Þegar ráðherra leggur á skatta Páll Rúnar M. Kristjánsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Íslenska ríkið hefur í þjóðréttarlegum samningum sínum, helst við WTO og ESB, skuldbundið sig til að heimila innflutning á ákveðnum búvörum á lágum eða engum tollum. Er þetta, í það minnsta að nafninu til, gert til að stuðla að auknum neytendaábata sem fylgir meira vöruúrvali og lægra vöruverði. Íslenska ríkið hefur hins vegar haft þann háttinn á að bjóða tollkvótana upp og taka þannig sérstakt útboðsgjald af þeim sem flytja inn þessar vörur. Ráðuneyti landbúnaðarmála hefur valið að hafa þennan háttinn á þrátt fyrir að hafa um það val hvort þetta gjald sé tekið eður ei. Í stjórnarskrá okkar er hins vegar lagt bann við valkvæðri skattlagningu. Þar segir að ekki megi fela stjórnvöldum val um það hvort leggja skuli á skatt. Skattamálum skuli einungis skipað með lögum. Svo fortakslaus er þessi regla í íslenskum rétti að hún er í raun tvítekin í stjórnarskrá okkar, bæði í 40. og 77. gr.Ríkið hafði rangt fyrir sér Nýverið var tekist á um þessa gjaldtöku fyrir dómi. Þar hélt íslenska ríkið því fram að útboðsgjaldið væri ekki skattur. Íslenska ríkið hélt því einnig fram að jafnvel þótt þessi gjaldtaka væri ólögmæt ættu þeir sem greiddu ólögmæt gjöld engan rétt á endurgreiðslu þeirra. Í báðum þessum tilfellum hafði íslenska ríkið rangt fyrir sér. Niðurstaða Hæstaréttar var afdráttarlaus á þá leið að gjaldtakan væri allsherjarréttarlegs eðlis og teldist skattheimta. Því þyrftu lagaheimildir til hennar að uppfylla þau skilyrði, sem gerð eru til fullgildrar skattlagningarheimildar. Það væri því í andstöðu við framangreind ákvæði stjórnarskrár að ráðherra gæti einhliða ákveðið hvort þessi skattur yrði lagður á eða ekki. Á þeim tíma sem dómsmál þetta tekur til voru valkostir ráðherra hvað þetta varðar alls þrír. Í fyrsta lagi að taka gjald fyrir tollkvóta, í öðru lagi að varpa hlutkesti eða í þriðja lagi að veita almenna heimild til innflutnings á þeim tollum sem um tollkvótana gilda. Þegar dómur Hæstaréttar féll hafði þessum valkostum hins vegar verið fækkað í tvo, þ.e. að taka gjald eða þá að veita almenna heimild til innflutnings. Um tilvist þessara valkosta getur ekki verið nokkur vafi enda koma þeir fram berum orðum í umræddu lagaákvæði þar sem segir: Berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar skal …?4) leita tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum og skal andvirðið þá renna í ríkissjóð. (…). Heimilt er í stað úthlutunar á tollkvóta að veita almenna heimild til innflutnings á þeim tollum sem um tollkvótana gilda.Ráðherra vill engu breyta Þegar dómur Hæstaréttar í umræddu máli féll mátti íslenska ríkinu vera ljóst að afstaða þess í málinu var röng. Gjaldið er skattur og því er allt val um það hvort skatturinn sé lagður á ólögmætt enda í fullkominni andstöðu við ákvæði stjórnarskrár. Þá er ótalin sú óskynsemi og yfirborðsmennska sem felst í því að gera þjóðréttarlegan samning um að fella niður einn skatt en leggja svo á annan í staðinn. Á sama tíma er hins vegar ljóst að ráðherra hefur enn þetta val. Engu að síður er látið undir höfuð leggjast að laga þennan bersýnilega meinbug á lögum sem þarna er til staðar. Af nýlegum ummælum landbúnaðarráðherra í fjölmiðlum má meira að segja ráða þá afstöðu að ekkert þurfi að laga og engu að breyta. Að óbreyttu munu þeir sem greiða þessi gjöld áfram þurfa að sækja endurgreiðslu þeirra fyrir dómi að viðbættum dráttarvöxtum. Eftir sitja neytendur með innflutningsfyrirkomulag sem markast af viðleitni stjórnvalda til að hafa af þeim þann réttmæta ábata sem alþjóðasamningar eiga að veita þeim. Allt samkvæmt ákvörðun ráðherra, sem virðist enn þeirrar skoðunar að þetta fyrirkomulag sé ásættanlegt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið hefur í þjóðréttarlegum samningum sínum, helst við WTO og ESB, skuldbundið sig til að heimila innflutning á ákveðnum búvörum á lágum eða engum tollum. Er þetta, í það minnsta að nafninu til, gert til að stuðla að auknum neytendaábata sem fylgir meira vöruúrvali og lægra vöruverði. Íslenska ríkið hefur hins vegar haft þann háttinn á að bjóða tollkvótana upp og taka þannig sérstakt útboðsgjald af þeim sem flytja inn þessar vörur. Ráðuneyti landbúnaðarmála hefur valið að hafa þennan háttinn á þrátt fyrir að hafa um það val hvort þetta gjald sé tekið eður ei. Í stjórnarskrá okkar er hins vegar lagt bann við valkvæðri skattlagningu. Þar segir að ekki megi fela stjórnvöldum val um það hvort leggja skuli á skatt. Skattamálum skuli einungis skipað með lögum. Svo fortakslaus er þessi regla í íslenskum rétti að hún er í raun tvítekin í stjórnarskrá okkar, bæði í 40. og 77. gr.Ríkið hafði rangt fyrir sér Nýverið var tekist á um þessa gjaldtöku fyrir dómi. Þar hélt íslenska ríkið því fram að útboðsgjaldið væri ekki skattur. Íslenska ríkið hélt því einnig fram að jafnvel þótt þessi gjaldtaka væri ólögmæt ættu þeir sem greiddu ólögmæt gjöld engan rétt á endurgreiðslu þeirra. Í báðum þessum tilfellum hafði íslenska ríkið rangt fyrir sér. Niðurstaða Hæstaréttar var afdráttarlaus á þá leið að gjaldtakan væri allsherjarréttarlegs eðlis og teldist skattheimta. Því þyrftu lagaheimildir til hennar að uppfylla þau skilyrði, sem gerð eru til fullgildrar skattlagningarheimildar. Það væri því í andstöðu við framangreind ákvæði stjórnarskrár að ráðherra gæti einhliða ákveðið hvort þessi skattur yrði lagður á eða ekki. Á þeim tíma sem dómsmál þetta tekur til voru valkostir ráðherra hvað þetta varðar alls þrír. Í fyrsta lagi að taka gjald fyrir tollkvóta, í öðru lagi að varpa hlutkesti eða í þriðja lagi að veita almenna heimild til innflutnings á þeim tollum sem um tollkvótana gilda. Þegar dómur Hæstaréttar féll hafði þessum valkostum hins vegar verið fækkað í tvo, þ.e. að taka gjald eða þá að veita almenna heimild til innflutnings. Um tilvist þessara valkosta getur ekki verið nokkur vafi enda koma þeir fram berum orðum í umræddu lagaákvæði þar sem segir: Berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar skal …?4) leita tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum og skal andvirðið þá renna í ríkissjóð. (…). Heimilt er í stað úthlutunar á tollkvóta að veita almenna heimild til innflutnings á þeim tollum sem um tollkvótana gilda.Ráðherra vill engu breyta Þegar dómur Hæstaréttar í umræddu máli féll mátti íslenska ríkinu vera ljóst að afstaða þess í málinu var röng. Gjaldið er skattur og því er allt val um það hvort skatturinn sé lagður á ólögmætt enda í fullkominni andstöðu við ákvæði stjórnarskrár. Þá er ótalin sú óskynsemi og yfirborðsmennska sem felst í því að gera þjóðréttarlegan samning um að fella niður einn skatt en leggja svo á annan í staðinn. Á sama tíma er hins vegar ljóst að ráðherra hefur enn þetta val. Engu að síður er látið undir höfuð leggjast að laga þennan bersýnilega meinbug á lögum sem þarna er til staðar. Af nýlegum ummælum landbúnaðarráðherra í fjölmiðlum má meira að segja ráða þá afstöðu að ekkert þurfi að laga og engu að breyta. Að óbreyttu munu þeir sem greiða þessi gjöld áfram þurfa að sækja endurgreiðslu þeirra fyrir dómi að viðbættum dráttarvöxtum. Eftir sitja neytendur með innflutningsfyrirkomulag sem markast af viðleitni stjórnvalda til að hafa af þeim þann réttmæta ábata sem alþjóðasamningar eiga að veita þeim. Allt samkvæmt ákvörðun ráðherra, sem virðist enn þeirrar skoðunar að þetta fyrirkomulag sé ásættanlegt.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar