Mynd sem þræðir sig um heiminn Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. september 2016 10:00 Þórður Jónsson, Heather Millard og Tinna Þórudóttir Þorvaldar hata ekki garnið. Vísir/Eyþór Hugmyndin kemur í rauninni frá þessari byltingu sem hefur orðið í þessum hefðbundnu listum. Þetta kom frá The Great British Bake Off, bökunarsjónvarpsþætti í Bretlandi– þá var það bakstur, sem er hefðbundinn og fólk var ekkert endilega að hugsa mikið um, sem varð þar gríðarlega vinsæll í kjölfarið á þættinum – allir að tala um bakstur og allir að baka. Heather, meðframleiðandi og einn leikstjóri myndarinnar, var að hugsa um hvað yrði næsta stóra trendið og það var garnið,“ segir Þórður Jónsson, framleiðandi og meðleikstjóri heimildarmyndarinnar Yarn, eða Garn. „Það hefði verið hægt að fara margar leiðir í að gera heimildarmynd um garn – leiðin sem við fórum var að gera heimildarmynd um endalausa möguleika garns. Í stað þess að fara mjög djúpt í söguna þá ákváðum við að sýna hvað er hægt að gera með garnið og fólk sem er að gera ótrúlega hluti með garnið og mikið hvernig hægt er að nota garnið á listrænan máta.“Garnleikvöllur eftir japönsku listakonuna Toshiko sem er ein þeirra sem fylgst er með í Garn. Mynd/AðsendÍ Garni er fylgst með fólki sem notar garnið í sköpun á mjög mismunandi og kannski óhefðbundinn máta. Þarna er fylgst með Tinnu sem „graffar“ úr garni, hinum sænska Cirkus Cirkör sem prjónar tilfinningar sínar og tjáir sig í gegnum garnið, Toshiko sem heklar leikvelli fyrir börn til að leika sér í og listakonunni Olek sem er búsett í New York og heklar til dæmis utan um lestir og manneskjur. Í myndinni er þetta fólk elt til ellefu landa í heiminum. „Myndin hefur gengið mjög vel. Hún fór á Gautaborgarfestivalið, South by Southwest í Bandaríkjunum og Galway Film Fleadh á Írlandi. Núna sýnum við hana á Íslandi – síðan eru það 40 til 50 borgir á Englandi og 50 borgir í Bandaríkjunum í október. Þannig að það er allt að gerast.“ Frumsýningin verður þó ekki alveg hefðbundin en þar verður í boði samprjón fyrir áhorfendur. „Núna á frumsýningarkvöldinu og yfir helgina ætlum við að hafa samprjón, eða „knit along“ eins og það heitir upp á ensku – þá dimmum við ljósin í salnum þannig að það sé ekki alveg kolniðamyrkur og fólk kemur síðan með eigin prjóna og garn eða það getur tekið prjóna og garn úr körfu í anddyrinu, það getur líka komið með eitthvað hálfklárað sem það á. Það sem verður svo prjónað förum við með og deilum á milli Kvennaathvarfsins og Konukots. Við gerðum þetta í Svíþjóð og það vakti rosalega mikla lukku. Það er bara á færi örfárra hannyrðameistara að prjóna í kolniðamyrkri – annars væri fólk bara að koma út úr salnum búið að prjóna og hekla í gegnum hendurnar. Það verður nógu dimmt til að njóta myndarinnar en nógu bjart til að sjá hvað maður er með í höndunum og ná að prjóna,“ segir Þórður hlæjandi að lokum. Garn verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld klukkan sex. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Hugmyndin kemur í rauninni frá þessari byltingu sem hefur orðið í þessum hefðbundnu listum. Þetta kom frá The Great British Bake Off, bökunarsjónvarpsþætti í Bretlandi– þá var það bakstur, sem er hefðbundinn og fólk var ekkert endilega að hugsa mikið um, sem varð þar gríðarlega vinsæll í kjölfarið á þættinum – allir að tala um bakstur og allir að baka. Heather, meðframleiðandi og einn leikstjóri myndarinnar, var að hugsa um hvað yrði næsta stóra trendið og það var garnið,“ segir Þórður Jónsson, framleiðandi og meðleikstjóri heimildarmyndarinnar Yarn, eða Garn. „Það hefði verið hægt að fara margar leiðir í að gera heimildarmynd um garn – leiðin sem við fórum var að gera heimildarmynd um endalausa möguleika garns. Í stað þess að fara mjög djúpt í söguna þá ákváðum við að sýna hvað er hægt að gera með garnið og fólk sem er að gera ótrúlega hluti með garnið og mikið hvernig hægt er að nota garnið á listrænan máta.“Garnleikvöllur eftir japönsku listakonuna Toshiko sem er ein þeirra sem fylgst er með í Garn. Mynd/AðsendÍ Garni er fylgst með fólki sem notar garnið í sköpun á mjög mismunandi og kannski óhefðbundinn máta. Þarna er fylgst með Tinnu sem „graffar“ úr garni, hinum sænska Cirkus Cirkör sem prjónar tilfinningar sínar og tjáir sig í gegnum garnið, Toshiko sem heklar leikvelli fyrir börn til að leika sér í og listakonunni Olek sem er búsett í New York og heklar til dæmis utan um lestir og manneskjur. Í myndinni er þetta fólk elt til ellefu landa í heiminum. „Myndin hefur gengið mjög vel. Hún fór á Gautaborgarfestivalið, South by Southwest í Bandaríkjunum og Galway Film Fleadh á Írlandi. Núna sýnum við hana á Íslandi – síðan eru það 40 til 50 borgir á Englandi og 50 borgir í Bandaríkjunum í október. Þannig að það er allt að gerast.“ Frumsýningin verður þó ekki alveg hefðbundin en þar verður í boði samprjón fyrir áhorfendur. „Núna á frumsýningarkvöldinu og yfir helgina ætlum við að hafa samprjón, eða „knit along“ eins og það heitir upp á ensku – þá dimmum við ljósin í salnum þannig að það sé ekki alveg kolniðamyrkur og fólk kemur síðan með eigin prjóna og garn eða það getur tekið prjóna og garn úr körfu í anddyrinu, það getur líka komið með eitthvað hálfklárað sem það á. Það sem verður svo prjónað förum við með og deilum á milli Kvennaathvarfsins og Konukots. Við gerðum þetta í Svíþjóð og það vakti rosalega mikla lukku. Það er bara á færi örfárra hannyrðameistara að prjóna í kolniðamyrkri – annars væri fólk bara að koma út úr salnum búið að prjóna og hekla í gegnum hendurnar. Það verður nógu dimmt til að njóta myndarinnar en nógu bjart til að sjá hvað maður er með í höndunum og ná að prjóna,“ segir Þórður hlæjandi að lokum. Garn verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld klukkan sex.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira