Annar hver unglingur drukkinn Þorsteinn V. Einarsson skrifar 23. ágúst 2016 10:05 Næstum helmingur unglinga í 8.-10. bekk sögðust hafa orðið drukknir sl. 30 daga árið 1998, eða 42%. Nokkur fjöldi sagðist reykja daglega sama ár eða 23%. Á árunum fyrir þessi sláandi tíðindi var svo sannarlega reynt að berjast gegn áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga. Áhugavert er að skoða gömul tímarit og heyra frásagnir uppeldisfólks frá þessum tíma. Áherslurnar skömmu fyrir 1998 voru þær að ala á óttanum við afleiðingarnar af drykkju. Sýndar voru myndir af skemmdum heila, sagðar hörmungarsögur af unglingum sem byrjuðu að drekka snemma og rýnt í ömurlegustu afleiðingar þess að byrja snemma að neyta vímugjafa. Árangurinn var að minnsta kosti ekki betri en sá að helmingur unglinga hafði orðið ölvaður og stór hluti reykti daglega. Staðan í dag er sú að 5% unglinga hafa orðið ölvaðir sl. 30 daga og 3% reykja daglega. Þvílíkur viðsnúningur, þvílík breyting. Uppeldis- og æskulýðsstofnanir, foreldrar og fræðimenn tóku saman höndum og fóru að fylgja öðru verklagi en áður hafði tíðkast upp úr árinu 2000. Forvarnir fóru að byggja á þeim kenningum sem rannóknir sýndu að bæru árangur. Rannsóknir sýndu að ákveðnir þættir í lífi unglinga hefðu verndandi áhrif; minnkuðu líkur á neyslu. Lykilþættir í forvörnum sýndu sig vera m.a. samvera fjölskyldunnar, jákvætt aðhald foreldra, umhyggja og stuðningur. Almenn vellíðan unglinga skipti miklu máli, sem og þátttaka í skipulögðu íþrótta- eða frístundastarfi, auk þess sem jafningjahópurinn hafði mikil áhrif. Áherslur á skaðsemi vímuefna eða hætturnar sem þeim fylgja var hvergi að sjá í forvörnum þess tíma. Fagfólk sem starfar á vettvangi með unglingum hefur þó tekið eftir að blikur eru á lofti. Bakslag hefur orðið á virku forvarnarstarfi sl. ár og þau einföldu gildi sem byggt var á virðast hafa gleymst, hjá mörgum, eða kannski aldrei borist sumum. Mögulega hafa orðið kynslóðaskipti, enda tæp 20 ár síðan farið var af stað auk þess sem mikill samdráttur hefur verið í fjárveitingu til forvarnarverkefna (allavega í Reykjavík). Og ekki virðist velferðarráðuneytinu sérstaklega umhugað um forvarnir meðal unglinga. Vissulega eru foreldrar algjörir lykilaðilar í forvörnum fyrir velferð barnanna sinna en hver er til staðar þegar foreldrarnir bregðast? Erum við með öflugt forvarnarkerfi sem stekkur inn í til stuðnings þeim börnum? Ó, nei – þó Barnaverndin kunni að virka fyrir allra, allra verst settu börnin. En ég fullyrði: ó, nei. Við þurfum að fara að dusta rykið af virkum forvörnum í víðu samhengi og gera það saman. Vonandi hysjum við (borg, bær og ríki) upp um okkur buxurnar, hratt og örugglega. Annars kæmi það mér ekki á óvart ef ég sæi sambærilegar fyrirsagnir og á þessum pistli í nánustu framtíð. Eins og góður maður sagði: „Við þurfum að hlúa að æsku landsins“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Næstum helmingur unglinga í 8.-10. bekk sögðust hafa orðið drukknir sl. 30 daga árið 1998, eða 42%. Nokkur fjöldi sagðist reykja daglega sama ár eða 23%. Á árunum fyrir þessi sláandi tíðindi var svo sannarlega reynt að berjast gegn áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga. Áhugavert er að skoða gömul tímarit og heyra frásagnir uppeldisfólks frá þessum tíma. Áherslurnar skömmu fyrir 1998 voru þær að ala á óttanum við afleiðingarnar af drykkju. Sýndar voru myndir af skemmdum heila, sagðar hörmungarsögur af unglingum sem byrjuðu að drekka snemma og rýnt í ömurlegustu afleiðingar þess að byrja snemma að neyta vímugjafa. Árangurinn var að minnsta kosti ekki betri en sá að helmingur unglinga hafði orðið ölvaður og stór hluti reykti daglega. Staðan í dag er sú að 5% unglinga hafa orðið ölvaðir sl. 30 daga og 3% reykja daglega. Þvílíkur viðsnúningur, þvílík breyting. Uppeldis- og æskulýðsstofnanir, foreldrar og fræðimenn tóku saman höndum og fóru að fylgja öðru verklagi en áður hafði tíðkast upp úr árinu 2000. Forvarnir fóru að byggja á þeim kenningum sem rannóknir sýndu að bæru árangur. Rannsóknir sýndu að ákveðnir þættir í lífi unglinga hefðu verndandi áhrif; minnkuðu líkur á neyslu. Lykilþættir í forvörnum sýndu sig vera m.a. samvera fjölskyldunnar, jákvætt aðhald foreldra, umhyggja og stuðningur. Almenn vellíðan unglinga skipti miklu máli, sem og þátttaka í skipulögðu íþrótta- eða frístundastarfi, auk þess sem jafningjahópurinn hafði mikil áhrif. Áherslur á skaðsemi vímuefna eða hætturnar sem þeim fylgja var hvergi að sjá í forvörnum þess tíma. Fagfólk sem starfar á vettvangi með unglingum hefur þó tekið eftir að blikur eru á lofti. Bakslag hefur orðið á virku forvarnarstarfi sl. ár og þau einföldu gildi sem byggt var á virðast hafa gleymst, hjá mörgum, eða kannski aldrei borist sumum. Mögulega hafa orðið kynslóðaskipti, enda tæp 20 ár síðan farið var af stað auk þess sem mikill samdráttur hefur verið í fjárveitingu til forvarnarverkefna (allavega í Reykjavík). Og ekki virðist velferðarráðuneytinu sérstaklega umhugað um forvarnir meðal unglinga. Vissulega eru foreldrar algjörir lykilaðilar í forvörnum fyrir velferð barnanna sinna en hver er til staðar þegar foreldrarnir bregðast? Erum við með öflugt forvarnarkerfi sem stekkur inn í til stuðnings þeim börnum? Ó, nei – þó Barnaverndin kunni að virka fyrir allra, allra verst settu börnin. En ég fullyrði: ó, nei. Við þurfum að fara að dusta rykið af virkum forvörnum í víðu samhengi og gera það saman. Vonandi hysjum við (borg, bær og ríki) upp um okkur buxurnar, hratt og örugglega. Annars kæmi það mér ekki á óvart ef ég sæi sambærilegar fyrirsagnir og á þessum pistli í nánustu framtíð. Eins og góður maður sagði: „Við þurfum að hlúa að æsku landsins“.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar