Jóga og dans fullkomna blandan Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 9. september 2016 17:15 Thea elskar að fara í sund, þar slakar hún vel á. "Mér líður svo vel í vatni að ég segi oft að ég hafi verið hafmeyja í fyrra lífi.“ Vísir/GVA Theódóra S. Sæmundsdóttir sem alltaf er kölluð Thea hefur stundað og kennt bæði jóga og dans í mörg ár. Hún segir jóga gefa orku, vellíðan og hugarró. „Það er svo mikilvægt fyrir nútíma manneskju að kyrra hugann, anda og slaka. Ég útskrifaðist úr jógakennaranámi fyrir sjö árum hjá Kristbjörgu Kristmundsdóttur sem er dásamleg manneskja sem gaf mér þá fallegu gjöf að verða jógakennari. Hún kallaði okkur, nemendur sína, ljósbera og þannig sé ég jóga fyrir mér. Ég byrjaði strax að kenna og ég hreinlega elska að kenna jóga.“ Það er ekki það eina sem Thea kennir því hún og eiginmaður hennar, Jóhann Örn Ólafsson danskennari, eiga og reka Dans & Jóga í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Þar hafa þau kennt saman Zumba sem er salsa dansfitness og eru að hefja sinn sjötta vetur í því. „Við hjónin fórum saman til Danmerkur og lærðum Zumba-kennarann, það er búið að vera algjört ævintýri síðan. Það hafa ótrúlega margir mætt til okkar og dansað með okkur og ég er svo ótrúlega þakklát fyrir það. Zumba er svo skemmtilegt prógramm þar sem maður fær að upplifa endalausa gleði og hamingju. Við notum frábæra tónlist sem virkilega kveikir í dansgleðinni og svo er þetta heilmikil brennsla sem er mikill bónus,“ útskýrir Thea. Hún leyfir lesendum hér að skyggnast aðeins inn í sitt daglega líf.Hvernig er dæmigerður morgunn hjá þér? Dagarnir mínir eru fjölbreyttir sem er mjög skemmtilegt. Ég hef mjög gaman af því að vakna snemma með börnunum mínum og koma þeim í skólann. Mér finnst best að fá mér grænan eða ávaxta-búst í morgunmat en ef ég ætla að gera vel við mig þá finnst mér mjög gott að fá mér gott ristað súrdeigsbrauð með osti og marmelaði eða sultu og gott kaffi. Svo mæti ég í ræktina og sest síðan á skrifstofuna og sinni dansskólanum áður en ég geri mig klára í kennsluna.Uppáhaldshreyfingin? Dans og jóga, það er svo ótrúlega gaman að upplifa dansflæði og finna hvað jóga gerir mér gott. Þessi blanda er fullkomin fyrir mig. Svo elska ég að fara í sund, þar slaka ég svo ótrúlega vel á og mér líður svo vel í vatni að ég segi oft að ég hafi verið hafmeyja í fyrra lífi.Stundar þú aðrar íþróttir? Ég hef verið dugleg að fara í ræktina í gegnum tíðina og núna mæti ég reglulega til Ása einkaþjálfara í World Class á Seltjarnarnesi sem er frábært. Hann er einstaklega gefandi og góður þjálfari og það gefur mér mikinn styrk að mæta til hans til þess að hafa þrek og orku í kennsluna.Drekkur þú kaffi? Ég elska gott kaffi. Við hjónin fengum okkur yndislega espressó kaffivél nýlega og það er heilög stund hjá okkur að fá okkur gott kaffi saman. Ég er þó mjög dugleg að drekka vatn á móti kaffinu og er það minn orkugjafi.Hvað finnst þér gott að fá þér í kvöldmat? Mér finnst mjög gott að fá mér grænmetisfæði og mér líður vel af því. Einnig finnst mér sushi rosa gott. Mér finnst mjög gaman að elda mat og reyni að hafa hollustuna í fyrirrúmi.Ertu morgunhani eða finnst þér gott að sofa út? Mér finnst best að fara snemma að sofa af því ég vakna alltaf snemma og það er svo mikilvægt að fá góðan svefn.Hvað færðu þér þegar þú ætlar að gera vel við þig? Ég elska súkkulaði. Gott kaffi og súkkulaði er himnesk blanda fyrir mig.Hvað finnst þér gaman að gera þegar þú átt frí? Við hjónin höfum farið sem farastjórar með Úrval Útsýn til Spánar í Zumba- og jógaferðir og ég er strax farin að hlakka til að fara í næstu ferð, 12. júní á næsta ári. Við fjölskyldan förum líka reglulega í Hnausakot í Miðfirði sem er paradís. Algjör ró og friður og falleg sveit sem er í eigu fjölskyldu Jóa.Með hverjum er best að vera með? Mér finnst best og skemmtilegast að vera með Jóa mínum og börnunum okkar. Einnig finnst mér mikilvægt að hitta reglulega fjölskylduna mína, foreldra, tengdaforeldra og systkini okkar. Svo á ég alltaf frátekinn tíma til að hitta vinkonur mínar sem mér finnst yndislegt. Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira
Theódóra S. Sæmundsdóttir sem alltaf er kölluð Thea hefur stundað og kennt bæði jóga og dans í mörg ár. Hún segir jóga gefa orku, vellíðan og hugarró. „Það er svo mikilvægt fyrir nútíma manneskju að kyrra hugann, anda og slaka. Ég útskrifaðist úr jógakennaranámi fyrir sjö árum hjá Kristbjörgu Kristmundsdóttur sem er dásamleg manneskja sem gaf mér þá fallegu gjöf að verða jógakennari. Hún kallaði okkur, nemendur sína, ljósbera og þannig sé ég jóga fyrir mér. Ég byrjaði strax að kenna og ég hreinlega elska að kenna jóga.“ Það er ekki það eina sem Thea kennir því hún og eiginmaður hennar, Jóhann Örn Ólafsson danskennari, eiga og reka Dans & Jóga í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Þar hafa þau kennt saman Zumba sem er salsa dansfitness og eru að hefja sinn sjötta vetur í því. „Við hjónin fórum saman til Danmerkur og lærðum Zumba-kennarann, það er búið að vera algjört ævintýri síðan. Það hafa ótrúlega margir mætt til okkar og dansað með okkur og ég er svo ótrúlega þakklát fyrir það. Zumba er svo skemmtilegt prógramm þar sem maður fær að upplifa endalausa gleði og hamingju. Við notum frábæra tónlist sem virkilega kveikir í dansgleðinni og svo er þetta heilmikil brennsla sem er mikill bónus,“ útskýrir Thea. Hún leyfir lesendum hér að skyggnast aðeins inn í sitt daglega líf.Hvernig er dæmigerður morgunn hjá þér? Dagarnir mínir eru fjölbreyttir sem er mjög skemmtilegt. Ég hef mjög gaman af því að vakna snemma með börnunum mínum og koma þeim í skólann. Mér finnst best að fá mér grænan eða ávaxta-búst í morgunmat en ef ég ætla að gera vel við mig þá finnst mér mjög gott að fá mér gott ristað súrdeigsbrauð með osti og marmelaði eða sultu og gott kaffi. Svo mæti ég í ræktina og sest síðan á skrifstofuna og sinni dansskólanum áður en ég geri mig klára í kennsluna.Uppáhaldshreyfingin? Dans og jóga, það er svo ótrúlega gaman að upplifa dansflæði og finna hvað jóga gerir mér gott. Þessi blanda er fullkomin fyrir mig. Svo elska ég að fara í sund, þar slaka ég svo ótrúlega vel á og mér líður svo vel í vatni að ég segi oft að ég hafi verið hafmeyja í fyrra lífi.Stundar þú aðrar íþróttir? Ég hef verið dugleg að fara í ræktina í gegnum tíðina og núna mæti ég reglulega til Ása einkaþjálfara í World Class á Seltjarnarnesi sem er frábært. Hann er einstaklega gefandi og góður þjálfari og það gefur mér mikinn styrk að mæta til hans til þess að hafa þrek og orku í kennsluna.Drekkur þú kaffi? Ég elska gott kaffi. Við hjónin fengum okkur yndislega espressó kaffivél nýlega og það er heilög stund hjá okkur að fá okkur gott kaffi saman. Ég er þó mjög dugleg að drekka vatn á móti kaffinu og er það minn orkugjafi.Hvað finnst þér gott að fá þér í kvöldmat? Mér finnst mjög gott að fá mér grænmetisfæði og mér líður vel af því. Einnig finnst mér sushi rosa gott. Mér finnst mjög gaman að elda mat og reyni að hafa hollustuna í fyrirrúmi.Ertu morgunhani eða finnst þér gott að sofa út? Mér finnst best að fara snemma að sofa af því ég vakna alltaf snemma og það er svo mikilvægt að fá góðan svefn.Hvað færðu þér þegar þú ætlar að gera vel við þig? Ég elska súkkulaði. Gott kaffi og súkkulaði er himnesk blanda fyrir mig.Hvað finnst þér gaman að gera þegar þú átt frí? Við hjónin höfum farið sem farastjórar með Úrval Útsýn til Spánar í Zumba- og jógaferðir og ég er strax farin að hlakka til að fara í næstu ferð, 12. júní á næsta ári. Við fjölskyldan förum líka reglulega í Hnausakot í Miðfirði sem er paradís. Algjör ró og friður og falleg sveit sem er í eigu fjölskyldu Jóa.Með hverjum er best að vera með? Mér finnst best og skemmtilegast að vera með Jóa mínum og börnunum okkar. Einnig finnst mér mikilvægt að hitta reglulega fjölskylduna mína, foreldra, tengdaforeldra og systkini okkar. Svo á ég alltaf frátekinn tíma til að hitta vinkonur mínar sem mér finnst yndislegt.
Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira