgð á öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir í svari framkvæmdastjóra Rekstrarfélags Stjórnarráðsins.
Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33
Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30
Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26