Maia grét eftir að hafa leikið sér að Condit Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2016 15:30 Maia réð ekki við tilfinningar sínar eftir bardagann í nótt. vísir/getty Brasilíska kyrkislangan Demian Maia, sem fór illa með Gunnar Nelson í desember, vann enn einn risasigurinn í búrinu í nótt. Þá afgreiddi hann Carlos Condit í fyrstu lotu. Maia náði Condit niður eftir aðeins 30 sekúndur og ekki svo löngu síðar gafst Condit upp. Þessi sigur skipti Maia gríðarlegu máli og hann brotnaði niður og grét beint eftir bardagann. Þetta var sjötti sigur Maia í röð í UFC. Condit barðist um beltið í veltivigtinni í janúar gegn Robbie Lawler og tapaði þá á dómaraúrskurði. Alvöru gaur en var eins og lamb í höndunum á Maia. Tölfræðin hjá Maia í síðustu bardögum er lyginni líkust. Hann er búinn að fá á sig aðeins 13 högg í síðustu fjórum bardögum. Það voru heldur ekki bardagar gegn neinum smá mönnum heldur gegn Condit, Matt Brown, Gunnari Nelson og Neil Magny. Til samanburðar má geta þess að Conor McGregor og Nate Diaz fengu báðir á sig yfir 160 högg í þeirra síðasta bardaga. Það vissu allir hvað Maia ætlaði að gera en það virðist ekki vera hægt að stöðva fellurnar hans. Þegar í gólfið er komið hefur hann hreint ótrúlega yfirburði. UFC hefur ekki viljað gefa hinum 38 ára gamla Maita titilbardaga til þessa en nú er ekki hægt að ganga fram hjá honum lengur. Tyron Woodley og Stephen Thompson munu væntanlega berjast næst um beltið og Maia segist vera til í að bíða og mæta sigurvegaranum úr þeim bardaga um beltið.Maia er hér að leika sér að Condit í gólfinu.vísir/getty MMA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira
Brasilíska kyrkislangan Demian Maia, sem fór illa með Gunnar Nelson í desember, vann enn einn risasigurinn í búrinu í nótt. Þá afgreiddi hann Carlos Condit í fyrstu lotu. Maia náði Condit niður eftir aðeins 30 sekúndur og ekki svo löngu síðar gafst Condit upp. Þessi sigur skipti Maia gríðarlegu máli og hann brotnaði niður og grét beint eftir bardagann. Þetta var sjötti sigur Maia í röð í UFC. Condit barðist um beltið í veltivigtinni í janúar gegn Robbie Lawler og tapaði þá á dómaraúrskurði. Alvöru gaur en var eins og lamb í höndunum á Maia. Tölfræðin hjá Maia í síðustu bardögum er lyginni líkust. Hann er búinn að fá á sig aðeins 13 högg í síðustu fjórum bardögum. Það voru heldur ekki bardagar gegn neinum smá mönnum heldur gegn Condit, Matt Brown, Gunnari Nelson og Neil Magny. Til samanburðar má geta þess að Conor McGregor og Nate Diaz fengu báðir á sig yfir 160 högg í þeirra síðasta bardaga. Það vissu allir hvað Maia ætlaði að gera en það virðist ekki vera hægt að stöðva fellurnar hans. Þegar í gólfið er komið hefur hann hreint ótrúlega yfirburði. UFC hefur ekki viljað gefa hinum 38 ára gamla Maita titilbardaga til þessa en nú er ekki hægt að ganga fram hjá honum lengur. Tyron Woodley og Stephen Thompson munu væntanlega berjast næst um beltið og Maia segist vera til í að bíða og mæta sigurvegaranum úr þeim bardaga um beltið.Maia er hér að leika sér að Condit í gólfinu.vísir/getty
MMA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira