Sáu ekki ástæðu til að tilkynna tölvuatvik Sigmundar Davíðs til lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2016 10:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Bessastöðum tæpri viku eftir að hann tilkynnti um mögulegt innbrot í tölvu sína. Vísir/Anton Rekstrarfélag Stjórnarráðsins taldi ekki ástæðu til þess að tilkynna lögreglu um öryggisatvik sem upp kom í tengslum við tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra þann 1. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðmundar H. Kjæernested framkvæmdastjóra Rekstrarfélagsins við fyrirspurn Vísis en um liðna helgi sagði Sigmundur Davíð frá því á miðstjórnarfundi Framsóknar að brotist hefði verið inn í tölvuna hana. Í kjölfarið var Rekstrarfélagið, sem sér um tölvuöryggismál Stjórnarráðsins, spurt út í innbrotið en í svari félagsins við fyrirspurn Kjarnans á mánudag kom fram að ekki hefðu fundist staðfest ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað. Sigmundur Davíð sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á mánudag að hann sjálfur hefði ekki tilkynnt málið til lögreglu heldur látið Rekstrarfélagið vita. Tölvan hefði verið skoðuð og sagði Sigmundur að tæknimenn hafi fundið viðhengi í tölvupósti sem var í raun njósnaforrit til að komast inn í tölvu. Honum hafi verið sagt að það eina örugga í stöðunni hafi verið að skipta um harða diskinn í tölvunni; ekki hafi verið nóg að strauja hana. Rekstrarfélagið staðfestir hvorki að njósnaforrit hafi fundist í viðhenginu né að Sigmundi hafi verið ráðlagt að skipta um harðan disk þar sem félagið telur sig ekki geta farið nánar í efnisatriði málsins og vísar til 1. töluliðar 10. málsgreinar upplýsingalaga sem kveður á um að takmarka megi aðgang almennings að upplýsingum ef þær varða öryggi ríkisins eða varnarmál. Í svari við fyrirspurn Vísis um hvaða ferli fari í gang innan Stjórnarráðsins þegar grunur leikur á að brotist hafi verið inn í tölvu einhvers af æðstu ráðamönnum ríkisins segir að staðarnet og tölvur Stjórnarráðsins verði reglulega fyrir ýmsum árásum líkt og algengt er hjá stjórnvöldum víða um heim. „Áhersla er lögð á að gæta að öryggi gagna og upplýsinga og unnið er samkvæmt vottuðu öryggisstjórnunarkerfi ISO27001. Það segir m.a. til um hvernig haga skuli viðbrögðum ef upp koma öryggisfrávik. Öryggisstjórnunarkerfið er endurskoðað með reglubundnum hætti. Þá á Stjórnarráðið í góðu samstarfi við Ríkislögreglustjóra og aðra sem bera ábyrgð á öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir í svari framkvæmdastjóra Rekstrarfélags Stjórnarráðsins. Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Rekstrarfélag Stjórnarráðsins taldi ekki ástæðu til þess að tilkynna lögreglu um öryggisatvik sem upp kom í tengslum við tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra þann 1. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í skriflegu svari Guðmundar H. Kjæernested framkvæmdastjóra Rekstrarfélagsins við fyrirspurn Vísis en um liðna helgi sagði Sigmundur Davíð frá því á miðstjórnarfundi Framsóknar að brotist hefði verið inn í tölvuna hana. Í kjölfarið var Rekstrarfélagið, sem sér um tölvuöryggismál Stjórnarráðsins, spurt út í innbrotið en í svari félagsins við fyrirspurn Kjarnans á mánudag kom fram að ekki hefðu fundist staðfest ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað. Sigmundur Davíð sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á mánudag að hann sjálfur hefði ekki tilkynnt málið til lögreglu heldur látið Rekstrarfélagið vita. Tölvan hefði verið skoðuð og sagði Sigmundur að tæknimenn hafi fundið viðhengi í tölvupósti sem var í raun njósnaforrit til að komast inn í tölvu. Honum hafi verið sagt að það eina örugga í stöðunni hafi verið að skipta um harða diskinn í tölvunni; ekki hafi verið nóg að strauja hana. Rekstrarfélagið staðfestir hvorki að njósnaforrit hafi fundist í viðhenginu né að Sigmundi hafi verið ráðlagt að skipta um harðan disk þar sem félagið telur sig ekki geta farið nánar í efnisatriði málsins og vísar til 1. töluliðar 10. málsgreinar upplýsingalaga sem kveður á um að takmarka megi aðgang almennings að upplýsingum ef þær varða öryggi ríkisins eða varnarmál. Í svari við fyrirspurn Vísis um hvaða ferli fari í gang innan Stjórnarráðsins þegar grunur leikur á að brotist hafi verið inn í tölvu einhvers af æðstu ráðamönnum ríkisins segir að staðarnet og tölvur Stjórnarráðsins verði reglulega fyrir ýmsum árásum líkt og algengt er hjá stjórnvöldum víða um heim. „Áhersla er lögð á að gæta að öryggi gagna og upplýsinga og unnið er samkvæmt vottuðu öryggisstjórnunarkerfi ISO27001. Það segir m.a. til um hvernig haga skuli viðbrögðum ef upp koma öryggisfrávik. Öryggisstjórnunarkerfið er endurskoðað með reglubundnum hætti. Þá á Stjórnarráðið í góðu samstarfi við Ríkislögreglustjóra og aðra sem bera ábyrgð á öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir í svari framkvæmdastjóra Rekstrarfélags Stjórnarráðsins.
Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33
Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30
Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26