Sauðfé og höfuð í sandi Ólafur Arnalds skrifar 9. september 2016 07:00 Sauðfjárrækt á Íslandi er komin í mjög sérkennilega stöðu og á köflum í hreinar ógöngur (http://www.moldin.net/staetha-sauethfjaacuterframleiethslu.html). Framleiðslan, sem fer vaxandi, er um 30% umfram neyslu innanlands, þrátt fyrir víðtæka og ríkisstyrkta markaðssetningu. Styrkir til framleiðslunnar nema milljörðum á ári, oft til svæða þar sem engin þörf er slíkra styrkja eða þar sem beitin veldur skaða á umhverfinu. Mikið er örlæti íslenskra skattborgara. Illa gengur að selja umframkjötið og offramleiðslan hefur nú leitt til verðfalls á afurðaverði. Með minnkandi neyslu og fjölgun fjár gæti offramleiðslan verið komin í 50% á skömmum tíma. Flestir viðurkenna að offramleiðsla eigi sér stað, m.a. fulltrúar afurðastöðva, en það á þó ekki við um talsmenn sauðfjárbænda, sbr. frétt í Fréttablaðinu miðvikudaginn 7. september. Nýir búvörusamningar gera ráð fyrir svokölluðum „gripagreiðslum“, en innlend og alþjóðleg reynsla sýnir að sú aðferðafræði leiðir yfirleitt til frekari offramleiðslu og verðfalls. Bændur eru misjafnlega í stakk búnir til að takast á við lækkandi afurðaverð. Flestir sauðfjárbændur hafa tekjur utan búsins. Þar sem möguleikar eru mestir til annarrar atvinnu til að styðja við búskapinn verður auðveldast að fjölga fé og sætta sig við verðlækkunina og minni stuðning á hvern grip. Þar sem samfélög treysta mest á sauðfjárræktina er fjölbreyttum atvinnutækifærum sjaldan til að dreifa. Stefna stjórnvalda virðist því geta valdið flutningi á framleiðslunni frá þeim svæðum þar sem styrkja er helst þörf inn á svæði þar sem framleiðslan er oft í árekstrum við aðra atvinnuuppbyggingu og á þau afréttarsvæði sem þarfnast friðunar (m.a. á gosbeltinu). Það er einföld staðreynd að of mikið er framleitt af dilkakjöti á Íslandi á sama tíma og neyslan innanlands minnkar. Stuðningurinn nemur tugum milljarða á 10 ára tímabili. Hann er mikilvægur fyrir búsetu á sumum svæðum landsins en er jafnvel til óþurftar á öðrum. Af hverju vilja talsmenn sauðfjárbænda ekki lyfta höfðinu úr sandinum og líta á svona einfaldar staðreyndir? Kæru þingmenn: ég skora á ykkur að hafna sauðfjárhluta nýrra búvörusamninga! Hér þarf að byrja upp á nýtt, skoða stöðu og forsendur sauðfjárræktar í landinu og hvar stuðnings er helst þörf.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sauðfjárrækt á Íslandi er komin í mjög sérkennilega stöðu og á köflum í hreinar ógöngur (http://www.moldin.net/staetha-sauethfjaacuterframleiethslu.html). Framleiðslan, sem fer vaxandi, er um 30% umfram neyslu innanlands, þrátt fyrir víðtæka og ríkisstyrkta markaðssetningu. Styrkir til framleiðslunnar nema milljörðum á ári, oft til svæða þar sem engin þörf er slíkra styrkja eða þar sem beitin veldur skaða á umhverfinu. Mikið er örlæti íslenskra skattborgara. Illa gengur að selja umframkjötið og offramleiðslan hefur nú leitt til verðfalls á afurðaverði. Með minnkandi neyslu og fjölgun fjár gæti offramleiðslan verið komin í 50% á skömmum tíma. Flestir viðurkenna að offramleiðsla eigi sér stað, m.a. fulltrúar afurðastöðva, en það á þó ekki við um talsmenn sauðfjárbænda, sbr. frétt í Fréttablaðinu miðvikudaginn 7. september. Nýir búvörusamningar gera ráð fyrir svokölluðum „gripagreiðslum“, en innlend og alþjóðleg reynsla sýnir að sú aðferðafræði leiðir yfirleitt til frekari offramleiðslu og verðfalls. Bændur eru misjafnlega í stakk búnir til að takast á við lækkandi afurðaverð. Flestir sauðfjárbændur hafa tekjur utan búsins. Þar sem möguleikar eru mestir til annarrar atvinnu til að styðja við búskapinn verður auðveldast að fjölga fé og sætta sig við verðlækkunina og minni stuðning á hvern grip. Þar sem samfélög treysta mest á sauðfjárræktina er fjölbreyttum atvinnutækifærum sjaldan til að dreifa. Stefna stjórnvalda virðist því geta valdið flutningi á framleiðslunni frá þeim svæðum þar sem styrkja er helst þörf inn á svæði þar sem framleiðslan er oft í árekstrum við aðra atvinnuuppbyggingu og á þau afréttarsvæði sem þarfnast friðunar (m.a. á gosbeltinu). Það er einföld staðreynd að of mikið er framleitt af dilkakjöti á Íslandi á sama tíma og neyslan innanlands minnkar. Stuðningurinn nemur tugum milljarða á 10 ára tímabili. Hann er mikilvægur fyrir búsetu á sumum svæðum landsins en er jafnvel til óþurftar á öðrum. Af hverju vilja talsmenn sauðfjárbænda ekki lyfta höfðinu úr sandinum og líta á svona einfaldar staðreyndir? Kæru þingmenn: ég skora á ykkur að hafna sauðfjárhluta nýrra búvörusamninga! Hér þarf að byrja upp á nýtt, skoða stöðu og forsendur sauðfjárræktar í landinu og hvar stuðnings er helst þörf.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun