Instagram er ekkert bara fyrir „fyrirmyndarlíkamana“ Guðrún Ansnes skrifar 1. september 2016 11:15 Tara Margrét í svokölluðum bodycon-kjól sem notið hefur mikilla vinsælda. Hún er einkar glæsileg. „Ég vaknaði bara einn morguninn og sá að Instagramið mitt var sprungið,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Tara er líklega ein af fyrstu íslensku yfirstærðarfyrirmyndunum á Instagram og hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg hraðar en hún gat ímyndað sér. Frá því að Tara opnaði fataskápinn sinn fyrir alþjóð í Fréttablaðinu fyrr í sumar hefur hún varla getað lokað honum. Vegna þrýstings opnaði hún svo Instagram-reikninginn sinn fyrir almenningi og þá varð ekki aftur snúið. Hún var orðin að fyrirmynd sem ungar stúlkur hafa beðið eftir.„Hver segir að feitar stelpur geti ekki klæðst mynstruðu?“ spyr Tara réttilega.Og ekki skemmdi fyrir þegar Instagram-stjarnan FullfiguredFashion með fylgjendur á pari við íslensku þjóðina, hoppaði á vagninn og deildi myndum frá Töru. „Þetta er ótrúleg upplifun,“ segir hún sæl. „Mig óraði nú ekki fyrir þessu, viðbrögðin við tískuþættinum voru svo miklu meiri en við nokkrum pistli sem ég hef skrifað um málefnið. En þetta var risastórt skref fyrir mig og snerist ekki um það sem ég hef að segja heldur um líkama minn, sem ekki snýst um þessa hefðbundnu fegurð eða fellur undir hugtakið fyrirmyndarlíkami. Ég viðurkenni að ég var ótrúlega stressuð yfir þeim kommentum sem ég gæti fengið og var búin að brynja mig vel. Þau bara komu ekki,“ segir hún glöð. “Eðli málsins samkvæmt er Tara yfir sig ánægð með að líkamsímyndarskilaboðin hennar virðast falla vel í kramið og segir gríðarlega mikilvægt að hugmyndir um eitthvað eins og OOTD, eða dress dagsins, sé ekki fyrirbæri sem eyrnamerkt sé einhverri fyrirframgefinni líkamsgerð. „Ég er ekki þessi hefðbundna líkamsgerð í tískuþætti og þetta er greinilega eitthvað sem þurfti. Það þurfti einhver feit manneskja að stíga fram. Ég er feit kona og ég tek orðið feit bara aftur til mín. Það er valdeflandi að stíga svona fram,“ segir hún og er afar stolt af þeim sem fylgt hafa í kjölfarið, en fjölmargar hafa sett sig í samband við hana í því samhengi.Flott á leiðinni út á lífið. Tara er sannkölluð fyrirmynd sem gerir nákvæmlega það sem henni sýnist.„Það skiptir svo miklu máli að við sjáum aðra líkama en þessa svokölluðu fyrirmyndarlíkama í flottum fötum. Fatlaðir, feitir eða hvað sem er verða að sjást líka,“ segir hún ákveðin og bendir á að frá því hún fór að láta til sín taka á Instagram, hafi fyrirspurnum um hvar hún fái fötin sín rignt inn, svo greinilega sé gat í markaði sem einhverjir ættu að stökkva á hið snarasta. „Það er frekar merkilegt fyrir mig að upplifa hversu pólitískt afl líkaminn er, rétt eins og orðin,“ segir Tara og segist vona innilega að fleiri feti í hennar fótspor. „Heilsufarið er svo margþátta fyrirbæri sem einskorðast ekki aðeins við ákveðna líkamsmynd. Jákvæð líkamsmynd og sjálfsmynd vegur mjög þungt í heildarmyndinni,“ segir hún einlæg að lokum. Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
„Ég vaknaði bara einn morguninn og sá að Instagramið mitt var sprungið,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Tara er líklega ein af fyrstu íslensku yfirstærðarfyrirmyndunum á Instagram og hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg hraðar en hún gat ímyndað sér. Frá því að Tara opnaði fataskápinn sinn fyrir alþjóð í Fréttablaðinu fyrr í sumar hefur hún varla getað lokað honum. Vegna þrýstings opnaði hún svo Instagram-reikninginn sinn fyrir almenningi og þá varð ekki aftur snúið. Hún var orðin að fyrirmynd sem ungar stúlkur hafa beðið eftir.„Hver segir að feitar stelpur geti ekki klæðst mynstruðu?“ spyr Tara réttilega.Og ekki skemmdi fyrir þegar Instagram-stjarnan FullfiguredFashion með fylgjendur á pari við íslensku þjóðina, hoppaði á vagninn og deildi myndum frá Töru. „Þetta er ótrúleg upplifun,“ segir hún sæl. „Mig óraði nú ekki fyrir þessu, viðbrögðin við tískuþættinum voru svo miklu meiri en við nokkrum pistli sem ég hef skrifað um málefnið. En þetta var risastórt skref fyrir mig og snerist ekki um það sem ég hef að segja heldur um líkama minn, sem ekki snýst um þessa hefðbundnu fegurð eða fellur undir hugtakið fyrirmyndarlíkami. Ég viðurkenni að ég var ótrúlega stressuð yfir þeim kommentum sem ég gæti fengið og var búin að brynja mig vel. Þau bara komu ekki,“ segir hún glöð. “Eðli málsins samkvæmt er Tara yfir sig ánægð með að líkamsímyndarskilaboðin hennar virðast falla vel í kramið og segir gríðarlega mikilvægt að hugmyndir um eitthvað eins og OOTD, eða dress dagsins, sé ekki fyrirbæri sem eyrnamerkt sé einhverri fyrirframgefinni líkamsgerð. „Ég er ekki þessi hefðbundna líkamsgerð í tískuþætti og þetta er greinilega eitthvað sem þurfti. Það þurfti einhver feit manneskja að stíga fram. Ég er feit kona og ég tek orðið feit bara aftur til mín. Það er valdeflandi að stíga svona fram,“ segir hún og er afar stolt af þeim sem fylgt hafa í kjölfarið, en fjölmargar hafa sett sig í samband við hana í því samhengi.Flott á leiðinni út á lífið. Tara er sannkölluð fyrirmynd sem gerir nákvæmlega það sem henni sýnist.„Það skiptir svo miklu máli að við sjáum aðra líkama en þessa svokölluðu fyrirmyndarlíkama í flottum fötum. Fatlaðir, feitir eða hvað sem er verða að sjást líka,“ segir hún ákveðin og bendir á að frá því hún fór að láta til sín taka á Instagram, hafi fyrirspurnum um hvar hún fái fötin sín rignt inn, svo greinilega sé gat í markaði sem einhverjir ættu að stökkva á hið snarasta. „Það er frekar merkilegt fyrir mig að upplifa hversu pólitískt afl líkaminn er, rétt eins og orðin,“ segir Tara og segist vona innilega að fleiri feti í hennar fótspor. „Heilsufarið er svo margþátta fyrirbæri sem einskorðast ekki aðeins við ákveðna líkamsmynd. Jákvæð líkamsmynd og sjálfsmynd vegur mjög þungt í heildarmyndinni,“ segir hún einlæg að lokum.
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira