Aldrei verið neitt óperunörd Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 2. september 2016 13:30 Mynd/Ásdís Eva Ólafsdóttir Kristín Sveinsdóttir messósópran stendur á sviði La Scala óperunnar í Mílanó í kvöld. Hún segir óraunverulegt að þessi draumur allra óperusöngvara sé að rætast og getur ekki beðið eftir að hitta fjölskyldu sína sem verður öll í salnum. Kristín Sveinsdóttir messósópran er á hlaupum um götur Mílanóborgar þegar hún svarar símanum. „Ég ætla rétt að ná mér í kaffi,“ segir hún, „það er hérna úti á horni.“ Kaffið verður hún að fá enda stendur mikið til. Í kvöld mun Kristín standa á sviði La Scala óperuhússins í frumsýningu Töfraflautunnar eftir Mozart.Tamino, Papageno og dömurnar þrjár á fyrstu tónlistaræfingunni í sumar með Adam Fischer, stjórnanda sýningarinnar. Myndir/úr einkasafni „Þetta er algjör draumur. Það er smá fiðringur í mér en við erum vel undirbúin,“ segir Kristín þegar kaffið er komið í bollann, en hún hefur undanfarið ár verið búsett í Mílanó við stífar æfingar með akademíu La Scala. Kristín stundar annars söngnám í Vínarborg en gerði árs hlé á náminu þegar hún var valin úr hópi söngvara sem boðaðir voru í áheyrnarpróf af útsendurum La Scala óperuhússins í fyrrasumar. Þar með er hún fyrsta íslenska söngkonan til að syngja á þessu sögulega sviði og segist varla trúa því að draumurinn sé að rætast. „Alveg frá því ég fór að læra óperusöng hefur mig dreymt um að standa á þessu sviði, eins og alla óperusöngvara býst ég við, risastór draumur sem manni dettur ekki í hug að verði að veruleika. Þetta er hálf óraunverulegt allt saman og ótrúlega gaman. Þetta er alveg ný uppsetning á Töfraflautunni eftir leikstjórann Peter Stein. Adam Fischer er hljómsveitarstjóri en þeir eru báðir stór nöfn í tónlistarheiminum. Þetta er í fyrsta skipti sem akademíusýning fær svona stóra umgjörð. Hljómsveitin er skipuð ungum hljóðfæraleikurum og meira að segja búið að stofna nýjan kór fyrir sýninguna með ungum söngvurum.“Kristín með Elissu Huber, fyrstu hirðmey, að máta prufubúninga fyrir Töfraflautuna í La Scala.Magnað að reyna röddina á stóru sviðiAlls verða tíu sýningar á Töfraflautunni. Kristín fer með hlutverk annarrar hirðmeyjar og fær nokkurn tíma á sviðinu. Hún fer með texta á þýsku sem hún segist hafa kviðið talsvert. „Það var minn helsti ótti fyrir sýninguna. En Peter Stein hefur farið djúpt með okkur í verkið, söguna og persónurnar og öll samtöl undanfarið ár. Það er mikill lærdómur að prófa að syngja á svona stóru sviði. Í söngnáminu fer kennslan bara fram í litlu herbergi. Það er magnað að finna hvernig röddin virkar í stóru óperuhúsi. Stór hluti af þessu er líka að vinna með taugarnar. Flest þeirra sem eru hérna með mér eru að klára sinn master í söng og fyrir þau er þetta stökkpallur út í óperuheiminn. Ég er aftur á móti að hefja mitt söngnám, er bara búin með eitt ár í bachelor og lá alltaf fyrir að ég færi aftur til Vínar og kláraði skólann,“ segir Kristín. Þetta sé því heilmikil prófraun fyrir hana og hún fari reynslunni ríkari aftur til Vínar. „Ég hef meira að segja aldrei verið mikið óperunörd og skammast mín eiginlega þegar verið er að spyrja hvort ég þekki ekki þennan og hinn tónlistarstjórann eða hinar og þessar óperur. En nú er ég farin að geta tekið þátt í samræðum skammlaust,“ segir hún hlæjandi og viðurkennir að hlutverkið muni að öllum líkindum opna fleiri dyr inn í tónlistarheiminn. „Jú, það gæti hjálpað til að hafa La Scala á ferilskránni þegar ég fer í áheyrnarprufur. Ég fékk reyndar í framhaldi af þessu að æfa örlítið stærra hlutverk í næstu óperu sem sýnd verður á Scala, Brúðkaup Figaros. Ég er staðgengill fyrir Cherubino. Ef söngkonan veikist þá mun ég stökkva inn.“Kristín með meðleigjanda og vinum frá Sviss á leið að heimsækja heimili og heimaslóðir Guiseppe Verdi í bænum Busseto á Norður-Ítalíu.Brandarinn á skrifstofunniEftir árið er Kristín orðin heimavön í óperuhúsinu. Hún er fljót að kynnast fólki og þekkir orðið annan hvern mann á göngunum. Stemmingin sé notaleg og létt. „Þau á skrifstofunni voru einmitt að gera létt grín að mér fyrir það hvað margt af mínu fólki ætlar að koma, fannst fyndið að yfir fimmtíu manns ætli að gera sér ferð frá Íslandi til að sjá aukahlutverk. Ég hálf skammast mín, þetta er auðvitað hálf yfirdrifið,“ segir Kristín og hristir hausinn. „Ég á fjögur systkini sem ætla öll að koma, mamma og pabbi og tvær systur pabba með mökum og barnabarni. Systir mömmu ætlar líka að koma með manni og dóttur. Við erum mjög samheldin fjölskylda og það gerir okkur dálítið fyrirferðarmikil. Það verður mikið partí um helgina, ég get ekki beðið. Pabbi kemur að sjálfsögðu með nýtínd aðalbláber handa mér frá Íslandi svo ég nærist nú örugglega vel fyrir frumsýningu,“ segir Kristín en pabbi hennar er Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og annálaður berjatínslumaður. „Vinkonur mínar úr Graduale Nobili mæta líka með nýjum organista í Langholtstskirkju, Árna Heiðari Karlssyni, og þau verða með tónleika her í Mílanó annað kvöld.“Kristín með fyrstu hirðmey og vinkonu, Elissu Huber að flatmaga í sólinni á góðum frídegi.Sveitastemming í stórborg„Mílanó er æðisleg þó að mörgum Ítölum finnist hún ljót og ekki standast samanburð við draumaborgirnar Róm og Flórens,“ segir Kristín um heimavígstöðvarnar síðasta árið. „Hér er ótrúlega gott að búa. Kaffið er ódýrt, kostar eina evru, svo maður fer oft yfir daginn á kaffihús bara rétt til að sækja einn bolla. Oft fer ég á sama staðinn og þá fer fólk að heilsa og spyrja hvernig maður hafi það. Ég hef gaman af þessari sveitastemmingu í stórborg. Ítalir eru í raun alveg eins og maður heldur að þeir séu, afar opnir og hlýlegir. Vínarbúar eru aftur á móti þekktir fyrir að vera kuldalegir. Austurríkismenn segja það sjálfir,“ segir Kristín. Hún kann þó afar vel við sig í Vín og hlakkar til að flytja þangað aftur nú þegar sér fyrir endann á La Scala ævintýrinu. Þar bíður líka kærastinn, Hallgrímur Árnason, en hann stundar nám í vöruhönnun í Vín. „Við fluttum saman út og þegar ég fékk þetta tækifæri ákváðum við að láta okkur hafa fjarbúðina í eitt ár. Við erum búin að taka ansi margar næturlestir á milli. Einu sinni tók ég tvisvar sex klukkutíma með rútu, fyrst til München og þaðan til Vínar.“Grípur í prjónanaÁrið hefur verið annasamt hjá Kristínu en þó segist hún öðru hvoru hafa fengið rólega daga. Þá flatmagi hún í fallegum görðum með bók eða grípi í prjóna. Hún prjóni vettlinga á vini sína og er að ljúka við par fyrir ítölskukennarann sinn. „Hún er einmitt að fara til Íslands. Ég vil ekki að henniverði kalt,“ segir hún sposk. „Pabbi sagði við mig um daginn þegar ég var að lesa og prjóna að ég væri alveg eins og mamma. Það þótti mér vænt um.“ Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Kristín Sveinsdóttir messósópran stendur á sviði La Scala óperunnar í Mílanó í kvöld. Hún segir óraunverulegt að þessi draumur allra óperusöngvara sé að rætast og getur ekki beðið eftir að hitta fjölskyldu sína sem verður öll í salnum. Kristín Sveinsdóttir messósópran er á hlaupum um götur Mílanóborgar þegar hún svarar símanum. „Ég ætla rétt að ná mér í kaffi,“ segir hún, „það er hérna úti á horni.“ Kaffið verður hún að fá enda stendur mikið til. Í kvöld mun Kristín standa á sviði La Scala óperuhússins í frumsýningu Töfraflautunnar eftir Mozart.Tamino, Papageno og dömurnar þrjár á fyrstu tónlistaræfingunni í sumar með Adam Fischer, stjórnanda sýningarinnar. Myndir/úr einkasafni „Þetta er algjör draumur. Það er smá fiðringur í mér en við erum vel undirbúin,“ segir Kristín þegar kaffið er komið í bollann, en hún hefur undanfarið ár verið búsett í Mílanó við stífar æfingar með akademíu La Scala. Kristín stundar annars söngnám í Vínarborg en gerði árs hlé á náminu þegar hún var valin úr hópi söngvara sem boðaðir voru í áheyrnarpróf af útsendurum La Scala óperuhússins í fyrrasumar. Þar með er hún fyrsta íslenska söngkonan til að syngja á þessu sögulega sviði og segist varla trúa því að draumurinn sé að rætast. „Alveg frá því ég fór að læra óperusöng hefur mig dreymt um að standa á þessu sviði, eins og alla óperusöngvara býst ég við, risastór draumur sem manni dettur ekki í hug að verði að veruleika. Þetta er hálf óraunverulegt allt saman og ótrúlega gaman. Þetta er alveg ný uppsetning á Töfraflautunni eftir leikstjórann Peter Stein. Adam Fischer er hljómsveitarstjóri en þeir eru báðir stór nöfn í tónlistarheiminum. Þetta er í fyrsta skipti sem akademíusýning fær svona stóra umgjörð. Hljómsveitin er skipuð ungum hljóðfæraleikurum og meira að segja búið að stofna nýjan kór fyrir sýninguna með ungum söngvurum.“Kristín með Elissu Huber, fyrstu hirðmey, að máta prufubúninga fyrir Töfraflautuna í La Scala.Magnað að reyna röddina á stóru sviðiAlls verða tíu sýningar á Töfraflautunni. Kristín fer með hlutverk annarrar hirðmeyjar og fær nokkurn tíma á sviðinu. Hún fer með texta á þýsku sem hún segist hafa kviðið talsvert. „Það var minn helsti ótti fyrir sýninguna. En Peter Stein hefur farið djúpt með okkur í verkið, söguna og persónurnar og öll samtöl undanfarið ár. Það er mikill lærdómur að prófa að syngja á svona stóru sviði. Í söngnáminu fer kennslan bara fram í litlu herbergi. Það er magnað að finna hvernig röddin virkar í stóru óperuhúsi. Stór hluti af þessu er líka að vinna með taugarnar. Flest þeirra sem eru hérna með mér eru að klára sinn master í söng og fyrir þau er þetta stökkpallur út í óperuheiminn. Ég er aftur á móti að hefja mitt söngnám, er bara búin með eitt ár í bachelor og lá alltaf fyrir að ég færi aftur til Vínar og kláraði skólann,“ segir Kristín. Þetta sé því heilmikil prófraun fyrir hana og hún fari reynslunni ríkari aftur til Vínar. „Ég hef meira að segja aldrei verið mikið óperunörd og skammast mín eiginlega þegar verið er að spyrja hvort ég þekki ekki þennan og hinn tónlistarstjórann eða hinar og þessar óperur. En nú er ég farin að geta tekið þátt í samræðum skammlaust,“ segir hún hlæjandi og viðurkennir að hlutverkið muni að öllum líkindum opna fleiri dyr inn í tónlistarheiminn. „Jú, það gæti hjálpað til að hafa La Scala á ferilskránni þegar ég fer í áheyrnarprufur. Ég fékk reyndar í framhaldi af þessu að æfa örlítið stærra hlutverk í næstu óperu sem sýnd verður á Scala, Brúðkaup Figaros. Ég er staðgengill fyrir Cherubino. Ef söngkonan veikist þá mun ég stökkva inn.“Kristín með meðleigjanda og vinum frá Sviss á leið að heimsækja heimili og heimaslóðir Guiseppe Verdi í bænum Busseto á Norður-Ítalíu.Brandarinn á skrifstofunniEftir árið er Kristín orðin heimavön í óperuhúsinu. Hún er fljót að kynnast fólki og þekkir orðið annan hvern mann á göngunum. Stemmingin sé notaleg og létt. „Þau á skrifstofunni voru einmitt að gera létt grín að mér fyrir það hvað margt af mínu fólki ætlar að koma, fannst fyndið að yfir fimmtíu manns ætli að gera sér ferð frá Íslandi til að sjá aukahlutverk. Ég hálf skammast mín, þetta er auðvitað hálf yfirdrifið,“ segir Kristín og hristir hausinn. „Ég á fjögur systkini sem ætla öll að koma, mamma og pabbi og tvær systur pabba með mökum og barnabarni. Systir mömmu ætlar líka að koma með manni og dóttur. Við erum mjög samheldin fjölskylda og það gerir okkur dálítið fyrirferðarmikil. Það verður mikið partí um helgina, ég get ekki beðið. Pabbi kemur að sjálfsögðu með nýtínd aðalbláber handa mér frá Íslandi svo ég nærist nú örugglega vel fyrir frumsýningu,“ segir Kristín en pabbi hennar er Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og annálaður berjatínslumaður. „Vinkonur mínar úr Graduale Nobili mæta líka með nýjum organista í Langholtstskirkju, Árna Heiðari Karlssyni, og þau verða með tónleika her í Mílanó annað kvöld.“Kristín með fyrstu hirðmey og vinkonu, Elissu Huber að flatmaga í sólinni á góðum frídegi.Sveitastemming í stórborg„Mílanó er æðisleg þó að mörgum Ítölum finnist hún ljót og ekki standast samanburð við draumaborgirnar Róm og Flórens,“ segir Kristín um heimavígstöðvarnar síðasta árið. „Hér er ótrúlega gott að búa. Kaffið er ódýrt, kostar eina evru, svo maður fer oft yfir daginn á kaffihús bara rétt til að sækja einn bolla. Oft fer ég á sama staðinn og þá fer fólk að heilsa og spyrja hvernig maður hafi það. Ég hef gaman af þessari sveitastemmingu í stórborg. Ítalir eru í raun alveg eins og maður heldur að þeir séu, afar opnir og hlýlegir. Vínarbúar eru aftur á móti þekktir fyrir að vera kuldalegir. Austurríkismenn segja það sjálfir,“ segir Kristín. Hún kann þó afar vel við sig í Vín og hlakkar til að flytja þangað aftur nú þegar sér fyrir endann á La Scala ævintýrinu. Þar bíður líka kærastinn, Hallgrímur Árnason, en hann stundar nám í vöruhönnun í Vín. „Við fluttum saman út og þegar ég fékk þetta tækifæri ákváðum við að láta okkur hafa fjarbúðina í eitt ár. Við erum búin að taka ansi margar næturlestir á milli. Einu sinni tók ég tvisvar sex klukkutíma með rútu, fyrst til München og þaðan til Vínar.“Grípur í prjónanaÁrið hefur verið annasamt hjá Kristínu en þó segist hún öðru hvoru hafa fengið rólega daga. Þá flatmagi hún í fallegum görðum með bók eða grípi í prjóna. Hún prjóni vettlinga á vini sína og er að ljúka við par fyrir ítölskukennarann sinn. „Hún er einmitt að fara til Íslands. Ég vil ekki að henniverði kalt,“ segir hún sposk. „Pabbi sagði við mig um daginn þegar ég var að lesa og prjóna að ég væri alveg eins og mamma. Það þótti mér vænt um.“
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira