Stolt af Samfylkingunni Margrét S. Björnsdóttir skrifar 8. september 2016 07:00 Um næstu helgi verða prófkjör í Samfylkingunni í fjórum kjördæmum, í Reykjavík, Suðvestur- og Norðvesturkjördæmi. Stillt verður upp í tveimur kjördæmum. Óþarft er að fjölyrða um erfiða stöðu Samfylkingarinnar og ef til vill ögurstund. Ekki síst þess vegna hef ég glaðst innilega við að fylgjast með nýrri kraftmikilli kynslóð jafnaðarmanna sem mætt er til leiks í fyrrnefndum prófkjörum. Þau eru mörg, þau eru ungt, hugrakkt, sjálfsöruggt hugsjónafólk sem stígur fram og er tilbúið til að leggja jafnaðarmannaflokknum lið þrátt fyrir mjög erfiða stöðu. Ungar konur og karlar með margháttaða reynslu og víðtæka menntun á mörgum sviðum. Fólk sem ekki endilega kemur innan úr Samfylkingunni, heldur úr samfélaginu þar sem það hefur unnið að hugsjónamálum sínum. Við sem berum framtíð Samfylkingarinnar fyrir brjósti og trúum á mikilvægi erindis hennar verðum að styðja þetta unga fólk í prófkjörunum. En ekki síður eftir prófkjörin, því ekki eru nógu mörg þingsæti til skiptanna sem stendur. Það má ekkert þeirra hverfa frá án þess að fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og þau tækifæri getum við boðið. Samfylkingin er gott samfélag. Flokkurinn þarf hins vegar endurnýjun. Við þurfum á þessari nýju kynslóð að halda til liðs við eldri kempur okkar, svo sem mína góðu félaga jafnaðarmennina Árna Pál Árnason og hinn síunga Össur Skarphéðinsson, sem ég styð báða heils hugar. Ég er bjartsýn á framtíð Samfylkingarinnar – Jafnaðarmannaflokks Íslands. Flokkur sem laðar til sín ungt hæfileikafólk í þeim mæli , sem ofan greinir, á framtíðina fyrir sér.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Um næstu helgi verða prófkjör í Samfylkingunni í fjórum kjördæmum, í Reykjavík, Suðvestur- og Norðvesturkjördæmi. Stillt verður upp í tveimur kjördæmum. Óþarft er að fjölyrða um erfiða stöðu Samfylkingarinnar og ef til vill ögurstund. Ekki síst þess vegna hef ég glaðst innilega við að fylgjast með nýrri kraftmikilli kynslóð jafnaðarmanna sem mætt er til leiks í fyrrnefndum prófkjörum. Þau eru mörg, þau eru ungt, hugrakkt, sjálfsöruggt hugsjónafólk sem stígur fram og er tilbúið til að leggja jafnaðarmannaflokknum lið þrátt fyrir mjög erfiða stöðu. Ungar konur og karlar með margháttaða reynslu og víðtæka menntun á mörgum sviðum. Fólk sem ekki endilega kemur innan úr Samfylkingunni, heldur úr samfélaginu þar sem það hefur unnið að hugsjónamálum sínum. Við sem berum framtíð Samfylkingarinnar fyrir brjósti og trúum á mikilvægi erindis hennar verðum að styðja þetta unga fólk í prófkjörunum. En ekki síður eftir prófkjörin, því ekki eru nógu mörg þingsæti til skiptanna sem stendur. Það má ekkert þeirra hverfa frá án þess að fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og þau tækifæri getum við boðið. Samfylkingin er gott samfélag. Flokkurinn þarf hins vegar endurnýjun. Við þurfum á þessari nýju kynslóð að halda til liðs við eldri kempur okkar, svo sem mína góðu félaga jafnaðarmennina Árna Pál Árnason og hinn síunga Össur Skarphéðinsson, sem ég styð báða heils hugar. Ég er bjartsýn á framtíð Samfylkingarinnar – Jafnaðarmannaflokks Íslands. Flokkur sem laðar til sín ungt hæfileikafólk í þeim mæli , sem ofan greinir, á framtíðina fyrir sér.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar