Framtíð menntunar er framtíð þjóðarinnar Lárus Sigurður Lárusson skrifar 14. ágúst 2016 10:22 Að lesa og skrifa hefur aldrei verið talið til menntunar á Íslandi, segir í Brekkukotsannál og vísar þar skáldið bæði með kímni en einnig alvöru til þess að Íslendingar hafa frá fornu fari verið menntaþjóð á sinn hátt. Menntun liggur nærri kjarna þjóðarinnar og skipar æ mikilvægari sess í þjóðfélaginu ekki síst þegar kemur að atvinnumarkaði og atvinnulífi. Fjárfestingar í menntun og rannsóknum skila sér margfalt til þjóðarinnar í formi nýsköpunar og framfara á öllum sviðum atvinnulífsins. Áframhaldandi fjárfestingar og uppbygging í menntakerfinu jafngildir fjárfestingu í framtíðinni. Þróunin hefur þó ekki öll verið jákvæð í menntun þjóðarinnar síðastliðin ár. Iðnnám og verklegt nám hefur því miður farið varhluta af vexti menntakerfisins og á sumum sviðum hefur stöðnun átt sér stað. Þá hefur fjölbreytni í iðnnámi og verklegu námi ekki haldist í hendur við það sem gerist í bóklegu námi. Sífellt erfiðara reynist ungu fólki að ljúka iðnnámi sínu og virðist aðalhindrunin felst í því hversu erfitt er að komast á samning til þess að ljúka náminu. Hafa margir þurft frá að hverfa af þessum sökum og mörgum ráðlegt að nýta uppsafnaðar einingar til þess að ná sér frekar í stúdentspróf og ganga þá leið í gegnum menntakerfið. Iðnmenntun er dýrmæt. Það er orðið brýnt að gera henni og verklegu námi hærra undir höfuð og styrkja þennan þátt menntakerfisins. Það þarf að gera með því að auka valkosti til starfsmenntunar og verklegrar menntunar í anda þess sem þekkist annars staðar í Evrópu. Gera þarf iðnnemum kleift að ljúka námi sínum með því að liðsinna þeim til að komast á samning eða endurskoða það kerfi og bjóða upp á aðrar raunhæfari leiðir til þess að ljúka námi. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíð þjóðarinnar. Sú fjárfesting má ekki vera einsleit og þarf að taka mið af ólíkum þörfum. Hún þarf að horfa til framtíðar og stuðla að uppbyggingu atvinnulífsins með fjölbreytni að leiðarljósi og atvinnutækifærum fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Að lesa og skrifa hefur aldrei verið talið til menntunar á Íslandi, segir í Brekkukotsannál og vísar þar skáldið bæði með kímni en einnig alvöru til þess að Íslendingar hafa frá fornu fari verið menntaþjóð á sinn hátt. Menntun liggur nærri kjarna þjóðarinnar og skipar æ mikilvægari sess í þjóðfélaginu ekki síst þegar kemur að atvinnumarkaði og atvinnulífi. Fjárfestingar í menntun og rannsóknum skila sér margfalt til þjóðarinnar í formi nýsköpunar og framfara á öllum sviðum atvinnulífsins. Áframhaldandi fjárfestingar og uppbygging í menntakerfinu jafngildir fjárfestingu í framtíðinni. Þróunin hefur þó ekki öll verið jákvæð í menntun þjóðarinnar síðastliðin ár. Iðnnám og verklegt nám hefur því miður farið varhluta af vexti menntakerfisins og á sumum sviðum hefur stöðnun átt sér stað. Þá hefur fjölbreytni í iðnnámi og verklegu námi ekki haldist í hendur við það sem gerist í bóklegu námi. Sífellt erfiðara reynist ungu fólki að ljúka iðnnámi sínu og virðist aðalhindrunin felst í því hversu erfitt er að komast á samning til þess að ljúka náminu. Hafa margir þurft frá að hverfa af þessum sökum og mörgum ráðlegt að nýta uppsafnaðar einingar til þess að ná sér frekar í stúdentspróf og ganga þá leið í gegnum menntakerfið. Iðnmenntun er dýrmæt. Það er orðið brýnt að gera henni og verklegu námi hærra undir höfuð og styrkja þennan þátt menntakerfisins. Það þarf að gera með því að auka valkosti til starfsmenntunar og verklegrar menntunar í anda þess sem þekkist annars staðar í Evrópu. Gera þarf iðnnemum kleift að ljúka námi sínum með því að liðsinna þeim til að komast á samning eða endurskoða það kerfi og bjóða upp á aðrar raunhæfari leiðir til þess að ljúka námi. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíð þjóðarinnar. Sú fjárfesting má ekki vera einsleit og þarf að taka mið af ólíkum þörfum. Hún þarf að horfa til framtíðar og stuðla að uppbyggingu atvinnulífsins með fjölbreytni að leiðarljósi og atvinnutækifærum fyrir alla.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar