Viðreisn – öðruvísi flokkur Sigurjón Arnórsson skrifar 22. ágúst 2016 15:20 Þriðjudaginn, 24. maí s.l. sat ég stofnfund Viðreisnar ásamt rúmlega 400 manns. Þar hlustaði ég á fjölbreyttan hóp ræðumanna tala um nútímalegt og frjálslynt stjórnmálaafl. Satt best að segja var þessi stund ótrúleg upplifun fyrir mig, hafandi komið að skipulagsstarfi Viðreisnar í rúmt ár. Lengi höfðum við verið að funda í skrifstofum og litlum fundarherbergjum út um allan bæ. Magnað að sjá þessa íhugun og vinnu leiða til stofnun öflugs stjórnmálafls. Ásamt fjórtán öðrum, var ég kjörinn í fyrstu stjórn Viðreisnar. Ég er einnig í stjórn ungliðahreyfingar Viðreisnar og var ráðinn sem fyrsti starfsmaður flokksins. Eftir stofnfund flokksins, hefur Viðreisn fengið mikla umfjöllun. Margir eru áhugasamir um flokkinn en eru ennþá að velta fyrir sér hvað þetta nýja afl í íslensku stjórnmálum er. Þar sem ég hef verið svo heppinn að fá góða innsýn í starf flokksins fyrir og eftir stofnun hans, tel ég mig vel hæfan til að svara spurningunni; hvað er Viðreisn? Þegar ég kom að Viðreisn fyrir rúmu ári síðan þekkti ég engan þar. Samt var tekið vel á móti mér og mér var fljótt boðið að taka þátt í skipulagsstarfi flokksins. Á þeim tíma var flokkurinn ungur, án stefnuskrár og án höfuðstöðva. En við höfðum gott fólk með margar góðar hugmyndir. Ég ásamt þremur ungum mönnum ákváðum að setja á blað grunnstefnu flokksins. Hugsunin var að búa til skjal með lykilgildum flokksins sem síðan væri hægt að vinna út frá. Við hittumst vikulega í HR og skrifuðum grunnviðmið flokksins í gegnum „Google Docs“. Þessi hópur hefur sífellt verið að stækka og er nú orðinn mikill drifkraftur innan flokksins. Í dag er hægt að sækja þetta skjal á vefsíðu flokksins. Þau gildi sem við settum áherslu á voru stöðugleiki í efnahagsmálum, frjálslyndi, almannahagsmunir fram yfir sérhagsmuni, jafnrétti, félagslegt réttlæti og vestræn samvinna. Þegar núverandi ríkisstjórn lofaði kosningum í haust var undirbúningsferlið sett í næsta gír. Við opnuðum skrifstofu, fengum bókstafinn C, Viðreisnartáknið og uppfærðum vefsíðuna okkar. Tölvupóstar voru sendir á alla þá sem skráðir voru á póstlista, yfir þúsund manns á þeim tíma, til að biðja þá að skrá sig í málefnanefndir til að ganga frá stefnuskrá flokksins. Á annað hundrað manns skráðu sig í það starf. Mánuðina fyrir stofnfundinn var skrifstofan í Ármúlanum full af fólki. Nefndir unnu hörðum höndum í öllum herbergjum alla daga vikunnar. Svo skilaði hver nefnd frá sér skýrslu um hin ýmsu málefni. Sérfræðingar voru fengnir til þess að fara yfir þessa vinnu og stefnuskráin var samþykkt á stofnfundinum. Starf í hinum ýmsu málaflokkum heldur áfram og enn er hægt að koma ábendingum á framfæri. Samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 15. til 22. júlí s.l. er Viðreisn fjórði stærsti flokkur íslands með 9.4% fylgi. Þessi árangur hefur náðst með góðri stefnuskrá. Næsta verkefni flokksins er að manna framboðslista. Í því verkefni erum við með uppstillinganefndir í öllum kjördæmum. Áhugasamir geta boðið sig fram á lista og svo er opið hús í Ármúla 42 á hverjum þriðjudegi kl. 17. Í stjórnmálum vill fólk helst vita hvað maður ætlar að gera sem snertir það sjálft. Við erum með raunhæfar og markvissar lausnir á vandamálum sem snerta flesta landsmenn. Þegar hafa komið fram nokkrar rangfærslur um stefnuskrá Viðreisnar svo að ég hvet fólk til þess að skoða stefnu flokksins á vefsíðu okkar, vidreisn.is og dæma sjálft. Við erum viss um að þeim mun fleiri sem skoða stefnuna, því fleiri munu slást í hópinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn, 24. maí s.l. sat ég stofnfund Viðreisnar ásamt rúmlega 400 manns. Þar hlustaði ég á fjölbreyttan hóp ræðumanna tala um nútímalegt og frjálslynt stjórnmálaafl. Satt best að segja var þessi stund ótrúleg upplifun fyrir mig, hafandi komið að skipulagsstarfi Viðreisnar í rúmt ár. Lengi höfðum við verið að funda í skrifstofum og litlum fundarherbergjum út um allan bæ. Magnað að sjá þessa íhugun og vinnu leiða til stofnun öflugs stjórnmálafls. Ásamt fjórtán öðrum, var ég kjörinn í fyrstu stjórn Viðreisnar. Ég er einnig í stjórn ungliðahreyfingar Viðreisnar og var ráðinn sem fyrsti starfsmaður flokksins. Eftir stofnfund flokksins, hefur Viðreisn fengið mikla umfjöllun. Margir eru áhugasamir um flokkinn en eru ennþá að velta fyrir sér hvað þetta nýja afl í íslensku stjórnmálum er. Þar sem ég hef verið svo heppinn að fá góða innsýn í starf flokksins fyrir og eftir stofnun hans, tel ég mig vel hæfan til að svara spurningunni; hvað er Viðreisn? Þegar ég kom að Viðreisn fyrir rúmu ári síðan þekkti ég engan þar. Samt var tekið vel á móti mér og mér var fljótt boðið að taka þátt í skipulagsstarfi flokksins. Á þeim tíma var flokkurinn ungur, án stefnuskrár og án höfuðstöðva. En við höfðum gott fólk með margar góðar hugmyndir. Ég ásamt þremur ungum mönnum ákváðum að setja á blað grunnstefnu flokksins. Hugsunin var að búa til skjal með lykilgildum flokksins sem síðan væri hægt að vinna út frá. Við hittumst vikulega í HR og skrifuðum grunnviðmið flokksins í gegnum „Google Docs“. Þessi hópur hefur sífellt verið að stækka og er nú orðinn mikill drifkraftur innan flokksins. Í dag er hægt að sækja þetta skjal á vefsíðu flokksins. Þau gildi sem við settum áherslu á voru stöðugleiki í efnahagsmálum, frjálslyndi, almannahagsmunir fram yfir sérhagsmuni, jafnrétti, félagslegt réttlæti og vestræn samvinna. Þegar núverandi ríkisstjórn lofaði kosningum í haust var undirbúningsferlið sett í næsta gír. Við opnuðum skrifstofu, fengum bókstafinn C, Viðreisnartáknið og uppfærðum vefsíðuna okkar. Tölvupóstar voru sendir á alla þá sem skráðir voru á póstlista, yfir þúsund manns á þeim tíma, til að biðja þá að skrá sig í málefnanefndir til að ganga frá stefnuskrá flokksins. Á annað hundrað manns skráðu sig í það starf. Mánuðina fyrir stofnfundinn var skrifstofan í Ármúlanum full af fólki. Nefndir unnu hörðum höndum í öllum herbergjum alla daga vikunnar. Svo skilaði hver nefnd frá sér skýrslu um hin ýmsu málefni. Sérfræðingar voru fengnir til þess að fara yfir þessa vinnu og stefnuskráin var samþykkt á stofnfundinum. Starf í hinum ýmsu málaflokkum heldur áfram og enn er hægt að koma ábendingum á framfæri. Samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 15. til 22. júlí s.l. er Viðreisn fjórði stærsti flokkur íslands með 9.4% fylgi. Þessi árangur hefur náðst með góðri stefnuskrá. Næsta verkefni flokksins er að manna framboðslista. Í því verkefni erum við með uppstillinganefndir í öllum kjördæmum. Áhugasamir geta boðið sig fram á lista og svo er opið hús í Ármúla 42 á hverjum þriðjudegi kl. 17. Í stjórnmálum vill fólk helst vita hvað maður ætlar að gera sem snertir það sjálft. Við erum með raunhæfar og markvissar lausnir á vandamálum sem snerta flesta landsmenn. Þegar hafa komið fram nokkrar rangfærslur um stefnuskrá Viðreisnar svo að ég hvet fólk til þess að skoða stefnu flokksins á vefsíðu okkar, vidreisn.is og dæma sjálft. Við erum viss um að þeim mun fleiri sem skoða stefnuna, því fleiri munu slást í hópinn.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun