Körfubolti

Jón Arnór spilar á Íslandi í vetur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Arnór stal boltanum á ögurstundu.
Jón Arnór stal boltanum á ögurstundu. vísir/valli
Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta og Íþróttamaður árins 2014, mun spila í Domino's-deild karla í vetur. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag.

„Þetta var ekki flókin ákvörðun. Ég vildi bara koma heim,“ segir Jón Arnór við Vísi en hann er ekki tilbúinn að segja með hvaða liði hann muni spila í vetur.

„Ég mun taka einhver ár hér heima og er því ekki hættur. En ég hef ekki tekið ákvörðun um hvar ég muni spila. Ég er rétt nýbúinn að ákveða endanlega að koma heim.“

Sjá einnig: Jón Arnór mögulega á heimleið

Jón Arnór er að undirbúa sig fyrir undankeppni EM 2017 með íslenska landsliðinu og hann segist ætla að einbeita sér að því fyrst um sinn.

Hann er uppalinn hjá KR og spilaði með liðinu tímabilið 2008-9 sem er eina tímabilið hans hér á landi eftir að hann hélt fyrst út í atvinnumennsku árið 2002.

Jón Arnór hefur verið sterklega orðaður við KR í sumar en einnig Stjörnuna og Grindavík.

Nánar verður rætt við Jón Arnór í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×