Ósanngjörn skattheimta í nafni umhverfisverndar Bryndís Loftsdóttir skrifar 8. september 2016 07:00 Vörugjöld af bifreiðum eru í dag breytileg eftir skráðri losun koltvísýrings og eru á bilinu 10-65%. Þessu til viðbótar er 24% virðisaukaskattur lagður ofan á reiknað vörugjald þegar söluverð ökutækisins er reiknað út.Ríkið leggur 80% skatt á algenga stærð Dæmi: Stór fjölskyldubíll er fluttur til landsins. Innkaupsverð og flutningskostnaður eru samanlagt 4,5 milljónir. Bíllinn lendir í vörugjaldsflokki D, sem er 45%. Ríkið innheimtir 2.025.000 krónur í formi vörugjalds auk 486.000 kr. virðisaukaskatts sem lagður er á vörugjaldið sem samanlagt verður því um 2,5 milljónir. Virðisaukaskattur leggst einnig á verðmæti bifreiðarinnar. Þannig tekst ríkissjóði að innheimta ríflega 3,5 milljónir af kaupanda bifreiðar sem kostaði 4,5 milljónir þegar henni var skipað í land, það jafngildir rétt um 80% heildarskattheimtu. Í þessu dæmi er ekki gert ráð fyrir álagningu umboðs eða annars innflutningsaðila. Eigandi bifreiðarinnar er ekki þar með laus undan álögum ríkisins, þessu til viðbótar greiðir hann tvisvar á ári bifreiðagjald auk eldsneytisgjalda sem renna beint til ríkissjóðs. Eldsneytisgjaldinu til varnar þá er það mun réttlátari leið til þess að sporna við mengun þar sem skattlagt er í beinu hlutfalli við notkun og losun koltvísýrings.Þungar álögur á stórar fjölskyldur Auðvitað eigum við sem þjóð að vera samtaka í að draga úr mengun. En fólk kaupir stærri bifreiðar af nauðsyn frekar en einbeittri löngun til mengunar. Við verðum að sýna því skilning að hér á landi býr fólk sums staðar við afleitar vegasamgöngur. Eyðslugrannir smábílar henta illa á vestfirskum fjallvegum og ósanngjarnt að skattleggja fólk sérstaklega fyrir að kaupa bifreið sem hentar umhverfi þess. Fjölmargar starfsstéttir þurfa einnig að komast til vinnu sinnar, hvernig sem viðrar. Þegar almenningssamgöngur liggja niðri og snjómoksturstæki hafa ekki undan, rýkur heilbrigðisstarfsfólk ekki á vakt á smábílum. Þá er fjölskyldusamsetning fjölbreytt hér á landi og fjöldi barna á heimilum stundum töluvert hærri en meðaltöl segja til um, jafnvel þótt það eigi bara við um aðra hverja viku. Rekstur smábíls getur varla talist umhverfisvænn ef fara þarf tvær ferðir til að koma öllum á áfangastað. Þegar fjórða barninu er fagnað er stuðningur ríkissjóðs í formi aukinnar skattheimtu. Nema foreldrar bregði á skilnað til þess eins að geta komið öllum fjölskyldumeðlimum í 5 manna smábíl.Stærri ökutæki bera aðeins 0-13% vörugjald Ef ekki er grundvöllur til að afnema vörugjöld á bifreiðum með öllu er að minnsta kosti tímabært að endurskoða álagningarprósenturnar með aukinn jöfnuð og sanngirni í huga. Ekki síst þegar upplýst er að flest ökutæki, sem eru meira en 5 tonn að heildarþyngd, eru ýmist alveg undanþegin vörugjaldi eða bera aðeins 13% vörugjald, óháð útblæstri. Með 13% vörugjaldi líkt og til dæmis lagt er á sendibifreiðar, væri bíllinn í dæminu hér að ofan á 6,3 milljónir í stað 8 milljóna og heildarskattlagning ríkisins færi úr 80% í 40%. Það hljómar betur í mínum eyrum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Vörugjöld af bifreiðum eru í dag breytileg eftir skráðri losun koltvísýrings og eru á bilinu 10-65%. Þessu til viðbótar er 24% virðisaukaskattur lagður ofan á reiknað vörugjald þegar söluverð ökutækisins er reiknað út.Ríkið leggur 80% skatt á algenga stærð Dæmi: Stór fjölskyldubíll er fluttur til landsins. Innkaupsverð og flutningskostnaður eru samanlagt 4,5 milljónir. Bíllinn lendir í vörugjaldsflokki D, sem er 45%. Ríkið innheimtir 2.025.000 krónur í formi vörugjalds auk 486.000 kr. virðisaukaskatts sem lagður er á vörugjaldið sem samanlagt verður því um 2,5 milljónir. Virðisaukaskattur leggst einnig á verðmæti bifreiðarinnar. Þannig tekst ríkissjóði að innheimta ríflega 3,5 milljónir af kaupanda bifreiðar sem kostaði 4,5 milljónir þegar henni var skipað í land, það jafngildir rétt um 80% heildarskattheimtu. Í þessu dæmi er ekki gert ráð fyrir álagningu umboðs eða annars innflutningsaðila. Eigandi bifreiðarinnar er ekki þar með laus undan álögum ríkisins, þessu til viðbótar greiðir hann tvisvar á ári bifreiðagjald auk eldsneytisgjalda sem renna beint til ríkissjóðs. Eldsneytisgjaldinu til varnar þá er það mun réttlátari leið til þess að sporna við mengun þar sem skattlagt er í beinu hlutfalli við notkun og losun koltvísýrings.Þungar álögur á stórar fjölskyldur Auðvitað eigum við sem þjóð að vera samtaka í að draga úr mengun. En fólk kaupir stærri bifreiðar af nauðsyn frekar en einbeittri löngun til mengunar. Við verðum að sýna því skilning að hér á landi býr fólk sums staðar við afleitar vegasamgöngur. Eyðslugrannir smábílar henta illa á vestfirskum fjallvegum og ósanngjarnt að skattleggja fólk sérstaklega fyrir að kaupa bifreið sem hentar umhverfi þess. Fjölmargar starfsstéttir þurfa einnig að komast til vinnu sinnar, hvernig sem viðrar. Þegar almenningssamgöngur liggja niðri og snjómoksturstæki hafa ekki undan, rýkur heilbrigðisstarfsfólk ekki á vakt á smábílum. Þá er fjölskyldusamsetning fjölbreytt hér á landi og fjöldi barna á heimilum stundum töluvert hærri en meðaltöl segja til um, jafnvel þótt það eigi bara við um aðra hverja viku. Rekstur smábíls getur varla talist umhverfisvænn ef fara þarf tvær ferðir til að koma öllum á áfangastað. Þegar fjórða barninu er fagnað er stuðningur ríkissjóðs í formi aukinnar skattheimtu. Nema foreldrar bregði á skilnað til þess eins að geta komið öllum fjölskyldumeðlimum í 5 manna smábíl.Stærri ökutæki bera aðeins 0-13% vörugjald Ef ekki er grundvöllur til að afnema vörugjöld á bifreiðum með öllu er að minnsta kosti tímabært að endurskoða álagningarprósenturnar með aukinn jöfnuð og sanngirni í huga. Ekki síst þegar upplýst er að flest ökutæki, sem eru meira en 5 tonn að heildarþyngd, eru ýmist alveg undanþegin vörugjaldi eða bera aðeins 13% vörugjald, óháð útblæstri. Með 13% vörugjaldi líkt og til dæmis lagt er á sendibifreiðar, væri bíllinn í dæminu hér að ofan á 6,3 milljónir í stað 8 milljóna og heildarskattlagning ríkisins færi úr 80% í 40%. Það hljómar betur í mínum eyrum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar