Hagsmunir sjúklinga ráði Elín Björg Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Það virðist litlu breyta þó rúmlega 80 prósent þjóðarinnar séu þeirrar skoðunar að heilbrigðiskerfið eigi að vera á forræði hins opinbera, alltaf dúkka af og til upp hugmyndir um að einkavæða hluta þjónustunnar. Nú hefur heilbrigðisráðherra til meðferðar niðurstöður starfshóps sem skoða átti kosti mismunandi rekstrarforma fyrir sjúkrahótel við Landspítalann. Enn og aftur lýsa talsmenn einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu áhuga sínum á því að láta einkaaðilum eftir að reka sjúkrahótelið. Forstjóri Landspítalans hefur talað hreint út um málið og segir hagsmunum sjúklinga best borgið með því að sjúkrahótelið verði hluti af Landspítalanum. Full ástæða er til að taka undir orð forstjóra Landspítalans. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna með skýrum hætti að fjórir af hverjum fimm Íslendingum vilja að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem reki heilbrigðiskerfið, ekki einkaaðilar. Einkarekstur er þegar allt of algengur í íslensku heilbrigðiskerfi og frekar ætti að leita allra leiða til að draga úr honum heldur en að skoða hvort enn eigi að auka við hann. Talsmenn einkareksturs eru gjarnan þeirrar skoðunar að einkarekstur eigi ekkert skylt við einkavæðingu, enda vita þeir sem er að stór hluti almennings er andvígur henni. Á málþingi sem BSRB og ASÍ stóðu fyrir nýverið benti Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur á að þó orðið einkarekstur hljómi betur í eyrum sé hann í raun ekkert annað en einkavæðing á þjónustu. Sigurbjörg benti jafnframt á að einkavæðing á þjónustu í heilbrigðiskerfinu geti takmarkað getu og svigrúm stjórnvalda til að taka stefnumarkandi ákvarðanir um forgangsröðun og skipulag kerfisins í þágu almannahagsmuna. Ríkið hefur hingað til átt erfitt með að tryggja að einkavæðing hafi ekki þessi áhrif og ólíklegt að þau hafi fundið töfralausnina núna. BSRB skorar á heilbrigðisráðherra að láta ekki undan fagurgala þeirra sem sjá sér hagsmuni í því að hagnast á því að reka þjónustu fyrir sjúklinga. Skynsamlegasti kosturinn er að hafa rekstur sjúkrahótelsins hluta af starfsemi Landspítalans.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það virðist litlu breyta þó rúmlega 80 prósent þjóðarinnar séu þeirrar skoðunar að heilbrigðiskerfið eigi að vera á forræði hins opinbera, alltaf dúkka af og til upp hugmyndir um að einkavæða hluta þjónustunnar. Nú hefur heilbrigðisráðherra til meðferðar niðurstöður starfshóps sem skoða átti kosti mismunandi rekstrarforma fyrir sjúkrahótel við Landspítalann. Enn og aftur lýsa talsmenn einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu áhuga sínum á því að láta einkaaðilum eftir að reka sjúkrahótelið. Forstjóri Landspítalans hefur talað hreint út um málið og segir hagsmunum sjúklinga best borgið með því að sjúkrahótelið verði hluti af Landspítalanum. Full ástæða er til að taka undir orð forstjóra Landspítalans. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna með skýrum hætti að fjórir af hverjum fimm Íslendingum vilja að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem reki heilbrigðiskerfið, ekki einkaaðilar. Einkarekstur er þegar allt of algengur í íslensku heilbrigðiskerfi og frekar ætti að leita allra leiða til að draga úr honum heldur en að skoða hvort enn eigi að auka við hann. Talsmenn einkareksturs eru gjarnan þeirrar skoðunar að einkarekstur eigi ekkert skylt við einkavæðingu, enda vita þeir sem er að stór hluti almennings er andvígur henni. Á málþingi sem BSRB og ASÍ stóðu fyrir nýverið benti Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur á að þó orðið einkarekstur hljómi betur í eyrum sé hann í raun ekkert annað en einkavæðing á þjónustu. Sigurbjörg benti jafnframt á að einkavæðing á þjónustu í heilbrigðiskerfinu geti takmarkað getu og svigrúm stjórnvalda til að taka stefnumarkandi ákvarðanir um forgangsröðun og skipulag kerfisins í þágu almannahagsmuna. Ríkið hefur hingað til átt erfitt með að tryggja að einkavæðing hafi ekki þessi áhrif og ólíklegt að þau hafi fundið töfralausnina núna. BSRB skorar á heilbrigðisráðherra að láta ekki undan fagurgala þeirra sem sjá sér hagsmuni í því að hagnast á því að reka þjónustu fyrir sjúklinga. Skynsamlegasti kosturinn er að hafa rekstur sjúkrahótelsins hluta af starfsemi Landspítalans.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun