Býður í partí og hlífir við samsöng og ræðuhöldum Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. september 2016 11:30 Þorri Hringsson heldur upp á afmælið sitt í kvöld og síðan fer hann beint í að undirbúa myndasögusýningu. Í tilefni dagsins ætla ég að bjóða bestu vinum mínum í partí,“ segir Þorri Hringsson myndlistarmaður og skellihlær en hann stendur heldur betur á tímamótum í dag – hann heldur nefnilega upp á hálfrar aldar afmælið sitt og mun efna til veislu af því tilefni í kvöld. „Þetta verður veisla fyrir ættingja og vini og vonandi einhver góð vín með. Það verða nú ekki 400 manns – en það verður gott „seleksjón“ af fólki. Segjum að þetta verði nær fimmtíu manns svo ég sé ekki að ýkja neitt hérna.“En skyldi Þorri vera mikið afmælisbarn? „Nei,“ segir Þorri harðákveðinn, „þetta er nefnilega bara í annað skipti sem ég held upp á afmælið síðan ég komst á fullorðinsár. Síðast var það fyrir tuttugu árum svo það var mikil pressa á mér að halda upp á þetta í ár. Það þurfti svolítið að ýta á mig svo ég segði já, en það hafðist að lokum – og ég sé ekki eftir því. Þetta verður stuð, ég lofa því. Ég er búinn að hafa gott fólk með mér að skipuleggja afmælið – þetta eru ekki margir vinnudagar sem hafa farið í skipulagningu.“Þannig að þá má gefa sér að það verði kannski ekkert sérstaklega mörg skemmtiatriði í boði í kvöld? „Ég ætla að hlífa gestum mínum við öllum ræðuhöldum og samsöng, það er svona það eina sem ég ákvað að ég myndi ekki bjóða upp á – en það verða kannski spiluð nokkur góð eitíslög í staðinn.“ Þorri stendur núna í ströngu við að henda upp yfirlitssýningunni Kæj! Myndasögur í aldarfjórðung en hún verður opnuð í byrjun næsta mánaðar, 7. október, í myndasögudeild menningarhússins í Grófinni. Þar sýnir Þorri myndasögurnar sínar en í þeim geira hefur hann átt langan og farsælan feril samhliða myndlistinni. Meðal þess sem Þorri hefur verið að bardúsa í myndasöguheiminum er bókin 1937 – Ævintýri Tinnu og Hreins Borgfjörð en hann gaf hana út í samvinnu við skáldið Sjón árið 1989. Einnig hefur hann verið duglegur að birta myndasögur í GISP! – raunar hefur hann verið með sögu í hverju einasta tölublaði síðan það hóf göngu sína árið 1990. „Sýningin verður opnuð fyrstu helgina í október og ég hef verið að undirbúa það í vikunni. Þetta verður sögulegt yfirlit yfir myndasögurnar mínar. Síðan fer ég að undirbúa næstu sýningu sem verður málverkasýning og haldin næsta vor hérna í Reykjavík. Það er alltaf nóg að gera – þegar maður vinnur fyrir sjálfan sig þá er enginn sem segir manni hvað á að gera – maður verður bara að gera það,“ segir Þorri að lokum og það má svo sannarlega segja að það séu orð að sönnu. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira
Í tilefni dagsins ætla ég að bjóða bestu vinum mínum í partí,“ segir Þorri Hringsson myndlistarmaður og skellihlær en hann stendur heldur betur á tímamótum í dag – hann heldur nefnilega upp á hálfrar aldar afmælið sitt og mun efna til veislu af því tilefni í kvöld. „Þetta verður veisla fyrir ættingja og vini og vonandi einhver góð vín með. Það verða nú ekki 400 manns – en það verður gott „seleksjón“ af fólki. Segjum að þetta verði nær fimmtíu manns svo ég sé ekki að ýkja neitt hérna.“En skyldi Þorri vera mikið afmælisbarn? „Nei,“ segir Þorri harðákveðinn, „þetta er nefnilega bara í annað skipti sem ég held upp á afmælið síðan ég komst á fullorðinsár. Síðast var það fyrir tuttugu árum svo það var mikil pressa á mér að halda upp á þetta í ár. Það þurfti svolítið að ýta á mig svo ég segði já, en það hafðist að lokum – og ég sé ekki eftir því. Þetta verður stuð, ég lofa því. Ég er búinn að hafa gott fólk með mér að skipuleggja afmælið – þetta eru ekki margir vinnudagar sem hafa farið í skipulagningu.“Þannig að þá má gefa sér að það verði kannski ekkert sérstaklega mörg skemmtiatriði í boði í kvöld? „Ég ætla að hlífa gestum mínum við öllum ræðuhöldum og samsöng, það er svona það eina sem ég ákvað að ég myndi ekki bjóða upp á – en það verða kannski spiluð nokkur góð eitíslög í staðinn.“ Þorri stendur núna í ströngu við að henda upp yfirlitssýningunni Kæj! Myndasögur í aldarfjórðung en hún verður opnuð í byrjun næsta mánaðar, 7. október, í myndasögudeild menningarhússins í Grófinni. Þar sýnir Þorri myndasögurnar sínar en í þeim geira hefur hann átt langan og farsælan feril samhliða myndlistinni. Meðal þess sem Þorri hefur verið að bardúsa í myndasöguheiminum er bókin 1937 – Ævintýri Tinnu og Hreins Borgfjörð en hann gaf hana út í samvinnu við skáldið Sjón árið 1989. Einnig hefur hann verið duglegur að birta myndasögur í GISP! – raunar hefur hann verið með sögu í hverju einasta tölublaði síðan það hóf göngu sína árið 1990. „Sýningin verður opnuð fyrstu helgina í október og ég hef verið að undirbúa það í vikunni. Þetta verður sögulegt yfirlit yfir myndasögurnar mínar. Síðan fer ég að undirbúa næstu sýningu sem verður málverkasýning og haldin næsta vor hérna í Reykjavík. Það er alltaf nóg að gera – þegar maður vinnur fyrir sjálfan sig þá er enginn sem segir manni hvað á að gera – maður verður bara að gera það,“ segir Þorri að lokum og það má svo sannarlega segja að það séu orð að sönnu.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira