Framhjáhöld Bjarni Karlsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Enn minnast Þingeyingar gamla bóndans sem lá fyrir dauðanum. Fólk var að koma að vitja hans og í miðjum klíðum lítur hann upp af kodda sínum, horfir brosleitur á ástvini og samferðamenn og mælir: Ég hefði ekki viljað missa af banalegunni! Það er margt misjafnt sem gerist í lífi okkar og eftir á hefðum við viljað missa af því fæstu. Þó er sumt undanskilið. Til dæmis hef ég í mínu starfi kynnst mörgu góðu og skynsömu fólki sem hefur haldið framhjá maka sínum og er orðið ljóst að framhjáhöld eru ekki í þeim flokki aðstæðna sem fólk hefði nú þrátt fyrir allt ekki viljað fara á mis við: Ekki hefði ég viljað missa af framhjáhaldinu, er setning sem ég hef enn ekki heyrt af vörum nokkurrar persónu. Hvers vegna? Líklega vegna þess að eftir á uppgötvum við, ef við höldum framhjá, að við höfum ýtt af stað atburðarás sem við getum ekki stjórnað og varðar m.a. heilsu maka okkar. Fólk heldur framhjá af ýmsum ástæðum en það gerir það ekki vegna þess að þau eru vondar manneskjur og vilji valda skaða. Framhjáhöld gerast til dæmis vegna hégóma, forvitni, ástarkenndar, greddu, sjálflægni, ævintýra- eða hefndarþrár og stundum bara af ósvífni í bland við ölvímu. En enginn sem heldur framhjá ætlar sér að ögra heilsu maka síns og setja hana í áhættuflokk. Þó er það einmitt það sem gerist í flestum tilvikum og er kannski það erfiða í þessu öllu. Við erum spendýr. Spendýr pissa í hornin og marka sér svæði og í eðli þeirra er ekkert rými fyrir tryggðarof. Spendýrið í okkur fyrirgefur ekki framhjáhald. Þess vegna er þetta svo flókið, tekur mikið á og kostar tíma sem allir aðilar máls hefðu viljað verja betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Enn minnast Þingeyingar gamla bóndans sem lá fyrir dauðanum. Fólk var að koma að vitja hans og í miðjum klíðum lítur hann upp af kodda sínum, horfir brosleitur á ástvini og samferðamenn og mælir: Ég hefði ekki viljað missa af banalegunni! Það er margt misjafnt sem gerist í lífi okkar og eftir á hefðum við viljað missa af því fæstu. Þó er sumt undanskilið. Til dæmis hef ég í mínu starfi kynnst mörgu góðu og skynsömu fólki sem hefur haldið framhjá maka sínum og er orðið ljóst að framhjáhöld eru ekki í þeim flokki aðstæðna sem fólk hefði nú þrátt fyrir allt ekki viljað fara á mis við: Ekki hefði ég viljað missa af framhjáhaldinu, er setning sem ég hef enn ekki heyrt af vörum nokkurrar persónu. Hvers vegna? Líklega vegna þess að eftir á uppgötvum við, ef við höldum framhjá, að við höfum ýtt af stað atburðarás sem við getum ekki stjórnað og varðar m.a. heilsu maka okkar. Fólk heldur framhjá af ýmsum ástæðum en það gerir það ekki vegna þess að þau eru vondar manneskjur og vilji valda skaða. Framhjáhöld gerast til dæmis vegna hégóma, forvitni, ástarkenndar, greddu, sjálflægni, ævintýra- eða hefndarþrár og stundum bara af ósvífni í bland við ölvímu. En enginn sem heldur framhjá ætlar sér að ögra heilsu maka síns og setja hana í áhættuflokk. Þó er það einmitt það sem gerist í flestum tilvikum og er kannski það erfiða í þessu öllu. Við erum spendýr. Spendýr pissa í hornin og marka sér svæði og í eðli þeirra er ekkert rými fyrir tryggðarof. Spendýrið í okkur fyrirgefur ekki framhjáhald. Þess vegna er þetta svo flókið, tekur mikið á og kostar tíma sem allir aðilar máls hefðu viljað verja betur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar