Sauðfé og höfuð í sandi Ólafur Arnalds skrifar 9. september 2016 07:00 Sauðfjárrækt á Íslandi er komin í mjög sérkennilega stöðu og á köflum í hreinar ógöngur (http://www.moldin.net/staetha-sauethfjaacuterframleiethslu.html). Framleiðslan, sem fer vaxandi, er um 30% umfram neyslu innanlands, þrátt fyrir víðtæka og ríkisstyrkta markaðssetningu. Styrkir til framleiðslunnar nema milljörðum á ári, oft til svæða þar sem engin þörf er slíkra styrkja eða þar sem beitin veldur skaða á umhverfinu. Mikið er örlæti íslenskra skattborgara. Illa gengur að selja umframkjötið og offramleiðslan hefur nú leitt til verðfalls á afurðaverði. Með minnkandi neyslu og fjölgun fjár gæti offramleiðslan verið komin í 50% á skömmum tíma. Flestir viðurkenna að offramleiðsla eigi sér stað, m.a. fulltrúar afurðastöðva, en það á þó ekki við um talsmenn sauðfjárbænda, sbr. frétt í Fréttablaðinu miðvikudaginn 7. september. Nýir búvörusamningar gera ráð fyrir svokölluðum „gripagreiðslum“, en innlend og alþjóðleg reynsla sýnir að sú aðferðafræði leiðir yfirleitt til frekari offramleiðslu og verðfalls. Bændur eru misjafnlega í stakk búnir til að takast á við lækkandi afurðaverð. Flestir sauðfjárbændur hafa tekjur utan búsins. Þar sem möguleikar eru mestir til annarrar atvinnu til að styðja við búskapinn verður auðveldast að fjölga fé og sætta sig við verðlækkunina og minni stuðning á hvern grip. Þar sem samfélög treysta mest á sauðfjárræktina er fjölbreyttum atvinnutækifærum sjaldan til að dreifa. Stefna stjórnvalda virðist því geta valdið flutningi á framleiðslunni frá þeim svæðum þar sem styrkja er helst þörf inn á svæði þar sem framleiðslan er oft í árekstrum við aðra atvinnuuppbyggingu og á þau afréttarsvæði sem þarfnast friðunar (m.a. á gosbeltinu). Það er einföld staðreynd að of mikið er framleitt af dilkakjöti á Íslandi á sama tíma og neyslan innanlands minnkar. Stuðningurinn nemur tugum milljarða á 10 ára tímabili. Hann er mikilvægur fyrir búsetu á sumum svæðum landsins en er jafnvel til óþurftar á öðrum. Af hverju vilja talsmenn sauðfjárbænda ekki lyfta höfðinu úr sandinum og líta á svona einfaldar staðreyndir? Kæru þingmenn: ég skora á ykkur að hafna sauðfjárhluta nýrra búvörusamninga! Hér þarf að byrja upp á nýtt, skoða stöðu og forsendur sauðfjárræktar í landinu og hvar stuðnings er helst þörf.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sauðfjárrækt á Íslandi er komin í mjög sérkennilega stöðu og á köflum í hreinar ógöngur (http://www.moldin.net/staetha-sauethfjaacuterframleiethslu.html). Framleiðslan, sem fer vaxandi, er um 30% umfram neyslu innanlands, þrátt fyrir víðtæka og ríkisstyrkta markaðssetningu. Styrkir til framleiðslunnar nema milljörðum á ári, oft til svæða þar sem engin þörf er slíkra styrkja eða þar sem beitin veldur skaða á umhverfinu. Mikið er örlæti íslenskra skattborgara. Illa gengur að selja umframkjötið og offramleiðslan hefur nú leitt til verðfalls á afurðaverði. Með minnkandi neyslu og fjölgun fjár gæti offramleiðslan verið komin í 50% á skömmum tíma. Flestir viðurkenna að offramleiðsla eigi sér stað, m.a. fulltrúar afurðastöðva, en það á þó ekki við um talsmenn sauðfjárbænda, sbr. frétt í Fréttablaðinu miðvikudaginn 7. september. Nýir búvörusamningar gera ráð fyrir svokölluðum „gripagreiðslum“, en innlend og alþjóðleg reynsla sýnir að sú aðferðafræði leiðir yfirleitt til frekari offramleiðslu og verðfalls. Bændur eru misjafnlega í stakk búnir til að takast á við lækkandi afurðaverð. Flestir sauðfjárbændur hafa tekjur utan búsins. Þar sem möguleikar eru mestir til annarrar atvinnu til að styðja við búskapinn verður auðveldast að fjölga fé og sætta sig við verðlækkunina og minni stuðning á hvern grip. Þar sem samfélög treysta mest á sauðfjárræktina er fjölbreyttum atvinnutækifærum sjaldan til að dreifa. Stefna stjórnvalda virðist því geta valdið flutningi á framleiðslunni frá þeim svæðum þar sem styrkja er helst þörf inn á svæði þar sem framleiðslan er oft í árekstrum við aðra atvinnuuppbyggingu og á þau afréttarsvæði sem þarfnast friðunar (m.a. á gosbeltinu). Það er einföld staðreynd að of mikið er framleitt af dilkakjöti á Íslandi á sama tíma og neyslan innanlands minnkar. Stuðningurinn nemur tugum milljarða á 10 ára tímabili. Hann er mikilvægur fyrir búsetu á sumum svæðum landsins en er jafnvel til óþurftar á öðrum. Af hverju vilja talsmenn sauðfjárbænda ekki lyfta höfðinu úr sandinum og líta á svona einfaldar staðreyndir? Kæru þingmenn: ég skora á ykkur að hafna sauðfjárhluta nýrra búvörusamninga! Hér þarf að byrja upp á nýtt, skoða stöðu og forsendur sauðfjárræktar í landinu og hvar stuðnings er helst þörf.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar