Instagram er ekkert bara fyrir „fyrirmyndarlíkamana“ Guðrún Ansnes skrifar 1. september 2016 11:15 Tara Margrét í svokölluðum bodycon-kjól sem notið hefur mikilla vinsælda. Hún er einkar glæsileg. „Ég vaknaði bara einn morguninn og sá að Instagramið mitt var sprungið,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Tara er líklega ein af fyrstu íslensku yfirstærðarfyrirmyndunum á Instagram og hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg hraðar en hún gat ímyndað sér. Frá því að Tara opnaði fataskápinn sinn fyrir alþjóð í Fréttablaðinu fyrr í sumar hefur hún varla getað lokað honum. Vegna þrýstings opnaði hún svo Instagram-reikninginn sinn fyrir almenningi og þá varð ekki aftur snúið. Hún var orðin að fyrirmynd sem ungar stúlkur hafa beðið eftir.„Hver segir að feitar stelpur geti ekki klæðst mynstruðu?“ spyr Tara réttilega.Og ekki skemmdi fyrir þegar Instagram-stjarnan FullfiguredFashion með fylgjendur á pari við íslensku þjóðina, hoppaði á vagninn og deildi myndum frá Töru. „Þetta er ótrúleg upplifun,“ segir hún sæl. „Mig óraði nú ekki fyrir þessu, viðbrögðin við tískuþættinum voru svo miklu meiri en við nokkrum pistli sem ég hef skrifað um málefnið. En þetta var risastórt skref fyrir mig og snerist ekki um það sem ég hef að segja heldur um líkama minn, sem ekki snýst um þessa hefðbundnu fegurð eða fellur undir hugtakið fyrirmyndarlíkami. Ég viðurkenni að ég var ótrúlega stressuð yfir þeim kommentum sem ég gæti fengið og var búin að brynja mig vel. Þau bara komu ekki,“ segir hún glöð. “Eðli málsins samkvæmt er Tara yfir sig ánægð með að líkamsímyndarskilaboðin hennar virðast falla vel í kramið og segir gríðarlega mikilvægt að hugmyndir um eitthvað eins og OOTD, eða dress dagsins, sé ekki fyrirbæri sem eyrnamerkt sé einhverri fyrirframgefinni líkamsgerð. „Ég er ekki þessi hefðbundna líkamsgerð í tískuþætti og þetta er greinilega eitthvað sem þurfti. Það þurfti einhver feit manneskja að stíga fram. Ég er feit kona og ég tek orðið feit bara aftur til mín. Það er valdeflandi að stíga svona fram,“ segir hún og er afar stolt af þeim sem fylgt hafa í kjölfarið, en fjölmargar hafa sett sig í samband við hana í því samhengi.Flott á leiðinni út á lífið. Tara er sannkölluð fyrirmynd sem gerir nákvæmlega það sem henni sýnist.„Það skiptir svo miklu máli að við sjáum aðra líkama en þessa svokölluðu fyrirmyndarlíkama í flottum fötum. Fatlaðir, feitir eða hvað sem er verða að sjást líka,“ segir hún ákveðin og bendir á að frá því hún fór að láta til sín taka á Instagram, hafi fyrirspurnum um hvar hún fái fötin sín rignt inn, svo greinilega sé gat í markaði sem einhverjir ættu að stökkva á hið snarasta. „Það er frekar merkilegt fyrir mig að upplifa hversu pólitískt afl líkaminn er, rétt eins og orðin,“ segir Tara og segist vona innilega að fleiri feti í hennar fótspor. „Heilsufarið er svo margþátta fyrirbæri sem einskorðast ekki aðeins við ákveðna líkamsmynd. Jákvæð líkamsmynd og sjálfsmynd vegur mjög þungt í heildarmyndinni,“ segir hún einlæg að lokum. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
„Ég vaknaði bara einn morguninn og sá að Instagramið mitt var sprungið,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Tara er líklega ein af fyrstu íslensku yfirstærðarfyrirmyndunum á Instagram og hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg hraðar en hún gat ímyndað sér. Frá því að Tara opnaði fataskápinn sinn fyrir alþjóð í Fréttablaðinu fyrr í sumar hefur hún varla getað lokað honum. Vegna þrýstings opnaði hún svo Instagram-reikninginn sinn fyrir almenningi og þá varð ekki aftur snúið. Hún var orðin að fyrirmynd sem ungar stúlkur hafa beðið eftir.„Hver segir að feitar stelpur geti ekki klæðst mynstruðu?“ spyr Tara réttilega.Og ekki skemmdi fyrir þegar Instagram-stjarnan FullfiguredFashion með fylgjendur á pari við íslensku þjóðina, hoppaði á vagninn og deildi myndum frá Töru. „Þetta er ótrúleg upplifun,“ segir hún sæl. „Mig óraði nú ekki fyrir þessu, viðbrögðin við tískuþættinum voru svo miklu meiri en við nokkrum pistli sem ég hef skrifað um málefnið. En þetta var risastórt skref fyrir mig og snerist ekki um það sem ég hef að segja heldur um líkama minn, sem ekki snýst um þessa hefðbundnu fegurð eða fellur undir hugtakið fyrirmyndarlíkami. Ég viðurkenni að ég var ótrúlega stressuð yfir þeim kommentum sem ég gæti fengið og var búin að brynja mig vel. Þau bara komu ekki,“ segir hún glöð. “Eðli málsins samkvæmt er Tara yfir sig ánægð með að líkamsímyndarskilaboðin hennar virðast falla vel í kramið og segir gríðarlega mikilvægt að hugmyndir um eitthvað eins og OOTD, eða dress dagsins, sé ekki fyrirbæri sem eyrnamerkt sé einhverri fyrirframgefinni líkamsgerð. „Ég er ekki þessi hefðbundna líkamsgerð í tískuþætti og þetta er greinilega eitthvað sem þurfti. Það þurfti einhver feit manneskja að stíga fram. Ég er feit kona og ég tek orðið feit bara aftur til mín. Það er valdeflandi að stíga svona fram,“ segir hún og er afar stolt af þeim sem fylgt hafa í kjölfarið, en fjölmargar hafa sett sig í samband við hana í því samhengi.Flott á leiðinni út á lífið. Tara er sannkölluð fyrirmynd sem gerir nákvæmlega það sem henni sýnist.„Það skiptir svo miklu máli að við sjáum aðra líkama en þessa svokölluðu fyrirmyndarlíkama í flottum fötum. Fatlaðir, feitir eða hvað sem er verða að sjást líka,“ segir hún ákveðin og bendir á að frá því hún fór að láta til sín taka á Instagram, hafi fyrirspurnum um hvar hún fái fötin sín rignt inn, svo greinilega sé gat í markaði sem einhverjir ættu að stökkva á hið snarasta. „Það er frekar merkilegt fyrir mig að upplifa hversu pólitískt afl líkaminn er, rétt eins og orðin,“ segir Tara og segist vona innilega að fleiri feti í hennar fótspor. „Heilsufarið er svo margþátta fyrirbæri sem einskorðast ekki aðeins við ákveðna líkamsmynd. Jákvæð líkamsmynd og sjálfsmynd vegur mjög þungt í heildarmyndinni,“ segir hún einlæg að lokum.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira