Notar gamlar brugggræjur föður síns í ilmkertagerð Sara McMahon skrifar 13. september 2016 12:30 Fatahönnuðurinn Sonja Bent hefur hafið framleiðslu á ilmkertum og eiturefnalausum reykelsum úr íslenskum jurtum. Vörurnar bera heitið Nordic Angan. Mynd/Jonathan Devaney Fatahönnuðurinn Sonja Bent framleiðir ilmkerti og eiturefnalaus reykelsi úr íslenskum jurtum sem hún tínir og eimar sjálf. „Þetta er búið að vera happy-hobbíið mitt í mörg ár. Það byrjaði þegar ég fór með pabba mínum að tína blóðberg sem við þurrkuðum gjarnan og notuðum í lambarétti. Okkur þótti anganin af blóðbergi svo góð og furðuðum okkur á því af hverju sá ilmur væri ekki meira notaður í hvers kyns ilmgerð,“ segir fatahönnuðurinn Sonja Bent.Nordic angan kertin koma í fallegum glösum.Hún hefur hafið framleiðslu á ilmkertum og eiturefnalausum reykelsum úr íslenskum jurtum. Vörurnar bera heitið Nordic Angan og er til þrenns konar ilmur: Vetrarnótt, Ilmbjörk og Blóðberg. Að sögn Sonju átti faðir hennar gamlar brugggræjur sem feðginin uppfærðu og nýttu undir tilraunastarfsemina. Hann hafði lært að eima hjá þýskum efnafræðingi á námsárum sínum og taldi að hægt væri að nýta sömu aðferð við eimingu á jurtum. Eftir nokkrar mislukkaðar tilraunir fór vinna feðginanna loks að bera árangur og á endanum sættust þau á þrjár ilmtegundir. „Pabbi greindist svo með eitlakrabba og þessi tilraunastarfsemi hélt svolítið lífinu í honum, og mér, á meðan á veikindunum stóð. Ég hélt vinnunni áfram eftir að hann dó og það hjálpaði mér mikið við að vinna mig í gegnum sorgina,“ útskýrir hún.Íslensk blóm prýða öskjuna utan um kertin.Sonja sér um allar hliðar framleiðslunnar sjálf; hún tínir jurtirnar, eimar, býr til olíuna og pakkar vörunni í þar til gerðar öskjur. Handtökin eru mörg og því verða kertin aðeins til í mjög takmörkuðu upplagi hverju sinni. „Ég á ekki mikið af olíu á lager þannig að þegar hún klárast þá verður bara bið þar til ég kemst aftur í að tína jurtir,“ útskýrir Sonja. Reykelsin verða svo fáanleg síðar í haust og eru einnig handgerð. Í þau notar Sonja þurrkaðar jurtir, trjákvoðu og þurrkað birki sem hún svo snýr upp á þráð. Ilmur kertanna er hver um sig innblásinn af lykt sem Sonja man eftir úr barnæsku en uppáhaldsilmurinn, segir hún, er Vetrarnótt sem er blanda af birki og furu. „Hún minnir mig á lyktina sem maður finnur þegar maður gengur í gegnum íslenskan skóg að vetrarlagi og er algjörlega himnesk, finnst mér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 13. september. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
Fatahönnuðurinn Sonja Bent framleiðir ilmkerti og eiturefnalaus reykelsi úr íslenskum jurtum sem hún tínir og eimar sjálf. „Þetta er búið að vera happy-hobbíið mitt í mörg ár. Það byrjaði þegar ég fór með pabba mínum að tína blóðberg sem við þurrkuðum gjarnan og notuðum í lambarétti. Okkur þótti anganin af blóðbergi svo góð og furðuðum okkur á því af hverju sá ilmur væri ekki meira notaður í hvers kyns ilmgerð,“ segir fatahönnuðurinn Sonja Bent.Nordic angan kertin koma í fallegum glösum.Hún hefur hafið framleiðslu á ilmkertum og eiturefnalausum reykelsum úr íslenskum jurtum. Vörurnar bera heitið Nordic Angan og er til þrenns konar ilmur: Vetrarnótt, Ilmbjörk og Blóðberg. Að sögn Sonju átti faðir hennar gamlar brugggræjur sem feðginin uppfærðu og nýttu undir tilraunastarfsemina. Hann hafði lært að eima hjá þýskum efnafræðingi á námsárum sínum og taldi að hægt væri að nýta sömu aðferð við eimingu á jurtum. Eftir nokkrar mislukkaðar tilraunir fór vinna feðginanna loks að bera árangur og á endanum sættust þau á þrjár ilmtegundir. „Pabbi greindist svo með eitlakrabba og þessi tilraunastarfsemi hélt svolítið lífinu í honum, og mér, á meðan á veikindunum stóð. Ég hélt vinnunni áfram eftir að hann dó og það hjálpaði mér mikið við að vinna mig í gegnum sorgina,“ útskýrir hún.Íslensk blóm prýða öskjuna utan um kertin.Sonja sér um allar hliðar framleiðslunnar sjálf; hún tínir jurtirnar, eimar, býr til olíuna og pakkar vörunni í þar til gerðar öskjur. Handtökin eru mörg og því verða kertin aðeins til í mjög takmörkuðu upplagi hverju sinni. „Ég á ekki mikið af olíu á lager þannig að þegar hún klárast þá verður bara bið þar til ég kemst aftur í að tína jurtir,“ útskýrir Sonja. Reykelsin verða svo fáanleg síðar í haust og eru einnig handgerð. Í þau notar Sonja þurrkaðar jurtir, trjákvoðu og þurrkað birki sem hún svo snýr upp á þráð. Ilmur kertanna er hver um sig innblásinn af lykt sem Sonja man eftir úr barnæsku en uppáhaldsilmurinn, segir hún, er Vetrarnótt sem er blanda af birki og furu. „Hún minnir mig á lyktina sem maður finnur þegar maður gengur í gegnum íslenskan skóg að vetrarlagi og er algjörlega himnesk, finnst mér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 13. september.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira