Ósanngjörn skattheimta í nafni umhverfisverndar Bryndís Loftsdóttir skrifar 8. september 2016 07:00 Vörugjöld af bifreiðum eru í dag breytileg eftir skráðri losun koltvísýrings og eru á bilinu 10-65%. Þessu til viðbótar er 24% virðisaukaskattur lagður ofan á reiknað vörugjald þegar söluverð ökutækisins er reiknað út.Ríkið leggur 80% skatt á algenga stærð Dæmi: Stór fjölskyldubíll er fluttur til landsins. Innkaupsverð og flutningskostnaður eru samanlagt 4,5 milljónir. Bíllinn lendir í vörugjaldsflokki D, sem er 45%. Ríkið innheimtir 2.025.000 krónur í formi vörugjalds auk 486.000 kr. virðisaukaskatts sem lagður er á vörugjaldið sem samanlagt verður því um 2,5 milljónir. Virðisaukaskattur leggst einnig á verðmæti bifreiðarinnar. Þannig tekst ríkissjóði að innheimta ríflega 3,5 milljónir af kaupanda bifreiðar sem kostaði 4,5 milljónir þegar henni var skipað í land, það jafngildir rétt um 80% heildarskattheimtu. Í þessu dæmi er ekki gert ráð fyrir álagningu umboðs eða annars innflutningsaðila. Eigandi bifreiðarinnar er ekki þar með laus undan álögum ríkisins, þessu til viðbótar greiðir hann tvisvar á ári bifreiðagjald auk eldsneytisgjalda sem renna beint til ríkissjóðs. Eldsneytisgjaldinu til varnar þá er það mun réttlátari leið til þess að sporna við mengun þar sem skattlagt er í beinu hlutfalli við notkun og losun koltvísýrings.Þungar álögur á stórar fjölskyldur Auðvitað eigum við sem þjóð að vera samtaka í að draga úr mengun. En fólk kaupir stærri bifreiðar af nauðsyn frekar en einbeittri löngun til mengunar. Við verðum að sýna því skilning að hér á landi býr fólk sums staðar við afleitar vegasamgöngur. Eyðslugrannir smábílar henta illa á vestfirskum fjallvegum og ósanngjarnt að skattleggja fólk sérstaklega fyrir að kaupa bifreið sem hentar umhverfi þess. Fjölmargar starfsstéttir þurfa einnig að komast til vinnu sinnar, hvernig sem viðrar. Þegar almenningssamgöngur liggja niðri og snjómoksturstæki hafa ekki undan, rýkur heilbrigðisstarfsfólk ekki á vakt á smábílum. Þá er fjölskyldusamsetning fjölbreytt hér á landi og fjöldi barna á heimilum stundum töluvert hærri en meðaltöl segja til um, jafnvel þótt það eigi bara við um aðra hverja viku. Rekstur smábíls getur varla talist umhverfisvænn ef fara þarf tvær ferðir til að koma öllum á áfangastað. Þegar fjórða barninu er fagnað er stuðningur ríkissjóðs í formi aukinnar skattheimtu. Nema foreldrar bregði á skilnað til þess eins að geta komið öllum fjölskyldumeðlimum í 5 manna smábíl.Stærri ökutæki bera aðeins 0-13% vörugjald Ef ekki er grundvöllur til að afnema vörugjöld á bifreiðum með öllu er að minnsta kosti tímabært að endurskoða álagningarprósenturnar með aukinn jöfnuð og sanngirni í huga. Ekki síst þegar upplýst er að flest ökutæki, sem eru meira en 5 tonn að heildarþyngd, eru ýmist alveg undanþegin vörugjaldi eða bera aðeins 13% vörugjald, óháð útblæstri. Með 13% vörugjaldi líkt og til dæmis lagt er á sendibifreiðar, væri bíllinn í dæminu hér að ofan á 6,3 milljónir í stað 8 milljóna og heildarskattlagning ríkisins færi úr 80% í 40%. Það hljómar betur í mínum eyrum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Vörugjöld af bifreiðum eru í dag breytileg eftir skráðri losun koltvísýrings og eru á bilinu 10-65%. Þessu til viðbótar er 24% virðisaukaskattur lagður ofan á reiknað vörugjald þegar söluverð ökutækisins er reiknað út.Ríkið leggur 80% skatt á algenga stærð Dæmi: Stór fjölskyldubíll er fluttur til landsins. Innkaupsverð og flutningskostnaður eru samanlagt 4,5 milljónir. Bíllinn lendir í vörugjaldsflokki D, sem er 45%. Ríkið innheimtir 2.025.000 krónur í formi vörugjalds auk 486.000 kr. virðisaukaskatts sem lagður er á vörugjaldið sem samanlagt verður því um 2,5 milljónir. Virðisaukaskattur leggst einnig á verðmæti bifreiðarinnar. Þannig tekst ríkissjóði að innheimta ríflega 3,5 milljónir af kaupanda bifreiðar sem kostaði 4,5 milljónir þegar henni var skipað í land, það jafngildir rétt um 80% heildarskattheimtu. Í þessu dæmi er ekki gert ráð fyrir álagningu umboðs eða annars innflutningsaðila. Eigandi bifreiðarinnar er ekki þar með laus undan álögum ríkisins, þessu til viðbótar greiðir hann tvisvar á ári bifreiðagjald auk eldsneytisgjalda sem renna beint til ríkissjóðs. Eldsneytisgjaldinu til varnar þá er það mun réttlátari leið til þess að sporna við mengun þar sem skattlagt er í beinu hlutfalli við notkun og losun koltvísýrings.Þungar álögur á stórar fjölskyldur Auðvitað eigum við sem þjóð að vera samtaka í að draga úr mengun. En fólk kaupir stærri bifreiðar af nauðsyn frekar en einbeittri löngun til mengunar. Við verðum að sýna því skilning að hér á landi býr fólk sums staðar við afleitar vegasamgöngur. Eyðslugrannir smábílar henta illa á vestfirskum fjallvegum og ósanngjarnt að skattleggja fólk sérstaklega fyrir að kaupa bifreið sem hentar umhverfi þess. Fjölmargar starfsstéttir þurfa einnig að komast til vinnu sinnar, hvernig sem viðrar. Þegar almenningssamgöngur liggja niðri og snjómoksturstæki hafa ekki undan, rýkur heilbrigðisstarfsfólk ekki á vakt á smábílum. Þá er fjölskyldusamsetning fjölbreytt hér á landi og fjöldi barna á heimilum stundum töluvert hærri en meðaltöl segja til um, jafnvel þótt það eigi bara við um aðra hverja viku. Rekstur smábíls getur varla talist umhverfisvænn ef fara þarf tvær ferðir til að koma öllum á áfangastað. Þegar fjórða barninu er fagnað er stuðningur ríkissjóðs í formi aukinnar skattheimtu. Nema foreldrar bregði á skilnað til þess eins að geta komið öllum fjölskyldumeðlimum í 5 manna smábíl.Stærri ökutæki bera aðeins 0-13% vörugjald Ef ekki er grundvöllur til að afnema vörugjöld á bifreiðum með öllu er að minnsta kosti tímabært að endurskoða álagningarprósenturnar með aukinn jöfnuð og sanngirni í huga. Ekki síst þegar upplýst er að flest ökutæki, sem eru meira en 5 tonn að heildarþyngd, eru ýmist alveg undanþegin vörugjaldi eða bera aðeins 13% vörugjald, óháð útblæstri. Með 13% vörugjaldi líkt og til dæmis lagt er á sendibifreiðar, væri bíllinn í dæminu hér að ofan á 6,3 milljónir í stað 8 milljóna og heildarskattlagning ríkisins færi úr 80% í 40%. Það hljómar betur í mínum eyrum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar