Hugverkaréttindi eru verðmæti og viðskiptatæki Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Nýlega kynnti ég hugverkastefnu fyrir Ísland en hún fjallar um vernd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar; þau eru vörumerki, einkaleyfi, hönnunarskráningar og önnur skyld réttindi. Markmið stefnunnar er hugverkadrifið Ísland árið 2022 og sú framtíðarsýn er sett fram í skjalinu ásamt því að veita upplýsingar um réttindin, mikilvægi þeirra og mögulegar verndarleiðir ásamt aðgerðaáætlun til næstu fimm ára. Stefnan er afrakstur vinnu starfshóps sem í áttu sæti fulltrúar frá Einkaleyfastofunni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Félagi umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa og Félagi einkaleyfasérfræðinga. Hugverkaréttindi eru fyrst og fremst verðmæti og viðskiptatæki en flest öll verðmætustu fyrirtæki í heimi byggja velgengni sína á skipulagðri stefnu um vernd hugverka og skráningu hugverkaréttinda. Sem dæmi má nefna erlend stórfyrirtæki eins og Google, Apple, Samsung og Microsoft, en hér á landi má til dæmis benda á Össur, Marel, Orf líftækni og Bláa lónið. Velgengni þessara fyrirtækja má að talsverðu leyti þakka kerfisbundinni verndun hugverkaréttinda allt frá stofnun þeirra. Flestar tegundir hugverka er nauðsynlegt að skrá svo réttindin fáist viðurkennd, en við það skapast verðmætur eignarréttur. Atvinnulíf nútímans byggir í stöðugt meiri mæli á hugviti og þekkingu. Fyrir fáum árum kom fram í bandarískri rannsókn að 34,8 prósent af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna árið 2010 hefði mátt rekja til hugverkaréttindatengdrar starfsemi sem skapaði 27,1 milljón starfa. Innan Evrópusambandsins sýndi könnun frá árinu 2013 að 39 prósent af vergri landsframleiðslu Evrópusambandsríkjanna árið 2008-2010 mætti rekja til fyrirtækja sem byggðu beint á hugverkaréttindum. Nýleg rannsókn Evrópusambandsins sýnir jafnframt að fyrirtæki sem eiga og beita hugverkum sýna meiri hagnað á hvern starfsmann, eru með fleiri starfsmenn og greiða hærri laun. Staða Íslands hvað varðar einkaleyfa- og hönnunarskráningar er töluvert lakari en bæði í Evrópu og Bandaríkjunum en skráningum hefur fækkað nokkuð á síðustu árum. Þetta veldur áhyggjum, þar sem þróunin helst ekki í hendur við aukna velmegun hér á landi og öfluga frumkvöðlastarfsemi. Með stefnunni viljum við snúa þessari stöðu við og við ætlum að efla vitund og skilning á hugverkaréttindum, mikilvægi þeirra og möguleikum til verndar hvort sem er með skráningu eða á annan hátt. Við viljum sjá frekari menntun og rannsóknir á sviði hugverkaréttinda. Einnig er með stefnunni stefnt að skilvirku stjórnkerfi og einfaldara lagaumhverfi. Árið 2020 viljum við sjá sterka vitund um hugverkaréttindi á sviði iðnaðar, áhrif þeirra á verðmæti fyrirtækja og mikilvægi réttindanna í allri þróun, rannsóknum og nýsköpun. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs byggist á því. Lögð verður áhersla á mikilvægi verðmætasköpunar sem byggist á uppfinningum og þekkingu úr rannsóknarstarfi. Opinbert stuðningskerfi við frumkvöðla sem og lítil og meðalstór fyrirtæki er öflugt á Íslandi. Við eigum því alla möguleika á því að komast í fremstu röð á þessu sviði sem öðrum. Ég hvet alla áhugasama til að kynna sér hugverkastefnuna, en hana má finna á vef ráðuneytisins á www.anr.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ég hugverkastefnu fyrir Ísland en hún fjallar um vernd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar; þau eru vörumerki, einkaleyfi, hönnunarskráningar og önnur skyld réttindi. Markmið stefnunnar er hugverkadrifið Ísland árið 2022 og sú framtíðarsýn er sett fram í skjalinu ásamt því að veita upplýsingar um réttindin, mikilvægi þeirra og mögulegar verndarleiðir ásamt aðgerðaáætlun til næstu fimm ára. Stefnan er afrakstur vinnu starfshóps sem í áttu sæti fulltrúar frá Einkaleyfastofunni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Félagi umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa og Félagi einkaleyfasérfræðinga. Hugverkaréttindi eru fyrst og fremst verðmæti og viðskiptatæki en flest öll verðmætustu fyrirtæki í heimi byggja velgengni sína á skipulagðri stefnu um vernd hugverka og skráningu hugverkaréttinda. Sem dæmi má nefna erlend stórfyrirtæki eins og Google, Apple, Samsung og Microsoft, en hér á landi má til dæmis benda á Össur, Marel, Orf líftækni og Bláa lónið. Velgengni þessara fyrirtækja má að talsverðu leyti þakka kerfisbundinni verndun hugverkaréttinda allt frá stofnun þeirra. Flestar tegundir hugverka er nauðsynlegt að skrá svo réttindin fáist viðurkennd, en við það skapast verðmætur eignarréttur. Atvinnulíf nútímans byggir í stöðugt meiri mæli á hugviti og þekkingu. Fyrir fáum árum kom fram í bandarískri rannsókn að 34,8 prósent af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna árið 2010 hefði mátt rekja til hugverkaréttindatengdrar starfsemi sem skapaði 27,1 milljón starfa. Innan Evrópusambandsins sýndi könnun frá árinu 2013 að 39 prósent af vergri landsframleiðslu Evrópusambandsríkjanna árið 2008-2010 mætti rekja til fyrirtækja sem byggðu beint á hugverkaréttindum. Nýleg rannsókn Evrópusambandsins sýnir jafnframt að fyrirtæki sem eiga og beita hugverkum sýna meiri hagnað á hvern starfsmann, eru með fleiri starfsmenn og greiða hærri laun. Staða Íslands hvað varðar einkaleyfa- og hönnunarskráningar er töluvert lakari en bæði í Evrópu og Bandaríkjunum en skráningum hefur fækkað nokkuð á síðustu árum. Þetta veldur áhyggjum, þar sem þróunin helst ekki í hendur við aukna velmegun hér á landi og öfluga frumkvöðlastarfsemi. Með stefnunni viljum við snúa þessari stöðu við og við ætlum að efla vitund og skilning á hugverkaréttindum, mikilvægi þeirra og möguleikum til verndar hvort sem er með skráningu eða á annan hátt. Við viljum sjá frekari menntun og rannsóknir á sviði hugverkaréttinda. Einnig er með stefnunni stefnt að skilvirku stjórnkerfi og einfaldara lagaumhverfi. Árið 2020 viljum við sjá sterka vitund um hugverkaréttindi á sviði iðnaðar, áhrif þeirra á verðmæti fyrirtækja og mikilvægi réttindanna í allri þróun, rannsóknum og nýsköpun. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs byggist á því. Lögð verður áhersla á mikilvægi verðmætasköpunar sem byggist á uppfinningum og þekkingu úr rannsóknarstarfi. Opinbert stuðningskerfi við frumkvöðla sem og lítil og meðalstór fyrirtæki er öflugt á Íslandi. Við eigum því alla möguleika á því að komast í fremstu röð á þessu sviði sem öðrum. Ég hvet alla áhugasama til að kynna sér hugverkastefnuna, en hana má finna á vef ráðuneytisins á www.anr.is.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun