Sjálfstæðir fjölmiðlar eru ekki sjálfsagðir Arnþrúður Karlsdóttir, Orri Hauksson, Ingvi Hrafn Jónsson og Sævar Freyr Þráinsson og Rakel Sveinsdóttir skrifa 1. september 2016 07:00 Frjáls fjölmiðlun í ljósvaka á 90 ára afmæli í ár. Ottó B. Arnar símfræðingur stóð að félagi um útvarpsstöðina H.f. Útvarp, sem hefði getað fagnað afmælinu í ár ef hún hefði ekki orðið gjaldþrota árið 1928. Fyrsta frumvarp um útvarpsrekstur var samþykkt frá Alþingi sama ár og hið nýja félag fékk aðstöðu í Loftskeytastöðinni á Melum til útsendinga fjórum árum á undan Ríkisútvarpinu. Gjaldþrotið varð sökum þess að Alþingi hafnaði beiðni um einkasölu á viðtækjum til að standa undir rekstri. Alþingi setti nokkrum árum síðar lög um útvarp í ríkiseigu og skyldi rekstur þess fjármagnaður að hluta með viðtækjasölu. Í millitíðinni hafði reyndar annað einkafyrirtæki hafið rekstur norður á Akureyri. Arthur Gook, trúboði í söfnuðinum á Sjónarhæð, hóf útsendingar trúarlegs útvarps í árslok 1927. Eitthvað virðist hið trúarlega útvarp hafa farið út af sporinu því atvinnumálaráðherra hafnaði beiðni um að framlengja leyfi þess árið 1929 með því fororði að það hefði ekki haft leyfi til reksturs „gaman-útvarps“. Ríkisútvarpið var stofnað í kjölfar þessara tilrauna einkaaðila og hóf útsendingar í skugga heimskreppu árið 1930. Íslenska ríkið var með einkarétt á útsendingum útvarps allt þar til Bylgjan hóf útsendingar 28. ágúst 1986 í kjölfar setningar nýrra útvarpslaga þáverandi menntamálaráðherra, Ragnhildar Helgadóttur. Þessi lög urðu ekki til í tómarúmi en í verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 lokuðust útvarps- og sjónvarpsstöðvar ríkisins. Einkaaðilar stigu þá fram og sýndu fram á tímaskekkju þess að þeim væri bannað að senda frá sér efni á öldum ljósvakans. Fæstir sakna einkaleyfis Ríkisútvarpsins og þótt ríflega 70 prósent landsmanna horfi eða hlusti á RÚV á hverjum degi horfa nú ríflega 73 prósent þeirra einnig á einkarekna ljósvakamiðla á hverjum degi. Fjölmiðlar eru í stöðugri þróun. Það þarf lagaumhverfið líka að vera. Íslenskur fjölmiðlamarkaður er ekki eyland. Erlendir miðlar sækja okkur heim án þess að greiða hér skatta eða gjöld. Kvaðir sem settar eru á innlenda miðla ná ekki til þeirra. Auglýsingatekjur renna í auknum mæli úr landi og stór hluti þeirra til ríkisins í gegnum Ríkisútvarpið. Í kvöld ætlum við að minna notendur ljósvakamiðla á gamla tíma með því að slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur klukkan 21. Með því viljum við minna á að tilvist innlendra sjálfstæðra fjölmiðla er ekki sjálfsagður hluti af tilverunni. Það er komið að Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Við biðjum um sanngjarnt rekstrarumhverfi og andrými, þannig að fjölbreyttir íslenskir miðlar geti blómstrað, samhliða ríkisstyrktum fjölmiðli, erlendri samkeppni og nýrri tækni.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Brynjar: Þegar maður ræðir breytingar á RÚV líta margir á það sem árás Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Katrín Jakobsdóttir voru meðal gesta Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 28. ágúst 2016 12:54 Einkareknir ljósvakamiðlar slökkva á útsendingum sínum á fimmtudag Miðlarnir munu slökkva á útsendingum sínum í sjö mínútur fimmtudagskvöldið klukkan 21. 29. ágúst 2016 13:20 Áskorun um gerð lagabreytinga Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. 23. ágúst 2016 08:30 Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Frjáls fjölmiðlun í ljósvaka á 90 ára afmæli í ár. Ottó B. Arnar símfræðingur stóð að félagi um útvarpsstöðina H.f. Útvarp, sem hefði getað fagnað afmælinu í ár ef hún hefði ekki orðið gjaldþrota árið 1928. Fyrsta frumvarp um útvarpsrekstur var samþykkt frá Alþingi sama ár og hið nýja félag fékk aðstöðu í Loftskeytastöðinni á Melum til útsendinga fjórum árum á undan Ríkisútvarpinu. Gjaldþrotið varð sökum þess að Alþingi hafnaði beiðni um einkasölu á viðtækjum til að standa undir rekstri. Alþingi setti nokkrum árum síðar lög um útvarp í ríkiseigu og skyldi rekstur þess fjármagnaður að hluta með viðtækjasölu. Í millitíðinni hafði reyndar annað einkafyrirtæki hafið rekstur norður á Akureyri. Arthur Gook, trúboði í söfnuðinum á Sjónarhæð, hóf útsendingar trúarlegs útvarps í árslok 1927. Eitthvað virðist hið trúarlega útvarp hafa farið út af sporinu því atvinnumálaráðherra hafnaði beiðni um að framlengja leyfi þess árið 1929 með því fororði að það hefði ekki haft leyfi til reksturs „gaman-útvarps“. Ríkisútvarpið var stofnað í kjölfar þessara tilrauna einkaaðila og hóf útsendingar í skugga heimskreppu árið 1930. Íslenska ríkið var með einkarétt á útsendingum útvarps allt þar til Bylgjan hóf útsendingar 28. ágúst 1986 í kjölfar setningar nýrra útvarpslaga þáverandi menntamálaráðherra, Ragnhildar Helgadóttur. Þessi lög urðu ekki til í tómarúmi en í verkfalli opinberra starfsmanna árið 1984 lokuðust útvarps- og sjónvarpsstöðvar ríkisins. Einkaaðilar stigu þá fram og sýndu fram á tímaskekkju þess að þeim væri bannað að senda frá sér efni á öldum ljósvakans. Fæstir sakna einkaleyfis Ríkisútvarpsins og þótt ríflega 70 prósent landsmanna horfi eða hlusti á RÚV á hverjum degi horfa nú ríflega 73 prósent þeirra einnig á einkarekna ljósvakamiðla á hverjum degi. Fjölmiðlar eru í stöðugri þróun. Það þarf lagaumhverfið líka að vera. Íslenskur fjölmiðlamarkaður er ekki eyland. Erlendir miðlar sækja okkur heim án þess að greiða hér skatta eða gjöld. Kvaðir sem settar eru á innlenda miðla ná ekki til þeirra. Auglýsingatekjur renna í auknum mæli úr landi og stór hluti þeirra til ríkisins í gegnum Ríkisútvarpið. Í kvöld ætlum við að minna notendur ljósvakamiðla á gamla tíma með því að slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur klukkan 21. Með því viljum við minna á að tilvist innlendra sjálfstæðra fjölmiðla er ekki sjálfsagður hluti af tilverunni. Það er komið að Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Við biðjum um sanngjarnt rekstrarumhverfi og andrými, þannig að fjölbreyttir íslenskir miðlar geti blómstrað, samhliða ríkisstyrktum fjölmiðli, erlendri samkeppni og nýrri tækni.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla
Brynjar: Þegar maður ræðir breytingar á RÚV líta margir á það sem árás Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Katrín Jakobsdóttir voru meðal gesta Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 28. ágúst 2016 12:54
Einkareknir ljósvakamiðlar slökkva á útsendingum sínum á fimmtudag Miðlarnir munu slökkva á útsendingum sínum í sjö mínútur fimmtudagskvöldið klukkan 21. 29. ágúst 2016 13:20
Áskorun um gerð lagabreytinga Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. 23. ágúst 2016 08:30
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun